Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Nýjustu fréttir

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk

Allir lögđu sig fram
Í morgun var lokahátíð Litlu upplestrarkeppninnnar haldin í 4. bekk. Nemendur lásu upp ljóð, þulur og sögur og sýndu hvað þeir hafa lært í vetur í framsögn og tjáningu. Allir stóðu sig með sóma og skiluðu sínu vel. Tónlistaratriði voru á milli atriða  þar sem fjórar stúlkur í bekknum spiluðu á píanó, klarinett og þverflautu.  

Til hamingju með árangurinn nemendur í 4. bekk. 

Páskafrí


Föstudagurinn 27. mars er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 7. apríl. 

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og vonum að páskaleyfið verði ánægjulegt.

Starfsfólk Síðuskóla
 

Starfskynning 8. bekkjar


Hér má sjá myndir frá starfskynningu 8. bekkinga í dag. Mikið var lagt upp úr því að vanda til verks en nemendur heimsóttu fjölbreytta vinnustaði og útbjuggu kynningarbás frá hverjum stað. Síðan var foreldrum og starfsmönnum boðið í heimsókn til að sjá afraksturinn.

Sýning á starfi nemenda í 3. bekk

Fjölskyldur

Nemendur í 3. bekk voru með sýningu fyrir foreldra og forráðamenn sína og sögðu þeim frá því hvað þau væru búin að vera vinna að síðan um jólin. Nemendur sýndu m.a. frjálsan útsaum, vefnað, þæfingu og  jeppa sem er í smíðum. Einnig sögðu þau frá uppfinningum sem þau hafa verið að hanna sl. daga. Foreldrar og forráðamenn gæddu sér svo á vöfflum sem nemendur höfðu bakað. Hér má sjá nokkrar myndir af verkefnunum þeirra.


Myndapersónuleikur

Hver ţekkir ekki ţessa myndapersónu??

Nemendur skólans halda upp á síðasta skóladag fyrir páska með leik þvert á bekkjardeildir. Hver nemandi fær persónu úr ævintýri og finnur félaga sína. Síðan er farið inn í sal þar sem „ævintýrið“ fær uppgefið stofunúmer og bækur um ævintýrið. Þegar í stofuna er komið lesa þau saman eða hvort fyrir annað, teikna persónurnar og lita, horfa á mynd eða myndbrot um ævintýrið. Tvö „ævintýri“ eru í hverri stofu. 

Nemendaráð hefur haft veg og vanda af skipulagningu leiksins. Þetta er annað árið sem við leikum þennan leik og verður gaman að sjá hvernig gengur. 

Hér má sjá myndir frá deginum


Lestrarkeppni í 4. og 5. bekk


Í dag var tilkynnt um úrslit í árlegri lestrarkeppni milli 4. og 5. bekkjar. Keppnin stóð frá 2. - 18. mars og krakkarnir lásu samtals 28858,5 blaðsíður. 

Ísafold Kelley í 5. HB fékk viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur. Í hverjum bekk fékk einn nemandi sérstaka viðurkenningu fyrir dugnað og þrautseigju þau hlutu Arnviður Bragi Pálmason 4. MB, Thomas Árni Black 4. SES, Hildur Arnarsdóttir 5. HB og Klara Fönn Arnedóttir 5. JÁ. 

Síðan voru veitt viðurkenningarskjöl og bókaverðlaunin Stiklað á stóru um býsna margt eftir Bill Bryson til lestrarhesta sem eru þeir nemendur sem lásu mest og til þeirra sem sýndu mestan dugnað og þrautseigju. Lestrarhestarnir eru Páll Kristþór Sveinsson í 4. MB, Kristín Lind Arnþórsdóttir í 4. SES, B. Irena Sunna Björnsdóttir í 5. HB og Sigrún Lilja Jóhannsdóttir í 5. JÁ.

Þeir sem hlutu viðurkenningu fyrir mestan dugnað og þrautseigju eru Kristjana Rán Arnardóttir í 4. MB, Jóhanna María Gunnarsdóttir í 4. SES, Magnús Máni Ólafsson í 5. HB og Aron Daði Björnsson í 5. JÁ.

Að lokum var tilkynnt um úrslit í bekkjarkeppninni en í þetta sinn vann 5. bekkur og varði titil sinn frá því í fyrra þegar hópurinn var í 4. bekk. Hér má sjá fleiri myndir

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn