Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Nýjustu fréttir

Námsgagnalistar fyrir skólaáriđ 2014-2015Námsgagnalista fyrir veturinn 2014-2015 má finna hér.


Sumarfrí til 21. ágúst

Svaka góđar pylsur....
Nú er skólaárið á enda og lauk því með umhverfisdögum þar sem námið fór fram utandyra. Það má með sanni segja að veðrið hafi leikið við okkur þessa daga en seinni daginn var endað á grillveislu í stóra inngarðinum í rjómablíðunni sem sést á þessum myndum. Útskrifaðir voru 54 nemendur frá skólanum og óskum við þeim til hamingju og velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Að lokum viljum við þakka ykkur fyrir ánægjulegt samstarf í vetur og vonum að þið hafið það gott í sumarleyfinu.


Skólinn hefst að nýju með  skólasetningu þann 21. ágúst.

Með sumarkveðju,

Starfsfólk Síðuskóla


Skólaslit í Síđuskóla

Skólaslit í Síðuskóla verða föstudaginn 6. júní sem hér segir:

Kl.   9:00   1. - 4. bekkur á sal Síðuskóla

Kl. 10:00   5. - 9. bekkur á sal Síðuskóla

Kl. 17:00   10. bekkur í Glerárkirkju


Sápufótbolti

Ţađ var stundum erfitt ađ fóta sig!

Í dag var síðasta umbun skólaársins hjá 6. bekk. Þessir hressu krakkar létu rigningu og heldur svalt veður ekki stoppa sig í að fara í sápufótbolta úti.

Gunni húsvörður útbjó þennan fína völl og svo var spilaður fótbolti með miklum tilþrifum. Í lokin var boltanum hent útaf og allir skemmtu sér saman.

Hér má sjá fullt af skemmtilegum myndum!


UmhverfisdagarEins og fram kom í fréttabréfinu eru umhverfisdagar 4. og 5. júní. Þá munu árgangar fara um bæinn og nágrenni hans og læra á umhverfið og leika sér í leiðinni. Skóladegi lýkur 12:30 þessa daga.

Dagskrá hjá hverjum árgangi má sjá hér.


Hestar og Óli prik

Óli prik!

Í síðustu viku bauð foreldri  nemanda í 2. bekk okkur á hestbak. Við fórum hjólandi upp í hesthúsahverfi en þegar þangað var komið fengu allir að prófa að fara á bak stuttan hring. Við sáum marga fallega hesta og fengum Svala og snúð. Þetta var mjög skemmtileg ferð en það komu ekki allir alveg heilir heim því það urðu nokkur minniháttar hjólaslys á leiðinni heim. Ekki alvarleg þó sem betur fer.

Í fyrradag komu svo krakkarnir úr 2. bekk í Giljaskóla í heimsókn til okkar. Við borðuðum saman nestið og fórum svo út að kríta. Þá varð þessi líka risastóri Óli prik til!

Hér má sjá myndir frá atburðunum.


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn