Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Nýjustu fréttir

Námsgagnalistar

Námsgagnalista fyrir skólaárið 2015-2016 má finna hér.

SkólalokGrill í innigarđinum


Í dag var síðasti skóladagur nemenda í Síðuskóla þetta skólaárið. Nemendur fóru út um allan bæ og  unnu ýmis verkefni. Þegar krakkarnir fóru að tínast aftur í hús upp úr hálf tólf biðu þeirra grillaðar pylsur og safi sem þau gerðu góð skil.  Smelltu hér til að skoða myndir.                      


Ljósmyndamaraţon

Hvađ ćtli ţetta eigi ađ vera???

Í dag 4.júní var ljósmyndamaraþon í 8.bekk þar sem ýmis hugtök voru fönguð með ljósmyndatækni nútímans, þ.e.a.s. símum nemenda. Myndirnar voru misgóðar eins og gengur en hér eru sýnishorn af því hvernig þau unnu út frá hugtökunum. Dagurinn heppnaðist vel og margar mjög skemmtilegar myndir bárust.  Úrslit verða kunngjörð á morgun á skólaslitum og myndasyrpa sigurvegaranna verður þá jafnframt birt á heimasíðunni.


Umhverfisdagar

Gaman saman
Síðustu skóladagarnir eru alltaf svolítið öðruvísi. Þá fara nemendur út og vinna ýmis verkefni eða skoða og kynnast einhverju spennandi í umhverfinu. 5. bekkur er búinn hafa í nógu að snúast og hér má sjá hvað þau hafa verið að gera og nokkrar myndir frá þeirra ferðum og ævintýrum.

Skólaslit


Skólaslit í Síðuskóla vorið 2015 verða föstudaginn 5. júní.

1. - 4. bekkur mætir klukkan 9.00 á sal Síðuskóla.
5. - 9. bekkur mætir klukkan 10.00 á sal Síðuskóla.
10. bekkur klukkan 15.00 í Glerárkirkju. Að útskriftarathöfn lokinni er kaffi og meðlæti í Síðuskóla í boði 10. bekkjar.
 

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn