Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Nýjustu fréttir

Litla upplestrarkeppnin


Lestrarkeppni 4. og 5. bekkja 2014

Nú er lestrarkeppninni milli 4. og 5. bekkja lokið en hún stóð yfir í tvær og hálfa viku eða frá 24. mars til 9. apríl. Alls lásu nemendur hvorki meira né minna en 35.443 blaðsíður eða að meðaltali 521 bls. á mann.

Viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í 5. bekk fékk Halldór Birgir Eydal og viðurkenningu fyrir mikinn dugnað í 5. bekk fékk Jóhann Ingi Gunnarsson.

Lestrarhestar og þeir sem sýndu mestar framfarir fá í verðlaun bókina Ferðahandbók fjölskyldunnar sem Mál og menning gefur út. Þetta er sérstaklega skemmtileg og fróðleg bók til að hafa með sér í ferðalagið og bendir manni á marga spennandi staði fyrir börn til að skoða og upplifa.

Lestrarhestar í 4. bekk eru: B. Írena Sunna Björnsdóttir og Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir. Mikla eljusemi og mjög góðan árangur í 4. bekk sýndu Ísafold Kelley og Telma Þorvaldsdóttir 

Lestrarhestur í 5. bekk HL er Tryggvi Snær Hólmgrímsson og mestar framfarir sýndi Jóhann Sverrir Elfarsson.  Lestrarhestur í 5. bekk SEB er Sóley Gunnarsdóttir og mestar mestar framfarir sýndi Tinna Huld Sigurðardóttir.

Og hvort var það svo 4. eða 5. bekkur sem vann þessa keppni???? Það var mjög mjótt á mununum en þegar öll atkvæði höfðu verið talin kom í ljós að........það var 4. bekkur, en þau lásu hvorki meira né minna en  19.163 blaðsíður samtals.

Myndir af þessum lestrarsnillingum.


Ćvintýraleikur Nemendaráđs


Það var mikið fjör þegar allir nemendur skólans tóku þátt í Ævintýraleik Nemendaráðs í dag. Þá fengu nemendur nöfn ævintýrapersóna og þurftu síðan að fara af stað og finna alla í þeirra ævintýri.

Þetta er í fyrsta skipti sem leikurinn er prófaður og greinilega nokkur atriði sem þarf að slípa en í heildina gekk leikurinn mjög vel og gaman að fylgjast með samvinnu nemenda úr öllum deildum skólans.

Myndirnar tala sínu máli.Fiskiskođun


Í framhaldi af ferð 4. bekkjar til Samherja í síðustu viku komu tveir feður í árganginum færandi hendi. Stofan fylltist af allskyns fiskitegundum sem voru skoðaðar í bak og fyrir. Okkur til aðstoðar var Elías, faðir í bekknum, sem sagði krökkunum frá sjómennskunni og veiðum. Nemendum í 1. – 3. bekk var einnig boðið í heimsókn að skoða og vakti það mikla hrifningu.

Heimsóknin til Samherja og fiskiskoðunin í skólanum er framtak foreldra í bekknum og þökkum við þeim kærlega fyrir þessa frábæru samvinnu.

Sjá myndir hér.


Meira um Skólahreysti

Liđ Síđuskóla
Undankeppni Skólahreysti fór fram í mars og fimm þættir um keppnina verða sýndir á föstudagskvöldum í Ríkissjónvarpinu í apríl. Síðuskóli mun verða einn af þeim tólf skólum sem sem keppa til úrslita í Laugardalshöll föstudaginn 16. maí í beinni útsendingu í Sjónvarpinu

Landsbankinn er aðal styrktaraðili Skólahreysti og á heimasíðu hans má finna margar skemmtilegar myndir úr keppninni.

Heimsókn til Samherja


4. bekk í Síðuskóla var boðið í heimsókn í Samherja í síðustu viku. Þar fengu þau góða leiðsögn um vinnsluna sem Þorvaldur, Hákon og Sólveig sáu um. Þetta var mjög fræðandi og skemmtileg ferð og kunnum við Þorvaldi sem bauð okkur bestu þakkir fyrir. 

Í framhaldi af þessari ferð fá krakkarnir svo að skoða og vinna með ýmsar fisktegundir í skólanum sem feður í bekknum færðu okkur. 

Hér má sjá myndir frá heimsókninni, takk kærlega fyrir okkur.


Úrslit í stóru upplestrarkeppninni

Úrslit í stóru upplestrarkeppninni fóru fram á miðvikudag í Menntaskólanum. Fulltrúar Síðuskóla Jörundur Traustason og Emelía Kolka Ingvarsdóttir stóðu sig með mikilli prýði og þurfti varamaðurinn Fanney Rún Stefánsdóttir ekki að hlaupa í skarðið.

Skólastjórinn okkar tók heilan helling af myndum sem má sjá hér.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn