Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Nýjustu fréttir

Jólakveđja


Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða


Nemendur mæta að nýju í skólann þriðjudaginn 6. janúar samkvæmt stundaskrá.


8.bekkur í Lögmannshlíđ

Hluti af hópnum sem heimsótti Lögmannshlíđ
Litlu-jólin hjá 8.bekk enduðu á óhefðbundinn hátt í dag, því krakkarnir örkuðu upp í Lögmannshlíð - eldri borgara heimilið við skólann, sungu fyrir íbúa þar, færðu þeim smákökur og spjölluðu við þá um jólin fyrr og nú.  Komust að mörgu fróðlegu t.d. að einn íbúinn hafði í sinni æsku fengið jólatré sem faðir hennar hannaði og smíðaði úr mörgum trjágreinum.

Það var gaman að sjá hvað íbúarnir glöddust yfir þessari stuttu heimsókn og krakkarnir höfðu líka gaman af þessu. Hér eru myndir af heimsókninni.

Landafrćđiverkefni hjá 5. bekk


Í dag lauk kynningu hjá 5. bekk á landafræðiverkefni sem nemendur hafa verið að vinna síðustu vikur. Þetta var hópverkefni þar sem nemendur skiptu Íslandi á milli sín og unnu kynningu á hverjum landshluta fyrir sig. 

Svíasamstarfiđ - myndband

Þegar Svíarnir, sem eru í samstarfi við okkur í forritun, komu hingað í nóvember tóku þeir ferðina upp og hafa nú gert myndband um heimsóknina í Síðuskóla.   Þeir sem hafa áhuga geta kíkt á þetta hér.


Síđasta vika fyrir jólafrí


Nú er síðasta vika fyrir jólafrí. Kennsla verður með hefðbundunum hætti þessa viku nema föstudaginn 19. desember þegar litlu jól nemenda verða haldin. Allir nemendur mæta í sínar heimastofur klukkan 9:00. Um helmingur dvelur í stofum með umsjónarkennara en hinir fara á sal og horfa á helgileik 6. bekkinga og síðan er skipt. Að lokum dansa allir saman kringum jólatré í íþróttasalnum og lýkur þeirri skemmtun klukkan 11:00. Þá hefst jólafrí nemenda en nemendur mæta aftur í skólann þriðjudaginn 6. janúar klukkan 8:00.

Samrćmd könnunarpróf

Búið er að laga samantekt á niðurstöðum samræmdra prófa í Síðuskóla síðustu ár eftir leiðréttingu Námsmatsstofnunar. 


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn