Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Nýjustu fréttir

6. bekkur á veiđum međ Húna

Stoltur veiđimađur

Á fimmtudaginn var 6. bekk boðið í siglingu með Húna II. Krakkarnir fengu fræðslu frá Hafró um borð og síðan var rennt fyirir fisk í blíðskaparveðri. Að lokum var partur af aflanum grillaður og allir fóru alsælir heim með fisk í poka.

Myndir úr ferðinni má sjá hér ásamt fleiri myndum frá vinnu fyrstu daganna.  


Skólabyrjun ágúst 2014

Skólasetning í Síðuskóla verður fimmtudaginn 21. ágúst. Nemendur mæta á setningu í sal skólans en síðan verður stutt stund með umsjónarkennara í stofum.  Nemendur sem hefja nám í 1. bekk verða boðaðir í viðtal ásamt foreldrum hjá umsjónarkennara 21. eða 22. ágúst.

2. - 4. bekkur klukkan 9:00
5. - 7. bekkur klukkan 9:30
8. - 10. bekkur klukkan 10:00 

Föstudaginn 22. ágúst verður skóli samkvæmt stundaskrá nema hjá 1. bekk þar sem enn verða foreldraviðtöl. Nemendur í 1. bekk mæta mánudaginn 25. ágúst og eiga þá stuttan skóladag en þriðjudaginn 26. ágúst mæta þeir skv. stundaskrá. 

Kennarar við skólann hefja störf föstudaginn 15. ágúst.

Námsgagnalistar fyrir skólaáriđ 2014-2015Námsgagnalista fyrir veturinn 2014-2015 má finna hér.


Sumarfrí til 21. ágúst

Svaka góđar pylsur....
Nú er skólaárið á enda og lauk því með umhverfisdögum þar sem námið fór fram utandyra. Það má með sanni segja að veðrið hafi leikið við okkur þessa daga en seinni daginn var endað á grillveislu í stóra inngarðinum í rjómablíðunni sem sést á þessum myndum. Útskrifaðir voru 54 nemendur frá skólanum og óskum við þeim til hamingju og velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Að lokum viljum við þakka ykkur fyrir ánægjulegt samstarf í vetur og vonum að þið hafið það gott í sumarleyfinu.


Skólinn hefst að nýju með  skólasetningu þann 21. ágúst.

Með sumarkveðju,

Starfsfólk Síðuskóla


Skólaslit í Síđuskóla

Skólaslit í Síðuskóla verða föstudaginn 6. júní sem hér segir:

Kl.   9:00   1. - 4. bekkur á sal Síðuskóla

Kl. 10:00   5. - 9. bekkur á sal Síðuskóla

Kl. 17:00   10. bekkur í Glerárkirkju


Sápufótbolti

Ţađ var stundum erfitt ađ fóta sig!

Í dag var síðasta umbun skólaársins hjá 6. bekk. Þessir hressu krakkar létu rigningu og heldur svalt veður ekki stoppa sig í að fara í sápufótbolta úti.

Gunni húsvörður útbjó þennan fína völl og svo var spilaður fótbolti með miklum tilþrifum. Í lokin var boltanum hent útaf og allir skemmtu sér saman.

Hér má sjá fullt af skemmtilegum myndum!


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn