Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Nýjustu fréttir

Náttúrufrćđingur Síđuskóla

Náttúrufrćđingur Síđuskóla og ţeir sem hlutu viđurkenningu fyrir góđa frammistöđu.
Í dag var tilkynnt um sigurvegara í keppninni um Náttúrfræðing Síðuskóla. Að þessu sinni var Sóley Brattberg Gunnarsdóttir í 6. SEB  hlutskörpust með 11 atriði rétt af 15. 

Að auki fengu fimm nemendur viðurkenningu fyrir góða frammistöðu eða þau Aníta Mist Fjalarsdóttir í 2. bekk, Aldís Þóra Haraldsóttir 4. SES, Sara Dögg Sigmundsdóttir 5. JÁ, Ásbjörn Guðlaugsson 7. KH og Fanney Rún Stefánsdóttir 8. SFS. 

Við óskum þessum krökkum til hamingju með frábæra frammistöðu.

Dagur íslenskrar náttúru

Akureyri

Í dag 16. september er dagur íslenskar náttúru. 
Í Síðuskóla var dagurinn haldinn hátíðlegur, allir nemendur skólans nutu náttúrunnar á einhvern hátt og hefðbundið skólastarf var sett til hliðar. Hver árgangur fór á ákveðinn stað í bæjarlandinu eins og undanfarin ár. 
1. bekkur fór í Sílabás og nemendur 2. bekkjar gengu í trjálundinn milli Skarðshlíðar og Seljahlíðar og dvöldu þar við leik og nám. Nemendur 3. bekkjar fóru í Krossanesborgir og 4. bekkur í Naustaborgir. Krakkarnir í 5. bekk heimsóttu gömlu gróðrarstöðina í innbænum. Kennarar og nemendur 6. bekkjar gengu niður með Gleránni og 7. bekkur gekk svokallaðan fræðslustíg frá Háskólanum á Akureyri, suður á Brekku og fékk á leiðinni ýmsa fræðslu og leysti verkefni. Krakkarnir í 8. bekk fóru inn í Innbæ þar sem kennarar voru búnir að undirbúa spjaldtölvu og snjallsímavænan ratleik. 9. bekkingar heimsóttu endurvinnsluna á Hlíðarvöllum og gengu Lögmannshlíðarhring á eftir og 10. bekkingar gengu á Súlur. 

Eins og fyrri daginn þegar við í Síðuskóla ákveðum að bregða okkur út lék veðrið við okkur en það hefur auðvitað mikið um það að segja hvernig svona dagar lukkast. Síðast en ekki síst má nefna að leitin að Náttúrufræðingi Síðuskóla árið 2014 fór fram í morgun þar sem nemendur í 2. bekk og eldri spreyttu sig í því að bera kennsl á fugla, plöntur og íslenskt landslag. Úrslit verða tilkynnt á fimmtudagsmorguninn þar sem stigahæsti nemandinn er Náttúrfræðingur Síðuskóla 2014 en einnig eru veittar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu eftir stigum.  

Afmćlishátíđ Síđuskóla

Völundarhús
Afmælishátíð Síðuskóla þann 11. september heppnaðist afar vel. Um morguninn glímdu nemendur við ýmis óhefðbundin verkefni s.s. dans, parkour, spilaborgir, föndur og þrautir svo dæmi séu nefnd. Úti á nýja grillinu voru grillaðar pylsur sem vafðar voru inn í deig. Gleðin skein úr hverju andliti og veðrið lék heldur betur við okkur. Um helmingur stöðvanna var utan dyra og þá skiptir miklu máli að veðurguðirnir séu okkur hliðhollir. Seinni part dags tóku kennarar á móti nemendum en þá fóru þeir elstu í ratleik en aðrir spiluðu og sungu. 

Hátíðardagskrá hófst svo á sal þar sem skólastjóri flutti erindi og tók á móti gjöfum. Margir tóku þátt í skrúðgöngu um hverfið og að henni lokinni fengu gestir að gæða sér á glæsilegum afmælistertum sem matráður og aðstoðarmenn höfðu unnið hörðum höndum við að útbúa. 

Enn lék veðrið við okkur og margir kusu að dvelja utan dyra þar sem hægt var að hlusta á lifandi tónlist, grilla sykurpúða og leika í hoppukastala, kríta og blása sápukúlur. Starfsfólk skólans þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn og má þar sérstaklega nefna foreldrafélag skólans og þeim gestum sem glöddu okkur með nærveru sinni.

Það var mikið á hátíðinni og má finna myndir hér og enn er verið að bæta fleiri myndum við.

Skólahlaupiđ 2014

Ţau voru sigurvegarar dagsins
Í dag fór skólahlaupið fram í Síðuskóla. Þar hlupu margir efnilegir hlauparar og frábær árangur hjá nemendum. Nemendum er skipt í 3 hópa, yngsta stig, miðstig og elsta stig og síðan kynjaskipt í hópunum. Hlaupið fór í alla staði vel fram í frábæru veðri og hér fyrir neðan má sjá úrslitin í öllum flokkum.

Fyrstu myndir frá hlaupinu eru komnar inn á síðuna.


ÚRSLIT


STRÁKAR 8. - 10. bekkur.

1. Ragúel Pino Alexandersson 8.B 08: 14

2. Haukur Brynjarsson 9.SJ 08:33

3. Hilmir Kristjánsson 10.HK 08:42

 

 

STELPUR 8. -10. bekkur.

1. Hulda Karen Ingvarsdóttir 8.BJ 09:14

2. Ágústa Dröfn Petursdóttir 9.SJ 09:38

3. Helga Klemenzdóttir 10.HK 09:53

 

 

STRÁKAR 5. - 7. bekkur.

1. Sigfús Fannar Gunnarsson 7.KH 09:07

2. Aron Ingi Magnússon 5.HB 09:14

3. Elmar Þór Jónssón 7.KH 09:20

 

 

STELPUR 5. - 7. bekkur.

1. Írena Sunna Björnsdóttir 5.HB 10:09

2. Andrea Ýr Reynisdóttir 7.KH 11:40

3. Vaka Jónsdóttir 7.KH 12:31

 

 

STRÁKAR 1. - 4. bekkur.

1. Ingimar Arnar Krístjánsson 4.MB 10:40

2. Viktor Smári Ingusson 3.MBT 10:54

3. Daníel Hrafn Ingvarsson 3.ASR 10:55

 

 

STELPUR 1. - 4. bekkur.

1. Kristel Eva Gunnarsdóttir 4.MB 10:58

2. Sólveig Alexandra Jónsdóttir 4.SES 11:20

3. Rakel Alda Steinsdóttir 4.MB 12:50


Afmćli Síđuskóla

Afmćlisbođskort

Boðskort

Í haust eru 30 ár frá því Síðuskóli hóf starfsemi sína. Af því tilefni er foreldrum, fyrrum starfsmönnum og öðrum velunnurum boðið í hátíðardagskrá og kaffi þann 11. september klukkan 16:30 í íþróttahúsinu. Allir velkomnir.


Í heimsókn hjá Nökkva


Á fimmtudag, 5.september  tók 6.bekkur strætó niður í  Nökkva, siglingaklúbb. Þar var tekið vel á móti okkur og allir fengu að prófa báta og fara með spíttbát. Veðrið gat ekki verið betra og dagurinn var frábær.

Hérna má sjá myndir úr ferðinni.


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn