Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Nýjustu fréttir

Leitin ađ Karamellukrukkunni

Eygló og Soffía Karen í 8. bekk
Leitin að Karamellukrukkunni er hluti af Leitinni að Grenndargralinu.   Það voru þær Eygló Ástþórsdóttir og Soffía Karen Erlendsdóttir úr Síðuskóla sem fundu krukkuna í þetta sinn.  Þær voru ekki nema 15 mínútur að því sem er nýtt met. Krakkarnir fengu vísbendingu sem var nokkurs konar fjársjóðskorts og vísaði að lokum að lítilli trjáhríslu ofan við Nonnastein. Þetta var glæsilegur árangur hjá Eygló, Soffíu og aðstoðarfólki þeirra. Nú vonum við að nemendur Síðuskóla verði jafn kappsamir þegar kapphlaupið um sjálft Grenndargralið fer fram. Nánari upplýsingar um Grenndargralið má finna á vefslóðinni www.grenndargral.is

Mikil mengun utandyra í dag

Í dag mælist umtalsverð mengun á Akureyri vegna Eldgossins í Holuhrauni. Ekki er um hættuástand að ræða en talið óhollt að vera utandyra. Við höfum þess vegna okkar nemendur innandyra í frímínútum í dag. Hægt er að fylgjast með mengunarmæli á Akureyri hér.

Námskeiđ hjá ADHD samtökunum

Laugardagana 1. nóvember og 8. nóvember verða ADHD samtökin með fræðslunámskeið fyrir foreldra. Nánari upplýsingar og skráning er á vef ADHD samtakanna, www.adhd.is.

Ball, ball, ball


Miðvikudaginn 29. október verða haldin Hrekkjavökuböll fyrir, annars vegar 1. - 2. bekk klukkan 16:00-17:30 og hins vegar 3. - 4. bekk klukkan 18:00-19:30.

Fimmtudaginn 30. október verður svo Hrekkjavökuball fyrir 5. - 7. bekk klukkan 18:00-20:00.

Böllin eru á vegum 10. bekkjar og eru liður í söfnun fyrir vorferðalag árgangsins. Það kostar 300 krónur inn á ballið fyrir 1. - 2. bekk en 400 krónur á hin böllin. Veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn.

Verðlisti í sjoppu: Bland í poka 150 krónur, Svali 100 krónur, ýmis sælgætisstykki 50-150 krónur og á ballinu fyrir 5. - 7. bekk verður selt gos á 200 krónur.

Á staðnum verður draugahús og spákona.

Hlökkum til að sjá ykkur
10. bekkingar

Jól í skókassa

Ţađ má koma ýmsum góđum hlutum í lítinn kassa!
Líkt og á síðasta ári tekur 7. bekkur þátt í verkefninu JÓL Í SKÓKASSA ásamt umsjónarkennurum sínum. Pakkarnir verða sendir til Úkraínu til barna sem búa við slæm skilyrði.

Í verkefninu safna nemendur í skókassa, sem jólapappír er settur utan um,  gjöfum handa stelpu eða strák á ákveðnum aldri. Krakkarnir mega koma með dót að heiman, fara á Herinn, Fjölsmiðjuna eða Rauða krossinn og kaupa nytsamlega hluti.

Júdókynning

Komum nú og tökumst á.....
Við fengum góðan gest í heimsókn til að kynna júdó fyrir nemendum. Jón Óðinn Jónsson eða Ódi eins og margir þekkja hann mætti í íþróttatíma og sýndi og sagði frá. Það var mikið líf og mikill áhugi sem nemendur sýndu. Það voru líka margir sem þekktu Óda, fullt af nemendum sem eru að æfa hjá honum. 

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn