Velkomin í Síđuskóla

Síðuskóli á Akureyri

Nýjustu fréttir

Jól í skókassa

Sjöundi bekkur tekur þátt í verkefninu ,,Jól í skókassa“ ásamt umsjónarkennurum. Pakkarnir verða sendir til Úkraínu til barna sem búa við slæm skilyrði.

Verkefnið gengur út á að nemendur safna í skókassa, sem jólapappír er settur utan um,  gjöfum handa stelpu eða strák á ákveðnum aldri. Þau vinna 2-3 saman og hugmyndin er að börnin leggi til 1000 krónur hvert. Beðið er um ákveðna hluti í pakka eins og tannbursta og tannkrem. Svo má setja skóladót, leikföng, húfu, vettlinga, trefil, sápu, þvottapoka, eða hvað annað sem krökkunum dettur í hug.

Ef einhver á ömmu eða afa sem prjóna væri hægt að biðja þau að leggja eitthvða til J. Beðið er um að notuð föt séu hrein, ekki slitin eða skítug. Þeir frábiðja sig stríðstólum hvers konar, brothættum hlutum og spilastokkum. Í Úkraínu tengjast spilastokkar fjárhættuspilum sem er stórt vandmál þar í landi. Við óskuðum eftir nammi hjá  Nóa/Síríus þar sem óskað er eftir slíku í kassana. Sölustjóri þeirra Norðanlands tók vel í beiðnina og tekur þátt í verkefninu með okkur.

Krakkarnir mega koma með dót að heiman, fara á Herinn, Fjölsmiðjuna eða Rauða krossinn og kaupa nytsamlega hluti.

Hér er krækja á verkefnið sem hægt er að skoða.


Veiđiferđ međ Húna


Frábær veiðiferð var farin með Húna 29. ágúst s.l. Það var mikið veitt sem bátsverjar grilluðu fyrir okkur og allir fengu að smakka.


Páskaföndur 2013

Myndir frá páskaföndri í 5. bekk

Í Kiđagili


Dagana 23. - 25. apríl var 4. bekkur í skólabúðum á Kiðagili í Bárðardal. Hér eru nokkrar myndir frá dvölinni en fleiri verða settar inn í næstu viku.

 


Dagur íslenskrar tungu 2011


Á degi íslenskrar tungu 2011 fór 4. bekkur í heimsókn á Krógaból og heilsaði upp á tilvonandi skólasystkini sín. Það voru teknar margar myndir og eins og sjá má á myndunum hér fór allt vel fram.

Dagur íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu hittust krakkarnir í 1. og 5. bekk og unnu saman verkefni tengdum málsháttum og orðtökum. Þessi vinna var mjög skemmtileg og gefandi fyrir alla. Þessir bekkir eru vinabekkir og hittast reglulega og vinna saman.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn