Stóra upplestrarkeppnin 2019

Miðvikudaginn 20. febrúar var undankeppni stóru upplestrarkeppninnar haldin hér í Síðuskóla. Þá lásu 10 nemendur úr 7. bekk en það voru þeir sem höfðu komist áfram eftir fyrstu umferð þegar allir nemendur lásu ljóð og texta. Allir stóðu sig mjög vel og voru skólanum til sóma.

Valdir voru tveir aðalfulltrúar og einn varafulltrúi til að taka þátt í úrslitum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin verður í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri. Þeir nemendur úr Síðuskóla sem valdir voru í ár eru Christine Lea og Sigrún Freygerður sem aðalmenn og Emma Líf til vara. Sigfríður Birna spilaði á gítar í hléi meðan dómarar réðu ráðum sínum. Hér má sjá myndir frá keppninni, en myndin sem fylgir fréttinni er af vinningshöfum ásamt dómurunum, þeim Fjólu Kristínu Helgadóttur og Arnari Má Arngrímssyni.