Fótboltamót mið- og unglingastigs

Að undanförnu hafa verið haldin fótboltamót á unglingatigi og á miðstigi. Keppt er á milli bekkja með innanhúsfótboltafyrirkomulagi. Keppnirnar hafa reynst hin besta skemmtun fyrir krakkana og hart barist en heiðarlega. Sigurvegarar á unglingastigi voru stelpurnar í 10. ÞÓ og strákarnir í sama bekk báru sigur úr býtum í piltaflokknum. Á miðstigi þurfti 6. bekkur að senda eitt lið vegna fámennis og stóð það uppi sem sigurvegari. Í fimmta bekk var það sama uppi á teningnum hjá stelpunum, eitt lið frá þeim en sigurvegarar þar urðu 7.JS. Hér má sjá myndir sem teknar voru í einum leiknum og á verðlaunaafhendingunni.

Að undanförnu hafa verið haldin fótboltamót á unglingatigi og á miðstigi. Keppt er á milli bekkja með innanhúsfótboltafyrirkomulagi. Keppnirnar hafa reynst hin besta skemmtun fyrir krakkana og hart barist en heiðarlega. Sigurvegarar á unglingastigi voru stelpurnar í 10. ÞÓ og strákarnir í sama bekk báru sigur úr býtum í piltaflokknum. Á miðstigi þurfti 6. bekkur að senda eitt lið vegna fámennis og stóð það uppi sem sigurvegari. Í fimmta bekk var það sama uppi á teningnum hjá stelpunum, eitt lið frá þeim en sigurvegarar þar urðu 7.JS. Hér má sjá myndir sem teknar voru í einum leiknum og á verðlaunaafhendingunni.