Grunnmenntun PMT

Í morgun var útskrift úr grunnmenntun PMT hér á Akureyri. Í þessum hóp voru tveir starfsmenn Síðuskóla, þær Systa og Halla. Námskeið þetta er ætlað fagfólki sem kemur að vinnu með börnum sem sýna hegðunarerfiðleika. Við óskum þeim Systu og Höllu innilega til hamingju með þennan áfanga og látum hér fylgja mynd sem tekin var við útskriftina.