List fyrir alla

Síðasta þriðjudag fengum við góða heimsókn en það var leikrit á vegum verkefnisins List fyrir alla. Í ár var boðið upp á söngleik fyrir 1. – 3. bekk sem heitir Björt í sumarhúsi, en sýningin er eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og textarnir eftir Þórarin Eldjárn. Valgerður Guðnadóttir sá um söng og leik en Hrönn Þráinsdóttir lék undir á píanó.