Náttúrufræðingur Síðuskóla 2018

Fyrsti söngsalur vetrarins var haldinn 5. október sl. þegar 3. og 7. bekkur völdu lög til að syngja á sal. Magni Ásgeirsson kom og lék undir og skapaðist góð stemmning. Við þetta tækifæri voru einnig veittar viðurkenningar fyrir sumarlestrarátak Síðuskóla en einnig var Náttúrufræðingur Síðuskóla 2018 krýndur. Þess má geta að vinningshafinn var að vinna þessa keppni í fimmta skipti. Einn nemandi af hverju stigi fékk síðan viðurkenningarskjal. Hér má sjá myndir.