Norrænar rafbækur

Undanfarin ár hefur dönskukennari í skólanum verið í Nordplus samstarfi við gerð og þýðingu rafbóka. Upphaflega voru það bara Norðurlöndin sem unnu saman að verkefninu en árið 2019 bættust lönd við þar sem Norðurlandbúar sækja skóla, s.s. Þýskaland, Eistland og Litháen. 

Markmið verkefnisins er að tengja löndin saman á auðveldan hátt í gegnum rafrænt bókasafn sem allir hafa aðgang að, ókeypis. Auk þess er kynning á menningu hvers lands í gegnum einfaldan texta sem hentar grunnskólabörnum.
Kennari og nemendur í Síðuskóla hafa búið til bækur og þýtt aðrar af dönsku og sænsku. Nemendur á miðstigi hafa lesið inn á bækur þannig að grunnskólabörn í öðrum löndum geti hlutstað á íslenskuna. Rafbækurnar hafa að geyma ýmsan fróðleik um hvert land og það sem hæst ber á góma í heiminum eins og Heimsmarkmiðin. Bækurnar eru góðar sem yndislestur og í kennslu þar sem hægt er að búa til margvísleg verkefni úr hverri bók. 

Hér má nálgast bækurnar http://atlantbib.org/ en einnig er hægt að fara í flipann "Skólinn" hér að ofan og finna tengil undir "Þróunarverkefni".