Rýmingaræfing

Rýmingaræfing var haldin í skólanum miðvikudaginn 29. maí í samstarfi við Slökkvilið Akureyrar. Reykvél var sett í gang á tengigangi milli A og B ganga og brunakerfið fór í gang.

 Rýmingaræfing var haldin í skólanum miðvikudaginn 29. maí í samstarfi við Slökkvilið Akureyrar. Reykvél var sett í gang á tengigangi milli A og B ganga og brunakerfið fór í gang. Það gekk vel að rýma skólann og allir með útgönguleiðir á hreinu þó allir bekkir hafi flust milli ganga í vikunni á undan. Það tók 2 mínútur og 30 sekúndur að rýma allan skólann, fara í raðir á réttum stað á skólalóðinni, fara yfir bekkjarlista og staðfesta að allir væru komnir út. Æfingar sem þessar eru nauðynlegar og þarna t.d. áttuðum við okkur á að breyta þarf skipulagi á því í hvaða röð bekkirnar raðast miðað við hvar þeir eru staðsettir í skólanum. Það kom einnig í ljós að gríðarlegt magn reiðhjóla heftii för nemenda þar sem þau voru að allt of mörg nálægt inngangni. Hér má sjá myndir frá æfingunni.