Skákdagsmótið 2019

Í vetur hefur verið í boði skákkennsla fyrir nemendur í 3. og 4. bekk Síðuskóla. Nú gefst þessum nemendum og öðrum börnum sem hafa áhuga kostur á að taka þátt í stóru barnaskákmóti sem verður haldið í Brekkuskóla á skákdaginn 26. janúar kl. 10-12. Vandað verður til mótsins í þetta sinn í tilefni af aldarafmæli Skákfélags Akureyrar. Skráning á staðnum frá kl. 9.30.