Skólahald fellt niður frá 13 í dag

Sæl verið þið
Nú er að bæta í veðrið og hefur borist eftirfarandi póstur frá Karli sviðsstjóra:
Almannavarnir Eyjafjarðar mælast til þess að skólahaldi verði hætt fljótlega uppúr hádegi. Nú liggur fyrir að veðurspár ganga eftir, á mörkunum er að hægt sé að halda aðalleiðum opnum hér innanbæjar og því eru meiri líkur en minni á að þegar vindur eykst þá verði verulegar samgöngutruflanir. Skólahaldi verður því hætt í dag kl. 13.00 í dag
Við biðjum ykkur að sækja börnin og þá aðallega þau yngri en betra væri að við værum með það á hreinu að allir komist heim. Frístund fellur niður á sama tíma.
Ég mun svo senda póst í dag með upplýsingum um hvernig fer með morgundaginn. Ég bið um að þið fylgist með heimasíðunni.
Kveðja,
Ólöf