Skólahreysti 2018

Á morgun er keppt í norðurlandsriðli Skólahreystis og eigum við í Síðuskóla titil að verja þar sem við erum ríkjandi Skólahreystimeistarar. Liðið okkar í ár skipa þau Ratipong Sudee, Aron Sveinn Davíðsson, Andrea Ýr Reynisdóttir, Elín Matthildur Jónsdóttir, Sóley Dögg Ágústsdóttir og Elvar Máni Ólafsson. Þau voru við æfingar í morgun og þá var þessi mynd tekin. Áfram Síðuskóli! Hér má sjá myndir frá keppninni í Íþróttahöllinni.