Fréttir

Jólaföndur

Í dag var jólaföndurdagur hjá okkur í skólanum. Búnir voru til alls konar fallegir hlutir og skrifuð jólakort. Nemendur fengu svo heitt kakó í frímínútunum. Hér má sjá skemmtilegar myndir frá deginum.

Lesa meira

Rafmagnslaus dagur í dag!

4. bekkur var með rafmagnslausan dag í dag og fóru nemendur m.a. út með vasaljós í göngutúr í morgun.

 

 

Lesa meira

Setning Litlu og stóru upplestrakeppninnar

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk og Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk voru settar á sal skólans í dag. Ákveðið var að fresta setningunni sem venjulega ber upp á 16. nóvember á Degi íslenskrar tungu. Ástæðan er sú að nemendur og starfsfólk var upptekið í vinnu við árshátíð í síðustu viku.

Keppnin snýst um að æfa upplestur, framburð og framkomu.

Bekkirnir komu á sal og Ólöf Inga skólastjóri ávarpaði hópinn og þau Alrún Eva og Marinó, fulltrúar okkar á síðustu lokahátíð, lásu upp.

Lesa meira

List fyrir alla

Í morgun fengum við góða gesti þegar leikhópurinn Hnoðri í norðri kom með sýninguna Ævintýri á aðventunni sem er hluti af List fyrir alla verkefninu. 1. – 4. komu á sal og horfðu og skemmtu sér vel. Hér má sjá nokkrar myndir af sýningunni.

Lesa meira

Skipulagsdagur mánudaginn 21. nóvember

Mánudaginn 21. nóvember er skipulagsdagur í Síðuskóla.  Þá er engin kennsla en Frístund er opin allan daginn. 

Monday 21 th of November the students will not come to school since the staff works on planning next weeks. 

Frístund is open for those children who are registered. If you are not sure about registering your child, you should make contact to Silfá.

Lesa meira

Verðlisti sjoppa árshátíð

Hér eru upplýsingar um verðlisti fyrir sjoppu á árshátíðarböllunum.

Skalle hauskúpupoki 250.-
Mentos 150.-
Mars 150.-
Twix 150.-
Kitkat 150.-
Stjörnurúlla 100.-
Þristur 50.-

Gos 200.-
Svali 100.-

Lesa meira

Innlit í 1. bekk

Hér má sjá skemmtilegar myndir úr 1. bekk þar sem unnið var á stöðvum í læsisvinnu.

Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Árlega er 8. nóvember tileinkaður baráttunni gegn einelti. Af því tilefni unnu nemendur á unglingastigi Síðuskóla verkefni því tengdu. Nemendur unnu saman í hópum og bjuggu til forvarnarefni gegn einelti. Meðal annars voru útbúin plaköt í Canva, efni sett á padletvegg og búin til myndbönd.

Hér má sjá myndir frá vinnunni. 

Lesa meira