Bókaverðlaun barnanna

Á hverju vori er börnum á aldrinum 6-12 ára boðið að kjósa uppáhalds barnabækur ársins. Nemendur fylla út kjörseðil og skila á bókasafnið.

Barnabókavörður Amtsbókasafnsins safnar saman öllum kjörseðlum frá skólum á Akureyri og dregur út einn heppinn þátttakanda í hverjum skóla.

Að þessu sinni var það Óliver Örn Stefánsson í 3. bekk sem hafði heppnina með sér og fékk fallega og fróðlega bók um líkamann að launum.