Námskeið um félagsfærni og þátttöku

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins vekur athygli á námskeiðinu Félagsfærni og þátttaka sem haldið verður miðvikudaginn 24. mars kl. 13.00-17.00 í Menntasetrinu við lækinn, Hafnarfirði. Hverjum er námskeiðið ætlað? Námskeiðið er ætlað kennurum, öðru starfsfólki í grunn- og framhaldssskólum og þeim sem koma að þjónustu við 12-18 ára nemendur með Aspergersheilkenni eða svipaða röskun á einhverfurófi. Gert er ráð fyrir að þeir sem sækja þetta námskeið hafi lokið grunnnámskeiði. Markmið Að efla þekkingu á sérstökum þörfum einstaklinga með Aspergersheilkenni og svipaðar raskanir. Áhersla verður á þátttöku og færni við ýmis viðfangsefni sem tengjast þátttöku í námi og félagslegum samskiptum, sjálfsmynd og kynheilbrigði. Ennfremur á viðurkenndar leiðir í kennslu og þjálfun félagsfærni hjá þessum nemendum. Að þátttakendur verði betur í stakk búnir til að mæta þörfum nemenda á markvissan hátt með því að nýta einstaklingsáætlanir, félagsleg þjónustuúrræði og þverfaglegt samstarf. Að skapa vetttvang fyrir fagfólk sem fæst við sambærileg verkefni. Efni Fjallað verður stuttlega um einhverfurófið og hvað er líkt og ólíkt með Aspergersheilkenni og einhverfu. Ennfremur um félagslega færni og skilning, einstaklingsáætlanir, yfirfærslu náms og færni og þátttöku í daglegu lífi. Kynntar verða leiðir til að meta og vinna með ofangreinda þætti. Tekið er mið af þörfum barna og unglinga á aldrinum 12-18 ára. Námskeiðið er byggt á fyrirlestrum hópavinnu og umræðum. Umsjón: Laufey I Gunnarsdóttir þroskaþjálfi og Þóra Leósdóttir iðjuþjálfi Skráning á www.greining.is , síma 5108400 eða á netfangi fraedsla@greining.is
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins vekur athygli á námskeiðinu Félagsfærni og þátttaka
sem haldið verður miðvikudaginn 24. mars kl. 13.00-17.00 í Menntasetrinu við lækinn, Hafnarfirði.


Hverjum er námskeiðið ætlað?
Námskeiðið er ætlað kennurum, öðru starfsfólki í grunn- og framhaldssskólum og þeim sem koma að þjónustu við 12-18 ára nemendur með Aspergersheilkenni eða svipaða röskun á einhverfurófi. Gert er ráð fyrir að þeir sem sækja þetta námskeið hafi lokið grunnnámskeiði.
Markmið
Að efla þekkingu á sérstökum þörfum einstaklinga með Aspergersheilkenni og svipaðar raskanir. Áhersla verður á þátttöku og færni við ýmis viðfangsefni sem tengjast þátttöku í námi og félagslegum samskiptum, sjálfsmynd og kynheilbrigði. Ennfremur á viðurkenndar leiðir í kennslu og þjálfun félagsfærni hjá þessum nemendum. Að þátttakendur verði betur í stakk búnir til að mæta þörfum nemenda á markvissan hátt með því að nýta einstaklingsáætlanir, félagsleg þjónustuúrræði og þverfaglegt samstarf. Að skapa vetttvang fyrir fagfólk sem fæst við sambærileg verkefni.
Efni
Fjallað verður stuttlega um einhverfurófið og hvað er líkt og ólíkt með Aspergersheilkenni og einhverfu. Ennfremur um félagslega færni og skilning, einstaklingsáætlanir, yfirfærslu náms og færni og þátttöku í daglegu lífi. Kynntar verða leiðir til að meta og vinna með ofangreinda þætti. Tekið er mið af þörfum barna og unglinga á aldrinum 12-18 ára. Námskeiðið er byggt á fyrirlestrum hópavinnu og umræðum.
Umsjón: Laufey I Gunnarsdóttir þroskaþjálfi og Þóra Leósdóttir iðjuþjálfi

Skráning á www.greining.is , síma 5108400 eða á netfangi fraedsla@greining.is