Þroskaþjálfanemi í sérdeild

Undanfarnar 5 vikur hefur þroksaþjálfanemi verið í verknámi í sérdeildinni. Er hún búin að vera að fylgajast með flestum nemendunum og í dag var síðasti dagurinn hennar. Hún var svo elskuleg og færði deildinni bókina "Kroppurinn er kraftaverk" og þökkum við henni kærlega fyrir þessa gjöf.  Kom hún með þá nýbreyttni í dag að fara í krakkajóga og má sjá nokkrar myndir  hér  frá þeim tíma. Allir skemmtu  sér mjög vel í honum. Við þökkum henni kærlega fyrir samveruna og vonum að henni muni farnast vel í framtíðinni .
Lesa meira

Útivistardagur í Síðuskóla

Nemendur sérdeildar mættu glaðir í skólann í dag og skelltu sér í fjallið. Skemmtu allir sér mjög vel. Hér eru nokkrar myndir af okkar nemendum.
Lesa meira

Málverkasmíði í tilefni 30 ára afmæli Síðuskóla

Í tilefni 30 ára afmælis Síðuskóla gerðu nemendur sérdeildarinnar sameiginlega 4 málverk. Fengu þau ákveðið efni og létu svo ímyndurnaraflið ráða. Hér má sjá nokkrar myndir frá því. Hér má skoða myndirnar
Lesa meira

Umsjónarfélag einhverfra - foreldrahópur Akureyri:

Foreldrahópur á Akureyri ætlar að hittast mánudagskvöldið 14. janúar. kl. 20:00 í húsnæði Þroskahjálpar í Kaupangi. Allir eru velkomnir í hópastarfið. Ekki þarf að tilkynna þátttöku. Nánari upplýsingar veitir Margret Wendel s:8637275.
Lesa meira

Litlu jólin

Nú styttist í litlu jólin hjá okkur í Síðuskóla. Þau verða föstudaginn 21. desember. Ekki komast allir í einu og er skólanum skipt í tvennt. Eftirfarandi bekkir (nemenda í sérdeild) eiga að mæta á þessum tímum. Þeir sem ekki eru í vistun geta verið inni í sérdeild frá kl. 8:00 - 13:00. Vinsamlegast látið Huldu eða aðra starfsmenn sérdeildar vita ef þið viljið nýta ykkur þessa vistun. Litlu jólin kl. 8:30 9. bekkur Litlu jólin kl. 10:30 1. bekkur 6. bekkur 7. bekkur 10. bekkur
Lesa meira

Bautaferð 2012

Þá er hinni árlegu Bautaferð lokið og stendur hún alltaf fyrir sínu. Eins og alltaf var farið að jólakettinum og að skartgripaversluninni til að sjá "jólasveininn sofandi". Var svo farið á Bautann og gætt sér vel á frönskum og gosi - það mikið að sumir höfðu litla list á hádegismatnum. HÉR  má sjá myndir úr ferðinni.
Lesa meira

Föndur á miðstigi og unglingastigi

Nú fer að líða að jólum og því tilvalið að brjóta upp hefðbundið skólastarf og gera eitthvað tengt jólunum. Að sjálfsögðu voru drengirnir festir á "filmu" og má sjá myndir af þeim HÉR
Lesa meira

Framundan hjá nemendum sérdeildar

Nú styttist í jólafrí og margt um að vera þessa daga fram að jólum. Nemendur í 7.-10. bekk munu vera með föndurdag 6. des og þeir sem eru í 4.-6. bekk daginn eftir eða 7. des. Nemendur í 1.-3. bekk ætla að föndra föstudaginn 14. des. Ár hvert hafa nemendur og starfsfólk sérdeildar farið í bæinn og komið við á Bautanum. Hafa nemendur alltaf valið að fá franskar og gos frekar en kakó og kökur. Verður sú ferð farin mánudaginn 10. des. Munum við skoða skreytingar og jólaljós í leiðinni. Liltu jólin verða svo föstudaginn 21. des en ekki er komin tímasetning á þau. Foreldrar verða látnir vita þegar nær dregur. 
Lesa meira

Öðruvísi dagar í Síðuskóla

Nemendaráð Síðuskóla ákvað að brjóta aðeins upp hefðbundið skólastarf og hafa eina viku þar sem allir væru klæddir öðruvísi en þeir eru venjulega. Var vikunni skipt upp í íþróttadag, hattadag, grímudag, jólaþemadag og sparifatadag. Hér má sjá nokkrar myndir.
Lesa meira

Þemadagar 2012

Í október sl. voru þemadagar og að þessu sinni var skólanum breytt í Disney-heim. Unnin voru ýmiskonar verkefni sem tengjast Disney á einhvern hátt. Var mikil fjölbreytni og fundu allir eitthvað við sitt hæfi. Sjá má myndir hér frá þessum dögum.
Lesa meira