Myndir frá Bautaferð 2011

Þann 12. desember síðastliðinn fórum við í sérdeildinni í okkar árlegu jólaferð niður í bæ. Þar skoðuðum við jólaljósin og skreytingarnar og enduðum svo á því að fara á Bautann að fá okkur að borða. Allir skemmtu sér mjög vel og stóðu sig alveg hreint með prýði. Við viljum þakka foreldrum alveg sérstaklega vel fyrir að gera þetta mögulegt. Myndirnar má sjá hér. Með jólakveðju, Sérdeildin
Lesa meira

Myndir frá Bautaferð

Þann 16. desember síðastliðinn fórum við í sérdeildinni í ferð niður í bæ þar sem jólaskreytingar í gluggum voru skoðaðar og jólakötturinn heimsóttur. Ferðin endaði svo á Bautanum þar sem við fengum okkur að borða. Myndirnar er hægt að sjá hér.
Lesa meira

Desember samkoma Umsjónarfélags einhverfra

Foreldrahópur á Akureyri ætlar að hittast þriðjudaginn 14. desember klukkan 20:00 í húsnæði Þroskahjálpar í Kaupangi við Mýrarveg. Kveðja,  Elín M. Lýðsdóttir,elin@hugurax.is
Lesa meira

Foreldrahópar Umsjónarfélags einhverfra

Foreldrahópur á Akureyri ætlar að hittast þriðjudaginn 9. nóvember klukkan 20:00 í húsnæði Þroskahjálpar í Kaupangi við Mýrarveg. Kveðja,  Elín M. Lýðsdóttir, elin@hugurax.is
Lesa meira

Skólabyrjun

/* /*]]>*/ Nú er skólastarfið byrjað aftur eftir sumarfrí. Bæði nemendur og starfsfólk sérdeildar er komið aftur til starfa með kraft og kátínu að leiðarljósi. Í gær var útivistardagur skólans og fóru nemendur í ýmis verkefni útivið og í nánasta umhverfi  enda veðrið mjög gott. Það er því hægt að segja að skólaárið byrji vel.   Við höfum fengið nýtt starfsfólk til okkar, sem og nemendur og  erum viss um að starfið og námið verði  farsælt og gott í vetur.
Lesa meira

Námskeið um félagsfærni og þátttöku

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins vekur athygli á námskeiðinu Félagsfærni og þátttaka sem haldið verður miðvikudaginn 24. mars kl. 13.00-17.00 í Menntasetrinu við lækinn, Hafnarfirði. Hverjum er námskeiðið ætlað? Námskeiðið er ætlað kennurum, öðru starfsfólki í grunn- og framhaldssskólum og þeim sem koma að þjónustu við 12-18 ára nemendur með Aspergersheilkenni eða svipaða röskun á einhverfurófi. Gert er ráð fyrir að þeir sem sækja þetta námskeið hafi lokið grunnnámskeiði. Markmið Að efla þekkingu á sérstökum þörfum einstaklinga með Aspergersheilkenni og svipaðar raskanir. Áhersla verður á þátttöku og færni við ýmis viðfangsefni sem tengjast þátttöku í námi og félagslegum samskiptum, sjálfsmynd og kynheilbrigði. Ennfremur á viðurkenndar leiðir í kennslu og þjálfun félagsfærni hjá þessum nemendum. Að þátttakendur verði betur í stakk búnir til að mæta þörfum nemenda á markvissan hátt með því að nýta einstaklingsáætlanir, félagsleg þjónustuúrræði og þverfaglegt samstarf. Að skapa vetttvang fyrir fagfólk sem fæst við sambærileg verkefni. Efni Fjallað verður stuttlega um einhverfurófið og hvað er líkt og ólíkt með Aspergersheilkenni og einhverfu. Ennfremur um félagslega færni og skilning, einstaklingsáætlanir, yfirfærslu náms og færni og þátttöku í daglegu lífi. Kynntar verða leiðir til að meta og vinna með ofangreinda þætti. Tekið er mið af þörfum barna og unglinga á aldrinum 12-18 ára. Námskeiðið er byggt á fyrirlestrum hópavinnu og umræðum. Umsjón: Laufey I Gunnarsdóttir þroskaþjálfi og Þóra Leósdóttir iðjuþjálfi Skráning á www.greining.is , síma 5108400 eða á netfangi fraedsla@greining.is
Lesa meira

námskeið á vegum Tölvumiðstöðvar fatlaðra

 Það verða mörg spennandi námskeið á vegum tölvumiðstöðvar fatlaðra nú á haustönn. Kíkið á linkinn hér ef þið hafið áhuga! http://www.tmf.is/pages.php?idpage=555
Lesa meira

Nýjar myndir

Vorum að setja inn nýjar myndir frá kaffihúsaferð og myndlistarsýningu sem er hér í skólanum.
Lesa meira

starfsdagur-þemadagar

Þriðjudaginn 4. nóvember n.k. verður starfsdagur kennara. Hann nýtum við til undirbúnings fyrir þemadagana sem verða 11. og 12. nóvember. Þemað í ár er fjölgreind samkvæmt fjölgreindakenningu Gardners. Krakkarnir vinna saman í aldursblönduðum hópum og fara á milli stöðva þar sem í boði verða verkefni sem reyna á mismunandi hæfni/greind. Þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hlökkum til!
Lesa meira