Valgreinar

Valgreinar eiga samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla að vera um 20% námstíma á unglingastigi. Valgreinar sem í boði eru fyrir 8. 9. og 10. bekk skólaárið 2023-2024 má sjá á upplýsingasíðunni hér að neðan. Valblöð fyrir hvern bekk um sig er þar einnig að finna.

Upplýsingasíða fyrir valgreinar skólaárið 2023-2024 (með fyrirvara um breytingar)

 

Hægt er að láta meta skipulagt íþrótta- og tómstundastarf í stað valgreina að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Foreldrar bera alfarið ábyrgð á því að nemendur stundi slíkt og skili staðfestingu óski skólinn eftir því. Að hausti þarf að skila staðfestingu á að nemandinn leggi stund á starf sem meta má og síðar á skólaárinu er kallað eftir upplýsingum um frammistöðu og ástundun nemenda í metna valinu.