Sérdeild

Sérkennari

Sérkennari sér um kennslu sem felur í sér breytingar á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum miðað við það sem öðrum nemendum á sama aldri er boðið upp á. Sérkennari gerir greiningu á námstöðu nemenda og námsáætlun í samstarfi við kennara sem byggir á greiningunni og með hliðsjón af skólanámskrá. Námsáætlun getur tekið til einstaklinga eða hópa og er endurskoðuð með reglulegu millibili. Hann veitir kennurum ráðgjöf varðandi nám, kennslu og námsgögn, aðstoðar kennara við gerð einstaklingsnámskrár fyrir nemendur sem ekki fylgja hefðbundinni áætlun, hefur umsjón með námsgögnum sem tengjast sérkennslu, aflar þeirra eða útbýr gagnasafn.

Starfsmaður í sérdeild

Kennari eða þroskaþjálfi með ábyrgð á kennslu, sér um kennslu sem felur í sér breytingar á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum. Hann sér um og skipuleggur einstaklingsnámskrá í samræmi við metna þörf nemenda, þjálfun og mat á framförum. Hann útbýr félagshæfnisögur eftir því sem við á og aðstoðar aðra kennara við það gerist þess þörf. Hann útbýr kennslugögn og aflar nýrra í gagnabanka. Hann situr í teymi og hefur umsjón með sínum nemendum og sinnir samstarfi við foreldra.