Fréttir

21.06.2022

Sumarkveðja

Nú er skólaárið á enda og um leið og við þökkum samstarfið í vetur óskum við öllum gleðilegs sumars og vonum að allir njóti sín í sumarleyfinu. Skrifstofan lokar nú en opnar að nýju miðvikudaginn 3. ágúst og skólinn verður settur mánudaginn 22. ágúst.

Með sumarkveðju, starfsfólk Síðuskóla.

07.06.2022

Myndir frá umhverfisdögum

Veðrið lék við okkur á umhverfisdögum Síðuskóla þar sem árgangar fóru um bæinn og nágrenni hans, lærðu á umhverfið og léku sér í leiðinni. Vorhátíð FOKS var einnig haldin á skólalóðinni, settir voru upp hoppukastalar og boðið var upp á andlitsmálningu. Að lokum voru grillaðar pylsur í innigarðinum. 

 Hér má sjá fullt af skemmtilegum myndum. 

07.06.2022

Skólaslit Síðuskóla 2022

Síðuskóla var slitið 4. júní síðastliðinn. Nemendur í 1. -9. bekk mættu á skólaslit í skólanum um morguninn og nemendur 10. bekkjar í Glerárkirkju kl. 15 þar sem þeir voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni var 31 nemandi útskrifaður úr 10. bekk. 
Um leið og við óskum 10. bekk innilega til hamingju með útskriftina þökkum við kærlega fyrir samstarfið í vetur.