Fréttir

21.09.2021

Náttúrufræðingur Síðuskóla 2021

Í morgun komu allir nemendur saman á sal skólans. Umhverfisnefnd og nemendaráð skólans kynntu sig, nokkur lög voru sungin og einnig voru veittar viðurkenningar fyrir keppnina Náttúrufræðingur Síðuskóla. Viðurkenningu fyrir góðan árangur fengu Una Lind í 4. bekk, Arnór Elí i 5. bekk, Gunnar Brimir í 8. bekk og Sigrún Freygerður í 10. bekk. Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2021 er Máni Þorsteinsson í 9. bekk. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn. Myndin sem fylgir fréttinni er af Mána, náttúrufræðingi skólans.

Fleiri myndir má sjá hér.

20.09.2021

Hönnunardagur í 9. bekk

Í umhverfisvikunni var 9. bekkur með hönnunardag. Þá var unnið með endurnýtingu og endurhönnun.  

Getum við nýtt gömul föt, plast, pappa og annað rusl og hannað eitthvað nýtt úr því? Er kannski hægt að nýta gamalt dót og rusl og hanna úr því listaverk eða nýta gamlar flíkur og búa til nýjar?

 

Afraksturinn var skemmtilegur og hér má sjá sýnishorn af vinnu nemenda. 

20.09.2021

Umhverfisvika Síðuskóla

Í umhverfisvikunni unnu 3. og 4. bekkur saman verkefni tengd loftslagsmálum, fengu fræðslu um loftslagsbreytingar, ástæður og afleiðingar þeirra. Meðal annarra verkefna þessa viku, var unnið með list- og verkgreinakennurum einn dag þar sem útbúin var jörð, lofthjúpur, sól og það sem er gott og slæmt fyrir jörðina. Afraksturinn sem var stórkostlegur fór upp á vegg á C-gangi. 

 Á degi íslenskrar náttúru fór 4.bekkur upp í Naustaborgir. Nemendur lögðust þar niður í náttúruna og ímynduðu sér að þeir væru fyrstu manneskjurnar á jörðinni og réðu hvernig náttúran í kringum þá liti út. Þeir týndu ýmsar plöntur og annað sem fannst í Naustaborgum og eftir matinn teiknuðu þeir mynd af sér í sínu uppáhaldsumhverfi.  

 Á degi læsis var 3. og 4. bekk skipt niður í nokkra bókaklúbba. Hver klúbbur las saman eina bók, sögðu frá innihaldi hennar og teiknuðu mynd sem lýsti vel bókinni. 

Hér má sjá myndir frá vinnunni í 3. og 4. bekk ásamt myndum frá 1. og 2. bekk. 

07.09.2021

Gönguferð