Fréttir

26.09.2022

Aðalfundur FOKS

Sælir foreldrar, forráðamenn og kennarar barna í Síðuskóla.

Aðalfundur Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla FOKS verður haldinn fimmtudaginn 29. september klukkan 20 í stofu B7 (gengið inn um íþróttahús).


Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Ársreikningur félagsins lagður fram
4. Kosning í stjórn - núverandi stjórn gefur kost á sér áfram
5. Kosning í nefndir - vantar tvo nýja aðila í Skólaráð
6. Ákvörðun um árgjald félagsins
7. Önnur mál

Stjórn FOKS vonast til að sjá sem flesta á fundinum. Ef einhver hefur áhuga á að vera í skólaráði en kemst ekki á fundinn hafið endilega samband í tölvupósti á magneak@akmennt.is fyrir 29. september.

Kveðja, stjórn FOKS.

26.09.2022

Evrópski tungumáladagurinn er í dag

Í Síðuskóla eru nemendur af erlendum uppruna frá 16 löndum, þau tala 12 tungumál.
Hér má sjá hópinn þegar hann skundaði á Amtsbókasafnið á dögunum. Þar sáum við að safnið hefur heilmikið af barna- og unglingabókum til útláns sem eru á ýmsum tungumálum. Hópurinn var ánægður með ferðina og sammála um að það væri frábært að fá tækifæri til að komast í bækur á móðurmálinu.
23.09.2022

Nemendur á miðstigi gefa út skólablað

Í haust hafa nemendur í 5.-7. bekk unnið að skólablaði í vali á miðstigi undir handleiðslu Jóhönnu Ásmundsdóttur. Blaðið er virkilega skemmtilegt og ætti enginn að láta það framhjá sér fara.  

Hér má nálgast blaðið.

Njótið lestursins!