Fréttir

13.04.2021

Valgreinar á miðstigi

Í apríl og maí verður boðið upp á val á miðstigi svipað því sem hefur verið á unglingastigi. Þetta er prufa hjá okkur og ef vel tekst til verður val á miðstigi í boði á næsta skólaári.

Valgreinar sem boðið var upp á eru:

 • Borðspil
 • Forritun
 • Teikning,
 • Tálgun
 • Skyndihjálp
 • Dans og leiklist
 • Hreyfing og heilsa
 • Rafíþróttir
 • Bakstur
 • Bókaklúbbur
 • Skák

Hér má finna nánari upplýsingar um valgreinarnar.

Markmið verkefnisins eru m.a. að stuðla að auknum samskiptum á milli árganga, efla áhuga og gefa nemendum kost á að velja sér viðfangsefni og auka þannig lýðræði í skólastarfi.

Ef vel tekst til þá verður áframhald á þessu verkefni á næsta skólaári.

01.04.2021

Skólastarf frá 6. apríl til og með 15. apríl

Samkvæmt nýrri reglugerð sem gefin var út miðvikudaginn 31. mars þá hefst skólastarf samkvæmt stundaskrá þann 6. apríl. Þessi reglugerð gildir til og með 15. apríl. Við erum búin að skipuleggja skólastarfið en þær breytingar snúa helst að innra starfi þannig að það hefur ekki áhrif á skóladag nemenda nema að litlu leyti. Við erum nú orðin öllu vön í þessu ferli og erum fljót að aðlaga okkur breytingum.
Skólastarf hjá nemendum helst óbreytt en samval hjá unglingadeildinni fellur niður meðan þessi reglugerð er í gildi. Allir nemendur sem eru skráðir í mat fá að borða. Við erum búin að hólfaskipta matsalnum.
Við minnum svo á almennar sóttvarnir og halda börnum heima ef þau eru veik eða með einkenni um veikindi.
Lokað er fyrir heimsóknir í skólann annarra en starfsmanna. Hér fyrir neðan er hægt að skoða reglugerðina og skjal um covid viðvörunarkerfi fyrir skóla-og frístundarstarf.
Með kveðju og von um ljúfa frídaga sem eftir eru af páskaleyfinu!
 

Viðvörunarkerfi fyrir skóla- og frístundastarf

Reglugerð um skólastarf frá 1. apríl til og með 15. apríl

26.03.2021

Páskakveðja frá starfsfólki Síðuskóla

Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska og vonum að þið hafið það gott ásamt börnunum í páskaleyfinu.

Við biðjum ykkur að fylgjast með pósti og heimasíðunni varðandi hugsanlegar breytingar á skólastarfi.

Ef allt verður samkvæmt áætlun hefst skólastarf aftur 6. apríl.

Páskakveðjur

24.03.2021

Frá Síðuskóla