Í Síðuskóla sýnum við ábyrgð, virðingu og vináttu
Við höfum tekið þá ákvörðun að fresta gönguferð sem átti að vera á morgun (miðvikudag 3. september) þar sem bætt hefur i úrkomuspá. Við munum fara í gönguferð jafnvel með stuttum fyrirvara næsta góðviðrisdag sem kemur.
6. bekkur Síðuskóla slóst í för með Húna þriðjudaginn var, 26.ágúst. Farið er ár hvert með alla 6. bekki Akureyrar í fræðsluferð með Húna. Húni siglir með nemendur um Eyjafjörð, fræðir þau um allt mögulegt sem tengist sjóferðum og sögu bátsins. Einnig er farið yfir öryggi um borð, lífríki sjávar, söguna meðfram ströndinni og endað á því að renna fyrir fiski sem er svo grillaður og snæddur um borð. Einsog sjá má á myndum gerðu okkar nemendur afskaplega góða og skemmtilega ferð.
Ný stafræn lausn er nú komin í notkun sem gerir foreldrum kleift að nálgast stafræna útgáfu af skóladagatölum allra leik- og grunnskóla á Akureyri. Lausnin er aðgengileg á vefslóðinni https://reiknivelar.akureyri.is/skoladagatol
Foreldrar geta valið einn eða fleiri skóla og hlaðið niður dagatölunum sem svokallaðri ICS skrá, sem opnast í öllum helstu dagatalsforritum, svo sem Outlook, Google Calendar og fleiri.
Með þessu móti geta foreldrar auðveldlega fylgst með helstu viðburðum skólaársins, eins og skipulagsdögum, vetrarfríum, skólaslitum og fleiru – og jafnvel fengið sjálfvirkar áminningar beint í símann eða tölvuna.