ÍSAT

Skemmtileg heimsókn í skólann frá verðandi 1. bekkingum

Í gær komu verðandi 1. bekkingar í heimsókn í Síðuskóla í fylgd foreldra/forráðamanna. Á meðan foreldrarnir fengu fræðslu um skólann fóru nemendur í sínar stofur í fylgd kennara. Áhuginn skein af þessum flotta hópi verðandi nemenda skólans og ekki annað að sjá en að allir væru tilbúnir að hefja skólagöngu í ágúst. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

Lesa meira

Vorhátíð Síðuskóla þriðjudaginn 23. maí - FRESTAÐ

UPPFÆRT:

Vegna framkvæmda á skólalóðinni hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta vorhátíð FOKS til haustsins.

 

 

Vorhátíð FOKS sem fyrirhuguð var á morgun er frestað um óákveðinn tíma vegna slæms veðurútlits.

Kveðja, stjórn FOKS.

Lesa meira

Nýtt tölublað skólablaðs Síðuskóla komið út

Krakkarnir í vali á miðstigi voru að gefa út nýtt tölublað af skólablaði.
Við hvetjum ykkur til að lesa þetta stórskemmtilega blað. 
 
Lesa meira

Skipulagsdagur föstudaginn 19. maí

Föstudaginn 19. maí er er skipulagsdagur í Síðuskóla.  Þá er engin kennsla en Frístund er opin allan daginn. 

Friday 19th of May the students will not come to school since the staff works on planning next weeks. 

Frístund is open for those children who are registered. If you are not sure about registering your child, you should make contact to Silfá.

Lesa meira

Góðgerðarhlaup UNICEF

Góðgerðarhlaup UNICEF fór fram í vikunni. Hlaupið gekk virkilega vel fyrir sig og nemendur einstaklega duglegir að hlaupa og safna í leiðinni fyrir gott málefni. Við minnum á söfnunarsíðuna, sjá hér:

https://sofnun.unicef.is/participant/godgerdarhlaup-siduskola-9-og-10-mai-2023
Eins og sést á söfnunarsíðunni gengur söfnunin vel og hafa nú þegar safnast hátt í 200 þúsund krónur.

Hér má sjá myndir frá hlaupinu.

Lesa meira

Hrósmiðahátíð

Í morgun var 20.000 miða hátíðin hjá okkur í skólanum. Hún er haldin þegar nemendur hafa safnið þessum fjölda hrósmiða og þá er haldin hátíð þar sem allir nemendur skólans njóta góðs árangurs. Í ár komu Eurovision drottningarnar Maja Eir og  Jónína Björt ásamt gítarleikaranum Halla og fluttu nokkur þekkt lög úr Eurovision söngvakeppninni. Þetta tókst vel og var mikil gleði hjá nemendum og var endað á að dansa. Hér má sjá myndir frá hátíðinni.
Lesa meira

Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Brekkuskóla gær þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf. Úr Síðuskóla hlutu þau Anna Lilja Hauksdóttir þroskaþjálfi, Veronika Guseva íþróttakennari, Helena Lind Logadóttir nemandi í 6. bekk og Kevin Prince Eshun nemandi í 7. bekk viðurkenningu fræðslu- og lýðheilsuráðs. Við óskum þeim innilega til hamingju, svo sannarlega verðskulduð viðurkenning! 

Lesa meira

Litla upplestrarhátíðin í 4. bekk

Í dag var Litla upplestrarhátíðin haldin hátíðleg hér í Síðuskóla. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur að vori. Þátttakendur eru nemendur í 4. bekk. Nemendur hafa æft undir handleiðslu kennara sinna og fluttu margs konar texta ýmist einstaklingslega eða í hóplestri. Það er  stórt skref fyrir nemendur að standa fyrir framan hóp af fólki og lesa upp. Nemendur stóðu sig allir vel og erum við stolt af frammistöðu þeirra. 

Hér má sjá myndir frá hátíðinni.

Lesa meira

Síðuskóli fékk Grænfánann afhentan í níunda skipti

Síðuskóli fékk Grænfánann afhentan í níunda skipti í dag við hátíðlega athöfn í íþróttasal skólans.  Ólöf Inga Andrésdóttir skólastjóri flutti ávarp og nemendur í umhverfisnefnd kynntu Samgöngusáttmála Síðuskóla sem gerður var í vetur. Nemendur í 4. bekk sungu lag og Síðuskólasöngurinn var sunginn. Í vetur var haldin myndasamkeppni til að hanna skilti fyrir bílastæði og sleppisvæði skólans. Tilgangurinn er að minna þá sem koma á bíl að slökkva á honum meðan beðið er við skólann. Tvær myndir voru valdar, skilti gerð og verða þau sett á bílastæði skólans á næstunni. Þessi skilti voru sýnd á hátíðinni í dag. Það var Rán Þórarinsdóttir, fulltrúi Landverndar, sem afhenti skólanum viðurkenningarskjal og umhverfisnefnd tók við Grænfánanum. Að lokum var fáninn dreginn að húni. 

Hér má sjá myndir frá hátíðinni. 

Lesa meira

Grænfáninn afhentur Síðuskóla í níunda sinn

Ánægjulegt er að segja frá því að Síðuskóli fær Grænfánann afhentan í níunda sinn 25. apríl. Hátíðin hefst í íþróttasalnum kl. 10 og að henni lokinni verður út þar sem fánanum verður flaggað. Allir velkomnir!

Lesa meira