ÍSAT

Setning Upphátt í 7. bekk og Litlu upplestrarkeppninnar í 4. bekk

Í morgun var setning Upphátt upplestrarkeppni 7. bekkjar og Litla upplestrarkeppnin, í 4. bekk. Setningin markar upphaf ræktunartímabilsins sem fer nú í hönd hjá þessum árgöngum sem endar svo með keppni Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri í mars og uppskeruhátíð 4. bekkjar í vor. Meginmarkmið þeirrar keppni er meira framfarir og að verða þannig betri í upplestri, framsögn og að kynnast íslensku ljóðmáli.
Þessar keppnir eru alltaf settar á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, sem í ár bar reyndar uppá sunnudegi en sá dagur er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Hér neðar í fréttinni er nokkrir hlutar úr setningu Ólafar skólastjóra sem fræddi okkur aðeins um þennan merka mann og hvatti nemendur til dáða. En talið er að Jónas hafi búið til um 200 ný orð sem gerði það verkum að við eigum okkar eigin séríslensk orð yfir mörg fyrirbæri sem við notum ennþá í dag í stað þess að fá bara útlensk orð lánuð og tapa þannig niður orðaforðanum okkar. 

        "Jónas Hallgrímsson var fæddur á þessum degi 1807 að Hrauni í Öxnadal. Ef þið eruð á t.d. á leið til Reykjavíkur þá keyrið þið fram hjá þessum bæ. Fyrir ofan hann eru stórir hraundrangar. Einnig keyrið þið fram hjá Jónasarlundi og Jónasarlaug en það er heitið á sundlauginni á Þelamörk. Þar má líka sjá kvæði eftir Jónas. Það má líka nefna það að við fórum í gönguferð upp að Hraunsvatni og ef ég man rétt þá voru þið sem eruð í 7. bekk í 1. bekk þegar það var. Jónas orti ekki bara kvæði, heldur skrifaði líka sögur og stundaði nám og rannsóknir í náttúruvísindum.

Þegar við æfum okkur að lesa þá er nauðsynlegt er að vanda flutning og framburð íslensks máls, læra að njóta þess að flytja móðurmálið okkar, sjálfum okkur og öðrum til ánægju og bera virðingu fyrir móðurmálinu, sjálfum okkur og öðrum. Lestur þarf að æfa. Þið sem takið þátt í íþróttum eða leikið á hljóðfæri vitið að það þarf að æfa til að ná árangri. Það er eins með lesturinn, það þarf að æfa sig til að ná árangri.

Fulltrúar Síðuskóla í Upphátt í fyrra, þær Sóley Katla og Katrín Birta lásu fyrir okkur ljóðið "Komdu kisa mín" eftir Rögnvald Jónasson og stuttan kafla út Barist í Barcelona eftir Gunnar Helgason. 

 

Myndir frá setningunni í morgun

 

Lesa meira

Árshátíð Síðuskóla 2025

Árshátíð Síðuskóla fór fram dagana 13-14. nóvember og gekk í alla staði frábærlega. Nemendur allra árganga settu á svið hin ýmsu verk og sýndu fyrir hverju öðru og foreldrum þessa dagana. Það er alltaf gaman að sjá þegar vinna undangenginna vikna gengur upp í svo frábærum atriðum og við upplifum samstöðu og gleðina í hópunum yfir vel lukkuðu verki. Og það hafa allir hlutverk á dögum sem þessum, ekki bara þau sem sjást á sviðinu heldur einnig fjöldamörg störf á bak við tjöldin, mikil skipulagsvinna og utanumhald árshátíðarnefndar, starfsmanna, eldri nemendur að aðstoða þau yngri, foreldrar að sjá um kaffisölu og svona mætti áfram telja. Hér að neðan má sjá myndir frá árshátíðunum stigskipt:

Árshátíð yngsta stigs

Árshátíð miðstigs

Árshátíð unglingastigs

Lesa meira

Helstu upplýsingar varðandi árshátíð Síðuskóla 2025

Það styttist í árshátíð Síðuskóla og hér kemur skipulag fyrir árshátíðina sem verður haldin fimmtudaginn 13. nóvember og föstudaginn 14. nóvember. Nemendur í 10. bekk verða í aðalhlutverki með árshátíðaratriði sitt sem er leikritið Lísa í Undralandi sem sýnt er á öllum sýningum.

User uploaded image

Lesa meira

Annual celebration at Síðuskóli 2025 - information

Our annual celebration will be held Thursday 13th of November and Friday 14th of November. Students in the tenth grade will be in a leading role, showing the play Alice in Wonderland. Below is the itinerary for these days ahead.

User uploaded image

Lesa meira

Jól í skókassa

7. bekkur ásamt umsjónakennurum og Ernu Björg heimilisfræðikennara hafa undanfarnar vikur unnið að verkefninu Jól í skókassa. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. Skókassarnir verða sendir til Úkraínu, þar í landi búa um 46 milljónir manna; atvinnuleysi er þar mikið og ástandið víða bágborið. Íslensku skókössunum verður meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.

Nemendur unnu að því að fylla 12 skókassa og fóru með þá fullbúna í morgun í Glerárkirkju sem hefur tekið að sér að koma þeim áfram. Þar var tekið afar vel á móti þeim af Eydísi Ösp djákna og áttu þau þar góða stund saman í leikjum og fengu kakó og piparkökur sem þakklætisvott fyrir þeirra framlag við þetta góða verkefni. 

Í kössunum eru ýmsir þarfir hlutir einsog húfur og tannbursti ásamt góðum og fallegum gjöfum sem gleðja, litir dót og nammi. Vert er að þakka öllum þeim sem gáfu hluti í kassana í ár, sérstaklega nemendum, foreldrum þeirra og starfsfólki Síðuskóla sem lögðu hönd á plóginn.

Image preview

Sjá myndir hér. 

Lesa meira

Lestrarlundur Síðuskóla

Í morgun lauk lestrarátaki haustsins með 3. útdrættinunum í happaleiknum. Það hefur gengið rosalega vel og þátttakan hefur verið frábær á öllum stigum. Því til sönnunar má sjá hve trén í lundinum eru orðin þétt laufguð. Þau munu prýða gluggana eitthvað áfram og minna okkur á mikilvægi þess að vera dugleg að lesa. Reglulegur lestur þjálfar okkur ekki aðeins heldur opnar nýja heima og leyfir okkur að kynnast fólki og stöðum sem við annars hefðum aldrei kynnst. Lestur hjálpar okkur líka í öllum öðrum námsgreinum, því góð lestrarfærni gerir allt annað nám auðveldara.

Í morgun voru dregin út:

Kristófer Erik í 3. bekk, Árný Ýr í 5. bekk og Sofie Ýsabella í 8. bekk.

Fyrir höfðu þessir nemendur verið dregin út:

Rökkvi 4.b, Aron Þ. 4.b, Sara 6.b, Rakel 6.b, Kristján Huldar 10.b og Viktoría 8.b.

Við óskum þeim öllum til hamingju, verðlaunin eru bíómiði. 

Við hvetjum öll til að vera dugleg að lesa áfram og mun læsisnefndin vera aftur með annað átak seinna í vetur.

Myndir sem sýna þróunina má sjá hér.

 

Lesa meira

Jazz hrekkur - List fyrir alla

Í morgun fékk yngsta stigið heimsókn frá ögn hræðilegum verum þegar "List fyrir alla" bauð uppá óhugnalega jasstónleika með hrekkjavökuívafi fyrir yngsta stigið. Söngkonan Ingibjörg Fríða seiddi fram Síðuskóladrauga og norn sem reyndust vera mjög flinkir á kontrabassa og píanó. 

Þessir draugar ganga annars undir listamannanöfnunum: Ingibjörg Fríða Helgadóttir söngkona, Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari og Leifur Gunnarsson bassaleikari

Sjá myndir hér

 

Lesa meira

Kvennafrídagurinn 24. október

English below:

Heil og sæl
Á morgun 24. október er kvennafrídagurinn 50 ára og haldið verður upp á það með samstöðufundi á Ráðhústorgi kl. 11.15. Mikil hvatning er í samfélaginu til kvenna og kvára að taka þátt í hátíðarhöldunum. Við munum þess vegna þurfa að gera breytingar á skólastarfinu á morgun. Nemendur í 5. - 10. bekk fara heim kl: 11:00 úr skólanum en munu fá að borða áður. Nemendum í 1. - 4. bekk verður sinnt af því starfsfólki sem við höfum til umráða eftir þann tíma en ef þið hafið tök á því að sækja börnin ykkar milli kl. 11 og 11.15 þá væri það gott fyrir okkur. Frístund verður opin en við mælumst til þess að þeir sem geta sótt börn sín geri það, þar sem mönnun verður í lágmarki. Við ítrekum það að matur verður í boði fyrir fyrir alla nemendur.
Með kveðju úr skólanum,
stjórnendur

 

Hello,

Tomorrow, October 24, marks the 50th anniversary of the Women’s Day Off, which will be celebrated with a solidarity gathering at Ráðhústorg at 11:15 a.m. There is strong encouragement across society for women and non-binary people to take part in the celebration.

We will therefore need to make some adjustments to the school schedule tomorrow. Students in grades 5–10 will go home at 11:00 a.m., but will have lunch before they leave. Students in grades 1–4 will be supervised by the staff available after that time, but if you are able to pick up your children between 11:00 and 11:15, it would be greatly appreciated.

The after-school program will remain open, but we encourage parents who can pick up their children to do so, as staffing will be limited. Please note that lunch will be provided for all students.

Best regards,
School Administration

Lesa meira

Bleikur dagur í Síðuskóla

Í dag fögnuðu nemendur og starfsmenn bleika deginum með því að klæðast bleiku. 

Bleiki dagurinn er hluti af Bleikum október sem er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að vera bleik - fyrir okkur öll. Bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu.

Myndir frá deginum

 

Lesa meira