ÍSAT

Útivistardegi frestað enn eina ferðina

Sæl verið þið

Þið eruð nú væntanlega að verða öllu vön hvað varðar útivistardag í Hlíðarfjalli. Nú er spáin fyrir morgundaginn ekki góð og í samráði við svæðisstjóra var tekin sú ákvörðun að við munum ekki fara á morgun. Við erum að skoða föstudaginn og látum við um leið og sú ákvörðun liggur fyrir.
Kveðja,
stjórnendur

 

 

Lesa meira

Skólablað Síðuskóla er komið út

Í vetur hafa nemendur í 5.-7. bekk verið með tvöfaldan valtíma einu sinni í viku. Hver lota hefur staðið í 3-4 vikur og hefur verið leitast við að bjóða alltaf upp á eitthvað nýtt. Í fyrstu lotu eftir áramót var boðið upp á að taka þátt í að gera skólablað undir handleiðslu Jóhönnu Ásmundsdóttur. Sautján nemendur úr 5. og 6. bekk völdu að vera með í því og nú er komið út fyrsta tölublað í netútgáfu. Vonandi verður þetta fastur liður hjá okkur að gefa út skólablað. 

Blaðið er virkilega skemmtilegt og var gaman að fylgjast með hve nemendur voru áhugasamir.

Njótið lestursins! 

Skólablað Síðuskóla

Lesa meira

Útivistardegi frestað - aftur

Nú þurfum við að fresta útivistardeginum enn eina ferðina. Kannski tekst okkur þetta á endanum, hver veit.

Lesa meira

Frábær föstudagur

Við byrjuðum daginn á því að safnast saman á söngsal þar sem nemendur tóku vel undir við undirleik Hemma Ara. Í hádeginu var svo 20.000 miða hátíð, hún er haldin þegar nemendur hafa safnað 20.000 hrósmiðum.  fjölda hrósmiða og þá er haldin hátíð þar sem allir nemendur skólans njóta góðs árangurs. Að þessu sinni var boðið upp á grillaða hamborgara, franskar og ís í eftirrétt. Þetta var góð tilbreyting og virkilega skemmtilegt að geta komið öll saman á sal aftur.

Hér má sjá yfir 100 myndir. 

Lesa meira

Upphátt

Undankeppni í Upphátt, áður stóru upplestrarkeppninni, var haldin á sal skólans í morgun.  Þar lásu 9 nemendur úr 7. bekk sem komust áfram eftir fyrstu umferð sem haldin var í bekknum sl. þriðjudag. Allir stóðu sig með prýði og voru sér og skólanum til sóma. Velja þurfti tvo nemendur og einn til vara til að taka þátt í úrslitakeppninni sem haldin verður miðvikudaginn 23. mars í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri. Þar mætast fulltrúar allra grunnskólanna á Akureyri. Fulltrúar okkar í ár verða þau Alrún Eva Tulinius og Arnþór Einar Guðmundsson og Marinó Steinn Þorsteinsson til vara. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn en hér má sjá myndir frá keppninni í morgun.

Lesa meira

Útivistardegi frestað að nýju

Ákveðið hefur verið að fresta útvistardegi að nýju vegna vinds í Hlíðarfjalli.

Lesa meira

Útivistardegi frestað

Í ljósi slæmrar veðurspár hefur verð ákveðið að fresta útivistardegi á morgun. Við höfum verið í sambandi við svæðisstjóra Hlíðarfjalls og ef spáin gengur eftir þá reiknar hann ekki með að hægt verði að opna lyftur á morgun. Það verður ekki heldur farið á skauta.

Við ætlum að halda því opnu að fara á þriðjudaginn, veðurútlitið er betra þá. Það er því hefðbundinn skóladagur á morgun. Við látum vita á morgun hvernig málin þróast.

Kveðja,

starfsfólk Síðuskóla

Lesa meira

Búningaball Síðuskóla

Búningaball í Síðuskóla þriðjudaginn 1. mars!

Böll verða þriðjudaginn 1. mars fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Aðgangseyrir er 500 krónur og er sjoppa opin.

1.-2. bekkur klukkan 16-17:15

3.-4. bekkur klukkan 17:30-18:45

5.-7. bekkur klukkan 19-20:30

Ágóðinn rennur í ferðasjóð 10. bekkjar Síðuskóla
Með bestu kveðjum og þökk fyrir stuðninginn,

10 bekkingar 

Lesa meira

Skemmtileg heimsókn í 3. bekk frá slökkviliðinu.

Í gær fékk 3. bekkur skólans góða heimsókn er fulltrúar frá slökkviliði Akureyrar komu og veittu nemanda í bekknum verðlaun vegna 112 dagsins. 112 dagurinn er haldinn 11. febrúar á hverju ári þar sem lögð er áhersla á kenna neyðarnúmerið og minna á mikilvægi kunnáttu í skyndihjálp. Fulltrúar frá slökkviliðinu komu í heimsókn fyrr í mánuðinum og lögðu fyrir getraun í 3. bekk eins og gert er í þessum árgangi á öllu landinu og síðan er dregið úr réttum svörum. Nemandinn sem svaraði öllu rétt og dreginn var út er Tinna Ósk Pálsdóttir og óskum við henni til hamingju! Á myndinn með fréttinni má sjá þegar fulltrúar frá slökkviliðinu komu og afhentu Tinnu viðurkenningarskjal en hún fékk að auki inneign á Storytel hljóðbókasafnið.

Lesa meira

Úrslit í 100 miða leiknum

Undanfarnar tvær vikur hefur 100 miða leikurinn verið í gangi í skólanum. Leikurinn virkar þannig að á hverjum degi fá 5 starfsmenn úthlutuðum alls 10 hrósmiðum sem þeir láta nemendur fá sem sýnt hafa góða hegðun þann daginn. Eftir skráningu hjá ritara, þar sem nemendur draga númer, eru miðarnir hengdir á töflu á ganginum yfir það númer sem dregið hafði verið. Í lokin eru 10 nemendur dregnir út og fá verðlaun hjá skólastjórnendum sem tilkynnt er á úrslitunum hver eru. Í ár var röðin 61-70 valin og í henni voru eftirfarandi nemendur: Natalía Ösp í 6. bekk, Kristín Lilly í 2. bekk, Annabel í 8. bekk, Birna Dís í 4. bekk, Anton Már og Jón Orri í 5. bekk, Dagbjört Lilja í 9. bekk, Lilja Sól í 1. bekk, Logi Hrafn í 10. bekk og Silja Ösp í 7. bekk. Við óskum þessum nemendum innilega til hamingju. Úrslitin voru tilkynnt í gær, en vegna fjöldatakmarkana var eingungis einn bekkur á sal en hinir fylgdust með gegnum fjarfundabúnað. Nemendur fóru í umbunina í dag, sem var að fara í pílu í íþróttahúsinu í Laugargötu og kaffi í Bakaríinu í Sunnuhlíð. Myndir frá því þegar úrslitin voru tilkynnt í gær og ferðinni í morgun má sjá hér.

Lesa meira