ÍSAT

Skipulagsdagur mánudaginn 21. nóvember

Mánudaginn 21. nóvember er skipulagsdagur í Síðuskóla.  Þá er engin kennsla en Frístund er opin allan daginn. 

Monday 21 th of November the students will not come to school since the staff works on planning next weeks. 

Frístund is open for those children who are registered. If you are not sure about registering your child, you should make contact to Silfá.

Lesa meira

Verðlisti sjoppa árshátíð

Hér eru upplýsingar um verðlisti fyrir sjoppu á árshátíðarböllunum.

Skalle hauskúpupoki 250.-
Mentos 150.-
Mars 150.-
Twix 150.-
Kitkat 150.-
Stjörnurúlla 100.-
Þristur 50.-

Gos 200.-
Svali 100.-

Lesa meira

Innlit í 1. bekk

Hér má sjá skemmtilegar myndir úr 1. bekk þar sem unnið var á stöðvum í læsisvinnu.

Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Árlega er 8. nóvember tileinkaður baráttunni gegn einelti. Af því tilefni unnu nemendur á unglingastigi Síðuskóla verkefni því tengdu. Nemendur unnu saman í hópum og bjuggu til forvarnarefni gegn einelti. Meðal annars voru útbúin plaköt í Canva, efni sett á padletvegg og búin til myndbönd.

Hér má sjá myndir frá vinnunni. 

Lesa meira

Nýtt tölublað skólablaðs Síðuskóla komið út

Nemendur í vali á miðstigi voru að gefa út nýtt tölublað af Skólablaði Síðuskóla. Það er fullt af skemmtilegu efni í blaðinu og hvetjum við alla til að skoða blaðið.

Hér má nálgast skólablaðið.

 

Lesa meira

Salur í morgun

Í morgun var söngsalur í skólanum og fleira gert við það tækifæri. Nemendum var kynnt verkefnið Réttindaskóli UNICEF en Síðuskóli er orðinn þátttakandi í því og er innleiðing þess að hefjast. Einnig komu íþróttakennarar og veittu viðurkenningu þeim bekk er sigraði „Göngum í skólann“ í ár, en það var 3. bekkur sem stóð sig best að þessu sinni.

Fulltrúar umhverfisnefndarinnar komu einnig upp á svið og kynntu samkeppni sem hefur verið í gangi en nemendur fengu að hanna sitt eigið skilti sem bendir fólki á að láta bifreiðar ekki standa í lausagangi. Umhverfisnefndin valdi úr innsendum myndum og sigurvegararnir voru Sóley og Natalía í 5. bekk, Irmelín, Tinna og Ingibjörg í 4. bekk, Alrún og Kristín Mary í 8. bekk og Sveinbjörn í 6. bekk.

Verðlaunamyndirnar verða svo gerðar að skiltum sem hengd verða upp á bílastæði skólans. Hér má sjá myndir frá samkomunni í morgun.

Lesa meira

Rýmingaræfing í Síðuskóla

Í morgun æfðum við í Síðuskóla rýmingu og var hún sett upp þannig að allir sem voru með útgönguleið um glugga notuðu hana. Æfingin gekk vel en nauðsynlegt er að æfa rýmingu með reglubundnum hætti til að gæta öryggis nemenda og starfsfólks og öll viðbrögð séu fumlaus komi til rýmingar.

Lesa meira

Hrekkjavökuball í Síðuskóla 1. nóvember

English below

Næstkomandi þriðjudag, 1. nóvember, ætlar 10. bekkur að halda Hrekkjavökuball í Síðuskóla fyrir 1.-4. bekk og 5.-7. bekk!

Nemendur mega mæta í búningum og geta keypt nammi og safa í sjoppunni. Ball fyrir 1.-4. bekk verður klukkan 16:00-17:30 og ball fyrir 5.-7. bekk verður klukkan 18:00-20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur! 

Hlökkum til að sjá ykkur!

____________________________________________________________

 Hello everybody! 

 The first of November (next Tuesday) the 10th class plans to hold a Halloween dance in Síðuskóli for classes 1-4 and 5-7. Students can dress up in Halloween costumes and buy candy and juice in our little shop. The dance for 1st-4th class will be at 16:00-17:30. The dance for 5fth-7th class will be at 18:00-20:00. Entrance fee is 500 isk! 

Looking forward to seeing you!

 

Lesa meira

Eineltisumfjöllun í 8. bekk

Í dag fór fram vinna í 8. bekk þar sem rætt var hvað hægt er að gera til að uppræta einelti. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um einelti og mikilvægt að við í skólanum fylgjum þeirri umræðu eftir. 

Hér er myndband sem hægt er að nota sem kveikju að umræðu um einelti við börn. 

Hér má sjá myndir frá vinnunni. 

Lesa meira