Innra mat

 

Innra mat

Mat á skólastarfi er tvenns konar, innra mat og ytra mat. Munurinn á innra og ytra mati hefur með stöðu matsaðila að gera. Séu þeir starfsmenn í skólanum er talað um innra mat, komi þeir að utan frá opinberum aðilum er talað um ytra mat. Í innra mati er það skólinn sjálfur sem leitast við að meta starf sitt að hluta eða í heild og starfsfólkið tekur þátt í matsferlinu. Ytra mat beinist að skólanum, stjórnun, starfsfólki, nemendum og foreldrum þar sem ýmist er rætt við fólk eða athuganir í kennslustundum.

Við skólann starfar matsteymi sem skipuleggur framkvæmd innra mats. Áætlun liggur fyrir um hvaða matsþætti skal meta á næstu árum en svo er unnin ítarlegri áætlun sem gildir fyrir hvert skólaár og hvaða leiðir skuli fara að framkvæmd matsins. Tilgangur innra mats er:

  • Að veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skólans, foreldra og nemenda
  • Að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla
  • Að auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum
  • Að tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum 

  

Vorskýrsla 2019

Vorskýrsla 2016. 

Vorskýrsla 2015

 

Hér má sjá fjögurra ára áætlun innra mats Síðuskóla. Matsteymi sér síðan um að útfæra nánar hvernig vinna við matið fer fram.