Síðuskóli með Grænfánann
Síðuskóli fékk afhentan Grænfánann 25. apríl 2006 en hann er alþjóðlegt umhverfismerki samtakanna FEE (Foundation for Environmental Education). Fánanum er ætlað að auka veg umhverfismenntar og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Hann er veittur þeim skólum sem hafa sett sér markmið í umhverfismálum og náð árangri.
Víða í Evrópu nýtur grænfáninn virðingar sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem stefna að grænfánanum verða að leitast við að stíga skrefin sjö í umhverfismálum.
Síðuskóli stefnir að því að virðing fyrir umhverfinu verði sjálfsagður þáttur í öllu starfi stofnunarinnar og Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri verði framfylgt eftir bestu getu. Staðardagskrá 21 er forskrift að sjálfbærri þróun einstakra samfélaga á 21. öldinni. Hún snýst um vistfræðilega, efnahagslega og félagslega þætti.
Umhverfissáttmáli
Markmið umhverfismenntar í skólanum er að efla þekkingu, skilning og virðingu fyrir umhverfi og náttúru. Að hver einstaklingur spyrji hvað get hann geti gert til að stuðla að sjálfbærri þróun. Vinnubrögð og hegðun leiði til þess að við höfum jákvætt viðhorf til umhverfisins, berum virðingu fyrir því og finnum farsælar lausnir á vandamálum sem steðja að.
Til að ná þessum markmiðum fylgjum við sjö skrefum grænfánaverkefnisins hjá Landvernd og höfum sett okkur umhverfisreglur.
1. Umhverfisnefnd
Tilgangurinn með umhverfisnefnd er að stuðla að því að vel sé unnið að umhverfismennt í skólanum. Nefndinni er ætlað að taka ákvarðanir varðandi stefnu í umhverfismennt og fylgjast með framkvæmd hennar sem og að kynna hana innan skólans og utan. Að hausti setur umhverfisnefnd skólanum markmið sem sérstaklega sak vinna að yfir skólaárið og gerir áætlun um aðgerðir. Að vori er staðan metin.
Nefndin hittist a.m.k. fjórum sinnum hvert skólaár. Umhverfisfulltrúi boðar til og stjórnar þeim fundum og skipar fundarritara. Á fundum eiga allir jafnan rétt til að koma með tillögur og taka þátt í umræðum. Þær ábendingar sem fulltrúum í umhverfisnefnd berast frá nemendum eða starfsmönnum eru ræddar á fundum nefndarinnar sem tekur ákvörðun um framhaldið.
Fulltrúar nemenda í umhverfisnefnd koma úr bekkjardeildum með slétta tölu. Þar af leiðandi eru nýir fulltrúar valdir á hverju vori fyrir næsta skólaár. Mismundi háttur er hafður á því að velja fulltrúa nemenda úr bekkjum. Í yngstu bekknum velja kennarar nemendur. Í tilvonandi 4. bekk bjóða nemendur sig fram, halda ræður og að lokum er kosið. Í eldri bekkjunum gáfu áhugasamir nemendur kost á sér og fóru í viðtal hjá kennurum sem völdu tvo til þrjá fulltrúa úr bekk.
Auglýst er eftir fulltúum foreldra á bekkjarfundum, á heimasíðu skólans eða í fréttabréfi. Fulltrúar starfsmanna eru fjórir þ.e. tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi stjórnenda og einn fulltrúi annarra starfsmanna.
2. bekkur: Sunna Berglind og Þóroddur Páll aðalmenn, Þórunn og Matti varamenn
4. bekkur: Hildur Bríet og Styrmir Snær aðalmenn, Naël og Sara Björk varamenn
6. bekkur: Sóley og Alexander aðalmenn, Sesar og Daníel varamenn
8. bekkur: Andrea og Halla aðalmenn, Kári og Nína varamenn
10. bekkur: Brynhildur og Heiða aðalmenn, Matthías og Mikael varamenn
2. Mat á stöðu umhverfismála
Á hverju vori leggjum við mat á árangur starfsins og notum það við ákvarðanatöku um áhersluatriði næsta skólaárs. Liður í því að leggja mat á árangur er að leggja fyrir ýmsar kannanir eða gátlista grænfánaverkefnisins. Dæmi um kannanir sem unnar hafa verið era ð kanna magn sorps, bílaumferð við skólann og gátlistinn hefur tvívegis verið lagður fyrir. Í vetur var markmiðið að leggja fyrir könnun til að athuga þekkingu nemenda á flokkunarkerfi skólans.
3. Áætlun um aðgerðir og markmið
Markvisst eru settar fram leiðir til að draga úr pappírsnotkun. Liður í því eru að samskipti við foreldra eða forráðamenn verði í gegnum Mentor.is. Starfsfólk hvatt til að nýta pappír vel og ljósrita og prenta báðum megin á blöð.
Mjólkurvélar og glös hefur verið komið fyrir á göngum skólans fyrir nemendur sem eru í mjólkuráskrift. Skólaliðar og kennarar sjá um að afgreiða mjólkina, kennarar hafa lista yfir þá nemendur sem eiga að fá mjólk og skólaliðar sjá um að hafa hrein glös og að mjólk sé í vélinni. Þar með er skólinn hættur að panta litlar mjólkurfernur vegna mjólkuráskriftar.
Nemendur eru hvattir til að koma með nesti í nestisboxi.
Við nýtum bækur sem afskrifaðar hafa verið í bekkjum til að búa til námsefni í Sérdeild.
Við hvetjum hvert annað til að draga úr mengun og spara orku. Bæta heilsuna með því að ganga í skólann þegar því verður við komið í daglegu starfi okkar. Þetta gerum við m.a. með auglýsingaspjöldum.
Flokkunarkerfi er í skólanum (sjá fylgiskjal 1 hér fyrir neðan) sem öllum starfsmönnum og nemendur er kynnt og kennt að vinna eftir.
Bekkir skólans skiptast á að fara út einu sinni í viku og halda skólalóðinni þrifalegri. (Sjá fylgiskjal 6 hér fyrir neðan).
4. Eftirlit og endurmat
Eftirlitsnefnd fer reglulega um skólann og tekur út flokkun og annað sem snýr að umhverfismálum í skólanum.
5. Námsefnisgerð og verkefni
Við höfum valið einn dag í september sem helgaður er umhverfismennt og kallast Umhverfisdagur Síðuskóla. Um er að ræða þemadag þar sem nemendur vinna að verkefnum sem með einum eða öðrum hætti tengjast umhverfisstefnu skólans eða umhverfismennt. (Sjá lista yfir verkefni sem unnin hafa verið frá því Umhverfisdagur var fyrst haldinn haustið 2002 í fylgiskjali 2 hér fyrir neðan).
Við veljum Náttúrufræðing Síðuskóla á hverju skólaári. Um er að ræða keppni milli nemenda í að þekkja jurtir, fugla og staði á Íslandi af myndum sem birtast á tjaldi af skjávarpi eftir ákveðnu kerfi. Keppnin fer fram á umhverfisdag ef mögulegt er. Þátttakendur eru 3. og 10. bekkur og yngri ef kennarar treysta þeim til að vera með. Auk þess að velja náttúrufræðing skólans eru veittar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í hverjum bekk. Keppnin hefur verið haldin á hverju skólaári frá 2002. (Sjá lýsingu á skipulagi keppninnar í fylgiskjali 3 hér fyrir neðan).
Tveir eða þrír þemadagar eru á hverju vori fyrir skólalok sem við köllum vordaga. Þá eru viðfangsefni nemenda öll tengd við umhverfismennt, náttúrufræði eða samfélagsgreinum. Grenndarkennsla. (Sjá lista yfir verkefni sem unnin eru í fylgiskjali 4 hér fyrir neðan).
Við drögum fram þau markmið í umhverfismennt sem er að finna í mörgum námsgreinum en megináherslan er lögð í náttúrufræði, samfélagsfræði, lífsleikni og heimilisfræði. Í aðalnámskránni kemur fram að þessar greinar skipi ákveðinn sess þar sem efni þeirra tengist mjög, hvert á sinn hátt, sívirku og viðkvæmu samspili manns og náttúru og hlutverki nemenda sem neytenda og ábyrgra samfélagsþegna. Með því að gera umhverfismenntina sýnilegri trúum við því að hún fái þann sess í kennslunni sem við leitumst við að ná með stefnumótun okkar. Við erum byrjuð á því að skrásetja markmið, kennsluhætti og námsefni í umhverfismennt í skólanum. Sumir eru komnir lengra í námskrárvinnu sinni og hafa skrásett fleiri þætti. (Sjá námskrá í umhverfismennt í fylgiskjali 5 hér fyrir neðan).
Unnið er að því að koma á markvissri endurvinnslu á pappír í öllum bekkjum a.m.k. einu sinni á ári hverju.
6. Að upplýsa og fá aðra með
Starf skólans í umhverfismennt er kynnt á heimasíðu skólans, á fundum með foreldrum og þá hefur starfsmaður Staðardagskrár 21 á Akureyri sagt frá starfi skólans í kynningarbæklingum. Starfsmenn hafa einnig verið beðnir um að kynna starfið á ráðstefnu um skólamál á Akureyri. Fjölmargir stjórnendur skólastofnana á Akureyri hafa haft samband við skólann og einnig komið til að kynna sér starfsemi okkar í umhverfismálum.
7. Umhverfissáttmáli
Umhverfissáttmálinn og umhverfisreglurnar (sjá hér að ofan) eru sýnilegar á göngum skólans á plakötum sem nemendur hafa útbúið.
Umhverfisreglur
Við einsetjum okkur að:
Kenna nemendum að njóta náttúrunnar og innræta nemendum okkar virðingu fyrir öllu umhverfi sínu.
Nýta vel pappír og önnur efni.
Endurvinna allan úrgang sem hægt er í skólanum eða utan hans. Flokka sorp t.d. hvítan pappír og litaðan, fernur, lífrænan úrgang, rafhlöður, dósir, brotajárn og gler.
Ganga vel um bæði úti og inni.
Efla þekkingu nemenda á íslenskri náttúru og kenna þeim að umgangast jörðina í anda sjálfbærar þróunar.
Gera nemendur læsa á umhverfisvænarmerkingar á vörum t.d. svanurinn og örvahringurinn.
Draga úr notkun einnota umbúða og endurnýta það sem hægt er t.d. plastpoka.
Spara rafmagn, vatn og sápuefni.
Varast mengun og nota umhverfishæfar vörur t.d. hreinlætisvörur.