Sjónrænt skipulag

 

Hér til hliðar má sjá ýmsar myndir af því hvernig hægt er að setja upp/nota sjónrænt skipulag við kennslu einhverfra. Sjónræn úrvinnsla einhverfra einstaklinga er mjög sterk og því er mikilvægt að leggja áherslu á hana. Sjónrænar leiðbeiningar draga úr heyrnrænum áreitum og nálægð kennarans og efla þannig sjálfstæði nemandans. Sjónrænar vísbendingar/leiðbeiningar einfalda nám, breytingar og yfirfærslu.

Til að einfalda einhverfum nám Þarf:

  • kennslan að innihalda sjónrænt skipulag
  • verkefni þurfa að vera skýr og skipulögð
  • verkefni/kennsla þarf að vera í tengslum við umhverfið
  • að kenna þeim sjálfstæði
  • að kenna þeim atburðaröð.