Um Frístund Síðuskóla

Frístund Síðuskóla sími 461-3473.

Forstöðumaður er Sólveig Silfá Sveinsdóttir silfa@akmennt.is

Frístund er fyrir 1.-4. bekk og er hluti af skólastarfinu og fylgir stefnu skólans. Börnin eiga kost á dvöl í Frístund eftir að skólatíma lýkur til kl. 16:15. Meginmarkmið Frístundar er að sameina uppeldi og menntun við hæfi þeirra barna sem Frístundar njóta, að örva alhliða þroska þeirra, að efla með þeim virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, að efla sjálfstæði, ábyrgð, umburðarlyndi og vináttu. Að skapa börnunum umhverfi með aðstöðu til fjölbreyttra leikja og vinnu.

Börnunum er gefinn kostur á að velja úr tilboðum um margvísleg verkefni þar sem þau geta fengið útrás fyrir leikja-, hreyfi- og sköpunarþörf. Forskráning fer fram á vorin um leið og 6 ára börn eru innrituð í skólann. Í ágúst þarf að staðfesta skráninguna og skrifa undir dvalarsamning.

Lágmarks tímafjöldi er 20 tímar á mánuði. Innheimta Innheimta fer í gegnum innheimtukerfi bæjarins. Systkinaafsláttur gildir á milli Frístundar, leikskóla og dagmæðra. Staðfest skráning gildir út allt skólaárið. Felur hún í sér tímann sem barnið er í Frístund á hverjum degi, sem foreldri greiðir fyrir samkvæmt gildandi gjaldskrá á hverjum tíma. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur á skráningu er 1 mánuður.

Starfsfólk Starfsmenn frístundar eru: Solveig Silfá Sveinsdóttir, Elsa Auður Sigfúsdóttir, Anna María Sigurgísladóttir, Jóhannes Már Pétursson, Paula Del Olmo Gomez, Svana Rún Aðalbjörnsdóttir, Víðir Steinar Tómasson, Mark Kelly, Thelma Björk Sævarsdóttir, Ingibjörg Aþena Ellertsdóttir, Einar Ari Ármannsson, Júnía Efemía Felixdóttir.

Breytingar á mánaðarlegri skráningu er hægt að gera, ef það er gert fyrir 20. næsta mánaðar á undan. Á löngum dögum þegar Frístund er opin allan daginn og á þeim dögum sem ekki er hefðbundin kennsla gildir föst skráning EKKI og þarf að skrá sérstaklega á þá daga og er greitt sérstaklega fyrir þá. Fyrir þessa daga þarf að skrá nemanda fyrir 20. næsta mánaðar á undan með því að senda tölvupóst á umjónarmann frístundar. Þessir dagar eru merktir á skóladagatalinu.