Forvarnaráætlun gegn einelti

Einelti er ekki liðið í Síðuskóla

 

Síðuskóli lýsir því yfir að hvorki einelti né annað ofbeldi er liðið í skólanum. Leitað verður allra leiða til að fyrirbyggja einelti og leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt. Síðuskóli á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af ábyrgð, virðingu og vináttu. Ef upp kemur grunur um einelti vinnur skólinn eftir áætlun gegn einelti sem farið er yfir hér.


Skilgreining á einelti:

Einelti er endurtekið líkamlegt og/eða andlegt ofbeldi, útilokun, útskúfun og áreiti sem skapar vanlíðan þegar einn eða fleiri níðast á eða ráðast á annan einstakling.

 

Tilkynnið grun um einelti:

Vakni grunur um einelti skal tilkynna það strax á þar til gerðu eyðublaði eða senda tölvupóst til umsjónarkennara eða fulltrúa úr eineltisteymi með þeim upplýsingum sem óskað er eftir á tilkynningunni. Þá fer af stað könnun til að ganga úr skugga um hvort grunurinn á við rök að styðjast. 

 

Eineltisáætlun  sjá nánar

Ef um einelti er að ræða fer af stað vinna samkvæmt eineltisáætlun skólans. Kennarar fylla út gátlista um framgang mála og skila til fulltrúa úr eineltisteymi og skrá fundargerðir vegna funda með foreldrum þolenda og gerenda sem einnig er haldið utan um hjá teyminu.

 

Fulltrúar í forvarnarteymi gegn einelti skólárið eru:

Marías Benedikt Kristjánsson deildarstjóri, mbk@akmennt.is

 Helga Lyngdal deildarstjóri, helgal@akmennt.is

Alda Stefánsdóttir, aldast@akmennt.is 

 

Fulltrúar í eineltisteymi eru jafnframt fulltrúar í lausnateymi SMT

 

Gátlisti kennara

Fundir með foreldrum/forráðamönnum þolenda

Fundir með foreldrum/forráðamönnum gerenda