Í dag fór fram vinna í 8. bekk þar sem rætt var hvað hægt er að gera til að uppræta einelti. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um einelti og mikilvægt að við í skólanum fylgjum þeirri umræðu eftir.
Hér er myndband sem hægt er að nota sem kveikju að umræðu um einelti við börn.
Síðustu tvo daga hafa verið þemadagar í Síðuskóla, nemendur hafa unnið að ýmsum verkefnum. Á yngsta stigi var ævintýraþema, á miðstigi var yfirskrift þemadaga Heimabærinn minn og á unglingastigi var unnið með Marvel.
Myndir segja meira en mörg orð og er því tilvalið að renna yfir þær myndir sem teknar voru þessa tvo daga.
Undanfarið hafa nemendur í 7. bekk verið að læra um Evrópu. Nemendur útbjuggu meðal annars kynningar á löndum álfunnar. Í dag var uppskeruhátíð þar sem boðið var upp á ýmsar veitingar, meðal þess sem boðið var upp á var danskt smörrebröd og sænskar lúsíukökur. Hér má sjá myndir.
Hér má sjá myndir frá bleika deginum. Nemendur og starfsmenn voru hvattir til að mæta í bleiku til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini.
Í september bauð skólinn foreldrum á fyrirlestur um svefn og svefnvenjur barna og ungmenna. Þar var Nanna Ýr Arnardóttir með erindi, hér má finna samantekt úr fyrirlestrinum.
Sælir foreldrar, forráðamenn og kennarar barna í Síðuskóla.
Aðalfundur Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla FOKS verður haldinn fimmtudaginn 29. september klukkan 20 í stofu B7 (gengið inn um íþróttahús).
Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Ársreikningur félagsins lagður fram
4. Kosning í stjórn - núverandi stjórn gefur kost á sér áfram
5. Kosning í nefndir - vantar tvo nýja aðila í Skólaráð
6. Ákvörðun um árgjald félagsins
7. Önnur mál
Stjórn FOKS vonast til að sjá sem flesta á fundinum. Ef einhver hefur áhuga á að vera í skólaráði en kemst ekki á fundinn hafið endilega samband í tölvupósti á magneak@akmennt.is fyrir 29. september.
Kveðja, stjórn FOKS.
Í haust hafa nemendur í 5.-7. bekk unnið að skólablaði í vali á miðstigi undir handleiðslu Jóhönnu Ásmundsdóttur. Blaðið er virkilega skemmtilegt og ætti enginn að láta það framhjá sér fara.
Njótið lestursins!
Í gær komu allir nemendur saman á sal skólans. Umhverfisnefnd kynnti sig, Síðuskólasöngurinn var sunginn og veittar voru viðurkenningar fyrir keppnina Náttúrufræðingur Síðuskóla og Ólympíuhlaup ÍSÍ. Viðurkenningu fyrir góðan árangur í keppninni um Náttúrufræðing Síðuskóla fengu Sóley Líf í 3. bekk, Karólína Hanna í 4. bekk, Aþena Vigdís í 4. bekk, Helenda Lind í 6. bekk, Hulda Rún í 7. bekk, Ásdís Hanna í 7. bekk og Máni Freyr í 10. bekk. Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2022 er Silja Ösp Logadóttir í 8. bekk. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn.
Í dag fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram í Síðuskóla. Áður en hlaupið hófst var hitað upp með Zumbadansi á skólalóðinni. Hlaupinn var "Síðuskólahringur" en hann er 2,2 km. Úrslit verða tilkynnt á sal næsta fimmtudag.