ÍSAT

Grænfáninn afhentur Síðuskóla í níunda sinn

Ánægjulegt er að segja frá því að Síðuskóli fær Grænfánann afhentan í níunda sinn 25. apríl. Hátíðin hefst í íþróttasalnum kl. 10 og að henni lokinni verður út þar sem fánanum verður flaggað. Allir velkomnir!

Lesa meira

Fögnum fjölbreytileikanum

Frétt birt á heimasíðu Akureyrarbæjar 15. apríl sl. 

Að gefnu tilefni vill bæjarstjórn Akureyrar koma því skýrt á framfæri að í öllu því starfi sem sveitarfélagið hefur með höndum, er undantekningarlaust haft að leiðarljósi að tryggja jafnan rétt allra og fagna fjölbreytileikanum. Það eru grunvallarmannréttindi að allir njóti sama réttar óháð kyni, kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

 

Lýðræðislegt og gott samfélag á borð við það sem við búum við hér á Akureyri byggir á því að allir séu jafnir fyrir lögum og njóti mannréttinda, á það jafnt við um börn sem fullorðna. Mannréttindi leggja grunn að velferð einstaklinga, fjölskyldna, atvinnulífs og samfélagsins alls, líkt og segir í mannréttindastefnu Akureyrarbæjar sem starfsfólki sveitarfélagsins ber að halda í heiðri í öllum sínum störfum.

 

Lesa meira

Bókaverðlaun barnanna

Í febrúar og mars geta börn kosið sínar uppáhaldsbækur í Bókaverðlaunum barnanna í skólum og bókasöfnum um allt land.  

Á Akureyri hefur starfsmaður Amtsbókasafnsins séð um að taka á móti innsendum kjörseðlum frá skólunum. Einn heppinn þátttakandi í hverjum skóla er dreginn út og fær bókaverðlaun.  

Að þessu sinni var það Breki Ingimar Chang Heimisson í 4. bekk sem datt í lukkupottinn og var dreginn út frá Síðuskóla. Hann fékk bókina Barn verður forseti eftir Björgvin Pál Gústavsson í verðlaun. 

Við óskum honum til hamingju með vinninginn en á myndinni með fréttinni má sjá þegar Breki fékk sína bók afhenta.

Lesa meira

Páskafrí

Föstudagurinn 31. mars er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 11. apríl.  Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska og vonum að páskaleyfið verði ánægjulegt.
Starfsfólk Síðuskóla  
Lesa meira

Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs

Við viljum vekja athygli á að búið er að opna fyrir tilnefningar fyrir framúrskarandi skólastarf á vef Akureyrarbæjar. Umsóknarfrestur er til 9. apríl og mun hátíðin vera haldin í Menningarhúsinu Hofi þann 2. maí kl. 16:30. Við hvetjum ykkur eindregið til að nýta ykkur þetta tækifæri og koma hrósi áleiðis fyrir vel unnin störf í skólum bæjarins. Hægt er að senda inn tilnefningar fyrir nemendur, kennara/starfsfólk og verkefni/skólar. 

Slóð á tilnefningarformin er að finna á vef Akureyrarbæjar

Lesa meira

Símalausir dagar í Síðuskóla fram að páskum

Við í Síðuskóla höfum ákveðið að endurtaka leikinn með símalausu dagana. Þetta gekk ljómandi vel hjá okkur síðast og fannst flestum nemendum þetta góð tilbreyting. Frá og með morgundeginum 22. mars og fram að páskaleyfi sem hefst þann 1. apríl verða því símalausir dagar. Þessa daga eiga nemendur að mæta án síma í skólann en ef þeir þurfa af einhverjum ástæðum að taka hann með í skólann láta foreldrar umsjónarkennara vita svo hægt sé að setja hann í læsta geymslu meðan á skóla stendur. Ef nemendur fylgja ekki þessu fyrirkomulagi afhenda þeir starfsmanni símann sem geymir hann í læstri hirslu þar til skóla lýkur. Þessi hugmynd var rædd í skólaráði skólans og hún samþykkt þar. Það er von okkar að símalausir dagar fái sama góða hljómgrunninn eins og síðast og við njótum samveru og samskipta án símanna.

Lesa meira

Útivistardagur á áætlun

Farið verður í Hlíðarfjall í dag skv. áætlun.

Lesa meira

Nemendur í 4. bekk unnu til verðlauna í teiknisamkeppni MS

Fyrir skömmu tók 4. bekkur skólans þátt í árlegri teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar. Alls bárust 1200 myndir í keppnina frá 60 skólum um land allt.  Að lokum vor tíu verðlaunamyndir valdar úr þessum mikla fjölda og var ein þeirra frá Síðuskóla. Það voru þær Edda Bjarney Víkingsdóttir, Aþena Vigdís Sigurðardóttir og Ragnheiður Lilja Steinarsdóttir sem teiknuðu myndina. Þær fengu allar  viðurkenningarskjal  en auk þess fékk myndin peningaverðlaun sem fara í bekkjarsjóð. Við óskum stelpunum innilega til hamingju með árangurinn. Á myndunum sem fylgja má sjá mynd af verðlaunahöfunum og verðlaunamyndinni. 

 

 

 
Lesa meira

Úrslit í 100 miða leiknum

Á söngsal í morgun voru tilkynnt úrslit í 100 miða leik skólans, en hann er hluti af SMT skólafærninni. Nemendur sem dregnir voru út fóru í heimsókn á Leikfangasafnið. Að þeirri heimsókn lokinni var farið í bakarí þar sem nemendur völdu sér bakkelsi og drykk. 
Lesa meira

Nýr samgöngusáttmáli kynntur á söngsal

Í morgun var söngsalur hjá okkur í Síðuskóla. Það voru 1. og 6. bekkur völdu lögin og tóku nemendur vel undir við undirleik Hemma Ara. Umhverfisnefnd kynnti nýjan Samgöngusáttmála Síðuskóla en markmið með honum eru: 

  • Minnka mengun með umhverfisvænum ferðamáta.

  • Hjálpa nemendum og starfsfólki að heilsuefla sig með virkum ferðamáta.

  • Minnka notkun bíla.

 

Hér má sjá myndir frá söngsal.

Lesa meira