It has been decided that our outdoor activity day will be on Thursday. The weather forecast looks excellent, so we have full confidence that it will work out this time.
Í vikunni voru þemadagar í skólanum. Á yngsta stigi var þemað heimabærinn minn þar sem unnið var með hverfin í bænum, innbæinn, þorpið, brekkuna og eyrina. Miðstig vann við undirbúning Barnamenningarhátíðar sem sjá má frekari upplýsingar um hér á heimasíðunni. Á unglingastiginu fræddust nemendur um hnattrænt jafnrétti, hugtakið rætt og tekjur fjölskyldna víðs vegar um heim bornar saman. Á miðvikudag var stöðvavinna, þá var farið í alls konar leiki sem reyndu á margs konar hæfileika og á fimmtudag var spilað, föndrað og tekinn góður göngutúr auk þess sem nærri helmingur nemenda eyddi morgninum í íþróttahúsinum í alls konar kappleikjum.
Vinnan tókst vel, var fjölbreytt og höfðu nemendur gaman af eins og sjá má á þessum myndum.
Nemendur og starfsmenn Síðuskóla hafa keppst við að lesa undanfarnar vikur. Þeir settu sér markmið að ná 200 metra löngum ormi sem myndi hlykkjast um alla ganga skólans. Við gerðum svo gott betur og náðum í allt 253 metrum sem samanstóð af 3159 litríkum hringum, en hver hringur táknaði eina lesna bók. Nemendur og starfsmenn Síðuskóla lásu því 3159 bækur dagana 12. febrúar-31. mars sem gerir um 8 bækur á mann að meðaltali. Ormurinn byrjaði í matsal skólans og fór um allt hús og náði loks að hringa sig í matsalnum aftur. Þetta er frábær árangur og virkilega gaman að sjá hvað allir lögðu sig fram um að lesa og hvað samvinnan skilar okkur góðum árangri. Hver árgangur og starfsmenn voru með sinn einkennislit þannig að ámyndbandinu sést einmitt vel hvað ormurinn varð á endanum langur og litríkur þegar allir leggjast sitt að mörkum.
Okkur tókst loksins að fara í fjallið í dag. Aðstæður voru frábærar og nutum við þess að vera úti í góða veðrinu.
It has been decided that our outdoor activity day will be on Thursday. The weather forecast looks excellent, so we have full confidence that it will work out this time.
Upphátt - upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri fór fram í gær, í Háskólanum á Akureyri. Fulltrúar Síðuskóla stóðu sig framúrskarandi og negldu báðar sinn lestur. Katrín Birta náði 2. sæti og óskum við henni til hamingju með árangurinn. Sóley stóð sig einnig frábærlega í afar harðri keppni. Úrslitin voru sem hér segir: Í fyrsta sæti var Valur Darri úr Brekkuskóla, Katrín Birta sem fyrr segir í öðru sæti og Inga Karen úr Brekkuskóla í þriðja sæti. Sjá myndir hér.
Gaman var að sjá hve mörg bekkjarsystkini þeirra Katrínar og Sóleyjar sátu á áhorfendabekkjunum og studdu okkar fulltrúa. Það er ekki síður svona samstaða og liðsandi sem gefur keppni sem þessari gildi. Fyrir utan gildi keppninnar í heild sinni þar sem allir nemendur 7. bekkjar taka þátt í ræktunarhluta hennar þar sem gildi tungumálsins og upplesturs er gert hátt undir höfði í námi og lífi nemendanna.