ÍSAT

Jazz hrekkur - List fyrir alla

Í morgun fékk yngsta stigið heimsókn frá ögn hræðilegum verum þegar "List fyrir alla" bauð uppá óhugnalega jasstónleika með hrekkjavökuívafi fyrir yngsta stigið. Söngkonan Ingibjörg Fríða seiddi fram Síðuskóladrauga og norn sem reyndust vera mjög flinkir á kontrabassa og píanó. 

Þessir draugar ganga annars undir listamannanöfnunum: Ingibjörg Fríða Helgadóttir söngkona, Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari og Leifur Gunnarsson bassaleikari

Sjá myndir hér

 

Lesa meira

Kvennafrídagurinn 24. október

English below:

Heil og sæl
Á morgun 24. október er kvennafrídagurinn 50 ára og haldið verður upp á það með samstöðufundi á Ráðhústorgi kl. 11.15. Mikil hvatning er í samfélaginu til kvenna og kvára að taka þátt í hátíðarhöldunum. Við munum þess vegna þurfa að gera breytingar á skólastarfinu á morgun. Nemendur í 5. - 10. bekk fara heim kl: 11:00 úr skólanum en munu fá að borða áður. Nemendum í 1. - 4. bekk verður sinnt af því starfsfólki sem við höfum til umráða eftir þann tíma en ef þið hafið tök á því að sækja börnin ykkar milli kl. 11 og 11.15 þá væri það gott fyrir okkur. Frístund verður opin en við mælumst til þess að þeir sem geta sótt börn sín geri það, þar sem mönnun verður í lágmarki. Við ítrekum það að matur verður í boði fyrir fyrir alla nemendur.
Með kveðju úr skólanum,
stjórnendur

 

Hello,

Tomorrow, October 24, marks the 50th anniversary of the Women’s Day Off, which will be celebrated with a solidarity gathering at Ráðhústorg at 11:15 a.m. There is strong encouragement across society for women and non-binary people to take part in the celebration.

We will therefore need to make some adjustments to the school schedule tomorrow. Students in grades 5–10 will go home at 11:00 a.m., but will have lunch before they leave. Students in grades 1–4 will be supervised by the staff available after that time, but if you are able to pick up your children between 11:00 and 11:15, it would be greatly appreciated.

The after-school program will remain open, but we encourage parents who can pick up their children to do so, as staffing will be limited. Please note that lunch will be provided for all students.

Best regards,
School Administration

Lesa meira

Bleikur dagur í Síðuskóla

Í dag fögnuðu nemendur og starfsmenn bleika deginum með því að klæðast bleiku. 

Bleiki dagurinn er hluti af Bleikum október sem er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að vera bleik - fyrir okkur öll. Bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu.

Myndir frá deginum

 

Lesa meira

Þemadagar í Síðuskóla

Í dag og á morgun eru þemadagar í Síðuskóla. Þá er hefðbundin kennsla lögð niður og nemendur vinna við hin ýmsu verkefni sem tengjast árshátíðinni og Hrekkjavökunni. Sjá myndir frá fyrri deginum hér.

Myndir frá seinni deginum.

 

 

Lesa meira

Lestrarlundur Síðuskóla

Í matssal skólans er óðum að fjölga fallegum laufum og trjám vegna lestrarátaks skólans. Nemendur hafa tekið vel við sér og verður gaman að fylgjast með sprettunni næstu daga og vikur. Hér má sjá þróunina í myndum. Á mánudaginn verður svo fyrsti útdráttur í lukkuleiknum, glaðningur fyrir hvert námsstig.

 

 

Lesa meira

Lestrarátak

Nú stendur yfir lestrarátak í Síðuskóla sem er skipulagt af læsisnefnd skólans. Hver og einn nemandi safnar laufblöðum fyrir heimalestur og fæst laufblað fyrir hverjar lesnar 30 mínútur. Laufblöðin festa nemendur síðan á tré sem búið er að útbúa í gluggum í matsalnum. Með hverju laufblaði fylgir lukkumiði sem nemandi fyllir út með nafni og bekk og settur er í þar til gerðan kassa. Dreginn er út einn nemandi á hverju stigi úr pottinum í lok hverrar viku og hljóta hinir heppnu smá glaðning. Átakið stendur til 24. október nk., við hvetjum alla nemendur til vera duglega að lesa heima og vonumst til að fylla matsalinn af fallegum trjám og laufblöðum.

Lesa meira

Náttúrufræðingur Síðuskóla 2025

Á föstudaginn var útnefndur Náttúrufræðingur Síðuskóla 2025 auk þess sem nemendum í hverjum árgangi voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í „Náttúrufræðingnum" sem er keppni haldin ár hvert á degi íslenskrar náttúru. 

Í ár er Sóley Líf Pétursdóttir, 6. bekk,  Náttúrufræðingur Síðuskóla 2025 og fer nafn hennar á platta upp á vegg ásamt öllum "Náttúrufræðingum" skólans frá árinu 2002. Eftirfarandi nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur: 

Sverrir Ásberg Friðriksson, 2. bekk

Lárus Daði Bernharðsson, 4. bekk

Þórunn Gunný Gunnarsdóttir, 4. bekk

Bjarki Freyr Hannesson, 5. bekk

Selma Sif Elíasdóttir, 5. bekk

Sara Björk Kristjánsdóttir, 6. bekk

Katrín Birta Birkisdóttir, 8. bekk

Ásdís Hanna Sigfúsdóttir, 10. bekk

Hekla Björg Eyþórsdóttir, 10. bekk

Hér má sjá myndir frá samverustundinni á föstudaginn síðasta þar sem viðurkenningar voru veittar.

 

Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ í Síðuskóla

Fimmtudaginn 18. september fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram í Síðuskóla. Hlaupið hófst kl. 10:30 oog gátu nemendur valið að hlaupa frá einum og upp í sex hringi. Að lokum var reiknað út meðaltal hringja í hverjum árgangi og vann sá árgangur sem átti besta meðaltalið. Sá bekkur sem náði bestu meðaltali var 4. bekkur. 

Ólympíuhlaup ÍSÍ er árlegt heilsuverkefni sem miðar að því að hvetja börn og ungmenni til aukinnar hreyfingar og heilbrigðs lífsstíls. 

Frekar svalt var úti en þurrt og það skapaðist góð stemming þar sem Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, sá um upphitun fyrir hlaupið og vakti mikla lukku – ekki síst hjá yngstu nemendunum.

Hér má sjá myndir frá hlaupinu.

Fleiri myndir.

Hér er myndband frá hlaupinu.

Lesa meira