ÍSAT

Náttúrufræðingur Síðuskóla 2025

Á föstudaginn var útnefndur Náttúrufræðingur Síðuskóla 2025 auk þess sem nemendum í hverjum árgangi voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í „Náttúrufræðingnum" sem er keppni haldin ár hvert á degi íslenskrar náttúru. 

Í ár er Sóley Líf Pétursdóttir, 6. bekk,  Náttúrufræðingur Síðuskóla 2025 og fer nafn hennar á platta upp á vegg ásamt öllum "Náttúrufræðingum" skólans frá árinu 2002. Eftirfarandi nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur: 

Sverrir Ásberg Friðriksson, 2. bekk

Lárus Daði Bernharðsson, 4. bekk

Þórunn Gunný Gunnarsdóttir, 4. bekk

Bjarki Freyr Hannesson, 5. bekk

Selma Sif Elíasdóttir, 5. bekk

Sara Björk Kristjánsdóttir, 6. bekk

Katrín Birta Birkisdóttir, 8. bekk

Ásdís Hanna Sigfúsdóttir, 10. bekk

Hekla Björg Eyþórsdóttir, 10. bekk

Hér má sjá myndir frá samverustundinni á föstudaginn síðasta þar sem viðurkenningar voru veittar.

 

Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ í Síðuskóla

Fimmtudaginn 18. september fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram í Síðuskóla. Hlaupið hófst kl. 10:30 oog gátu nemendur valið að hlaupa frá einum og upp í sex hringi. Að lokum var reiknað út meðaltal hringja í hverjum árgangi og vann sá árgangur sem átti besta meðaltalið. Sá bekkur sem náði bestu meðaltali var 4. bekkur. 

Ólympíuhlaup ÍSÍ er árlegt heilsuverkefni sem miðar að því að hvetja börn og ungmenni til aukinnar hreyfingar og heilbrigðs lífsstíls. 

Frekar svalt var úti en þurrt og það skapaðist góð stemming þar sem Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, sá um upphitun fyrir hlaupið og vakti mikla lukku – ekki síst hjá yngstu nemendunum.

Hér má sjá myndir frá hlaupinu.

Fleiri myndir.

Hér er myndband frá hlaupinu.

Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru og 10. Grænfáninn afhentur

Í dag, 16. september, fögnum við degi íslenskrar náttúru. Nemendur unnu alls kyns verkefni á uppbrotsdegi að því tilefni. Eftir hádegi var safnast á sal til að taka við 10. grænfánanum frá Borghildi Gunnarsdóttur fulltrúa Landverndar. Þetta er stór áfangi því nú hefur Síðuskóli verið Grænfánaskóli í meira en 20 ár og var meðal fyrstu skólunum á Íslandi til að taka upp stefnu og vinnu Grænfánaskólanna. Og má segja að skólastarfið litist á margan hátt af náttúruvernd og góðum áherslum sem hlúir að nærsamfélaginu og umhverfi okkar. 

Grænfáninn er umhverfisviðurkenning fyrir skóla og nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Hér í skólanum höfum við markvisst unnið í anda okkar umhverfisstefnu og aukið umhverfisvitund til að ná því marki að fá að flagga nýjum fána á tveggja ára fresti. Við sýnum að okkur er ekki sama- við viljum leggja okkar af mörkum til að gera skólann og samfélagið grænna og betra.

Það er ekki sjálfgefið að fá fánann heldur verður að vinna að því til að fá hann endurnýjaðan. Við höfum m.a. flokkað og haldið flokkunarkeppni, erum með moltugerð fyrir lífrænan úrgang, unnið að því að draga úr orkunotkun, tekið þátt í verkefninu Gengið í skólann og dregið verulega úr matarsóun. Náttúrufræðingur Síðuskóla á svo sinn fasta sess hér í skólastarfinu.

Þetta er nefnilega ekki bara fáni- heldur tákn um samvinnu, ábyrgð og framtíðarsýn. Við lifum á Íslandi einstöku og fallegu landi. Við erum með hreina náttúru, ferskt vatn og hreint loft en þessi verðmæti eru ekki sjálfsögð. Þess vegna er svo mikilvægt að við lærum að bera virðingu fyrir umhverfinu.

Einkunnarorð Síðuskóla eru ábyrgð, virðing og vinátta en öll þessi orð tengjast umhverfismennt á einhvern hátt.

Sjá myndir hér.

 

 

Lesa meira

Gönguferð í frábæru veðri í dag

Nemendur og starfsfólk Síðuskóla fóru í gönguferð í dag. Lagt var af stað frá bílastæði neðan við Fálkafell og gengið yfir í Kjarnaskóg. Lengi hefur staðið til að fara í þessa ferð og loksins tókst það! 

Veðrið lék við okkur, sólin skein og stemmingin var frábær. Virkilega góður dagur hjá okkur í dag.

Hér má skoða myndir úr gönguferðinni.

 

Lesa meira

Göngum í skólann hófst í dag

Göngum í skólann verkefnið hófst í dag en markmið þess er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni sína til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Í tilefni þess gengu nemendur og starfsfólk Síðuskóla skólahringinn. 

Hér má sjá myndir frá því í morgun.

Lesa meira

Gönguferð frestað

Við höfum tekið þá ákvörðun að fresta gönguferð sem átti að vera á morgun (miðvikudag 3. september) þar sem bætt hefur i úrkomuspá. Við munum fara í gönguferð jafnvel með stuttum fyrirvara næsta góðviðrisdag sem kemur.

Lesa meira

6.bekkur á veiðum með Húna

6. bekkur Síðuskóla slóst í för með Húna þriðjudaginn var, 26.ágúst. Farið er ár hvert með alla 6. bekki Akureyrar í fræðsluferð með Húna. Húni siglir með nemendur um Eyjafjörð, fræðir þau um allt mögulegt sem tengist sjóferðum og sögu bátsins. Einnig er farið yfir öryggi um borð, lífríki sjávar, söguna meðfram ströndinni og endað á því að renna fyrir fiski sem er svo grillaður og snæddur um borð. Einsog sjá má á myndum gerðu okkar nemendur afskaplega góða og skemmtilega ferð.

Sjá myndir hér

Og fleiri myndir hér :)

Lesa meira

Stafræn skóladagatöl aðgengileg foreldrum á Akureyri

Ný stafræn lausn er nú komin í notkun sem gerir foreldrum kleift að nálgast stafræna útgáfu af skóladagatölum allra leik- og grunnskóla á Akureyri. Lausnin er aðgengileg á vefslóðinni https://reiknivelar.akureyri.is/skoladagatol

Foreldrar geta valið einn eða fleiri skóla og hlaðið niður dagatölunum sem svokallaðri ICS skrá, sem opnast í öllum helstu dagatalsforritum, svo sem Outlook, Google Calendar og fleiri.

Með þessu móti geta foreldrar auðveldlega fylgst með helstu viðburðum skólaársins, eins og skipulagsdögum, vetrarfríum, skólaslitum og fleiru – og jafnvel fengið sjálfvirkar áminningar beint í símann eða tölvuna.

Lesa meira

Skólasetning Síðuskóla

Í dag var Síðuskóli settur og mættu nemendur hressir og kátir aftur eftir sumarfrí. Ólöf skólastjóri setti skólann og ræddi stuttlega við nemendur um verkefni vetrarins og minnti á einkunnarorð skólans: Ábyrgð, virðing og vinátta sem eiga að vera endurspegla alla vinnu og veru í skólanum. Við erum ein stór fjölskylda í Síðuskóla, nemendur, starfsmenn og foreldrar, og megum öll vera einsog við erum.. "sumir einsog álfar og aðrir tröll.... saman við klífum fjöll".

Hér eru nokkrar myndir sem smellt var af á sal og inni í stofum.

 

 

 

Lesa meira

Skólasetning Síðuskóla haustið 2025

Síðuskóli verður settur föstudaginn 22. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 5. bekkur mætir kl. 9:00.
6. - 10. bekkur mætir kl. 10:00.
Nemendur mæta í sínar heimastofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Hér fyrir neðan er hægt að sjá kort af skólanum og á því eru heimastofur bekkjanna. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara með tölvupósti.

Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með börnunum sínum á skólasetningu, við biðjum þá sem mæta með sínum börnum að mæta með þeim fyrst í heimastofu.

Lesa meira