ÍSAT

Útivistardagur / Outdoor activity day

Búið er að ákveða að fara í fjallið á fimmtudaginn, veðurspá er ljómandi góð svo við höfum við fulla trú á að þetta takist í þetta skiptið.
 

It has been decided that our outdoor activity day will be on Thursday. The weather forecast looks excellent, so we have full confidence that it will work out this time.

 
 
Lesa meira

Upphátt - Síðuskóli náði 2. sæti

Upphátt - upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri fór fram í gær, í Háskólanum á Akureyri. Fulltrúar Síðuskóla stóðu sig framúrskarandi og negldu báðar sinn lestur. Katrín Birta náði 2. sæti og óskum við henni til hamingju með árangurinn. Sóley stóð sig einnig frábærlega í afar harðri keppni. Úrslitin voru sem hér segir: Í fyrsta sæti var Valur Darri úr Brekkuskóla, Katrín Birta sem fyrr segir í öðru sæti og Inga Karen úr Brekkuskóla í þriðja sæti. Sjá myndir hér.

Gaman var að sjá hve mörg bekkjarsystkini þeirra Katrínar og Sóleyjar sátu á áhorfendabekkjunum og studdu okkar fulltrúa. Það er ekki síður svona samstaða og liðsandi sem gefur keppni sem þessari gildi. Fyrir utan gildi keppninnar í heild sinni þar sem allir nemendur 7. bekkjar taka þátt í ræktunarhluta hennar þar sem gildi tungumálsins og upplesturs er gert hátt undir höfði í námi og lífi nemendanna. 

Lesa meira

Upphátt - upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri

Upphátt - upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri fer fram þriðjudaginn 18. mars kl. 14:30 í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Fyrir hönd Síðuskóla keppa þær Katrín Birta og Sóley Katla úr 7. bekk og óskum við þeim góðs gengis. 

Öll eru velkomin á keppnina og verða veitingar og skemmtiatriði... fyrir utan aðalatriðið sem eru 14 flottir lesarar úr grunnskólum bæjarins. Fjölmennum og hvetjum sérstaklega okkar konur í keppninni :)

Lesa meira

100 miða leikurinn

Þann 17. febrúar hófum við 100 miða leikinn sem er árlegur viðburður í skólastarfinu. Leikurinn stendur yfir í tvær vikur og er markmiðið með honum að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglunum. Starfsmenn gefa 10 nemendum á dag sérstaka hrósmiða sem eru settir á spjald með reitum merktum frá 1 til 100. Búið er að velja vinningsröð á spjaldinu og kemur svo í ljós í lok leiks hvaða nemendur eru í vinningsröðinni. Í morgun voru úrslit leiksins tilkynnt og hver verðlaunin voru í ár. 

Í ár var vinningsröðin nr. 71-80 og í henni voru: Aþena Máney 4. bekk, Jóhannes Þór 8. bekk, Elvar Darri 7. bekk, Styrmir Snær 5. bekk, Daníel Arnar 10. bekk, Kristófer Erik 2. bekk, Trausti Freyr 9. bekk, Atli Jakob 10. bekk, Hanna María 6. bekk og Hilmir Kató 4. bekk. Þau fara saman í pílu á Skor og út að borða í hádeginu á Glerártorgi. Til hamingju öll :)

Áður en úrslitin voru tilkynnt hitaði 1. bekkur salinn upp með sigurlagi júróvisjón í ár, laginu Róa með Væb.

Hér má sjá myndir.

 

 

Lesa meira

Upphátt í Síðuskóla

Í dag var undankeppni fyrir Upphátt upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk. Eftir afar sterka keppni meðal þeirra 11 nemenda sem höfðu lesið sig inn í aðra umferð keppninnar, var það niðurstaða dómnefndar að Katrín Birta og Sóley Katla báru sigur úr býtum og verða fulltrúar Síðuskóla í lokakeppninni sem fram fer í hátíðarsal Háskólans á Akureyri þann 18. mars n.k.

Dómarar keppninnar voru þær Eyrún Skúladóttir og Jónína Sveinbjörnsdóttir. Aðrir keppendur voru Einar Máni, Elvar Darri, Katla Valgerður, Katrín, Kolfinna Kara, Natalía Nótt, Óliver Andri, Sigurður Atli og Viktoría Rós. Öll fengu rós og hrós fyrir fallegan og góðan lestur að lokum og gaman að sjá hve mikinn metnað 7. bekkur lagði í verkefnið. Hér má sjá myndir frá keppninni.

Lesa meira