Litlu jólin verða föstudaginn 19. desember. Allir nemendur koma í skólann kl. 9.00 og fara heim um kl. 11.00. Dagskrá verður á sal þar sem nemendur í leiklistarvali á miðstigi sýna jólaleikrit og einnig er samvera í heimastofum. Að lokum hittast svo allir í íþróttasalnum og ganga saman í kringum jólatréð.
Frístund er opin þennan dag fyrir þá sem þar eru skráðir.