Fréttir

Skólaslit Síðuskóla 2025

Skólaslit Síðuskóla voru í gær við hátíðlegar athafnir. Fyrst hjá nemendum 1.-5. bekkjar. Svo hjá nemendum 6.-9. bekkjar og að lokum voru nemendur 10. bekkjar útskrifaðir í Glerárkirkju og fáeinir starfsmenn kvaddir sem láta af störfum. 5 ára útskriftarnemendur komu í heimsókn einsog hefð er fyrir og talaði Eva Wiium fyrir hönd þeirra til 10. bekkjar með góð orð í nesti fyrir komandi tíma. Boðið var uppá kaffi í Síðuskóla að útskrift lokinni og áttu gestir notalega stund saman þar. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.

Lesa meira

Líf og fjör síðasta skóladaginn :)

Í dag var síðasti skóladagurinn í Síðuskóla þetta skólaárið. Brugðið var á leik í allan morgun á öllum skólastigum, aðallega í húsi en 7. bekkur fór alla leið í miðbæinn í ratleik. Nemendur og starfsmenn fóru í ýmsa leiki, bæði fjöruga og rólega. Hér að neðan má fá innsýn inn í daginn hjá eftir skólastigum:

Yngsta stig

Miðstig

Unglingastig

Lesa meira

Verðandi 1. bekkingar í heimsókn

Það var stór stund hjá okkur í gær þegar verðandi 1. bekkingar komu í heimsókn í fylgd foreldra/forráðamanna, en 31 nemendur munu hefja skólagöngu í Síðuskóla í haust. Krakkarnir fóru í stofur með verðandi umsjónarkennurum og þroskaþjálfa, þeim Lilju, Öldu Ýr og Höllu Björgu. Á meðan fengu foreldrarnir fræðslu um skólann. Það var virkilega gaman að fá hópinn til okkar og ekki annað að sjá en að allir væru tilbúnir að hefja skólagöngu í ágúst. Sjá myndir hér.

Lesa meira

Styrkur til barnadeildar Sjúkrahússins á Akureyri

Í dag afhenti miðstig Síðuskóla styrk til barnadeildar SAK að upphæð 550.000.- Það var afrakstur söfnunar á Barnamenningarhátíðinni sem nemendur ásamt kennurum þeirra stóðu fyrir í lok apríl. Fulltrúi úr hverjum bekk afhentu Elmu Rún Ingvarsdóttur, sérfræðingi í barnahjúkrun á barnadeild SAK. Slegin var upp smá vöffluveisla í lokin til að verðlauna nemendum þetta góða framtak. Elma Rún sagði upphæðina koma að mjög góðum notum því slíkar gjafir gerðu þeim kleift að kaupa búnað á deildina sem gerir dvölina fyrir börn og fjölskyldu þeirra ánægjulegri. Var nemendum þökkum kærlega þetta góða og fallega framtak.

Sjá myndir hér.

Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla 2025

Skólaslit Síðuskóla verða fimmtudaginn 5. júní.

Árgangar mæta í heimastofur og fara saman í sal. Þar kveður skólastjórinn fyrir hönd skólans og síðan fara nemendur í sínar heimastofur þar sem hópurinn er kvaddur. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með sínum börnum. Við miðum við að skólinn sé í eina klukkustund.

  • Klukkan 9:00 1.-5. bekkur
  • Klukkan 10:00 6.-9. bekkur

Útskrift 10. bekkjar kl. 15:00 í Glerárkirkju og kaffi í skólanum á eftir fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra og starfsfólk.

 

 

Lesa meira

Glæsilegur árangur Sámuels í ungverskri málfræðikeppni

Það er gaman að segja frá því að Sámuel, nemandi í 9. bekk í Síðuskóla sem kom til okkar frá Ungverjalandi síðasliðið sumar, hefur nýlokið keppni í heimalandinu. Keppt er í ungverskri málfræði á landsvísu í bekkjum 5. - 8. (sem er 6. - 9. bekkur á Íslandi). Það er skemmst frá því að segja að Sámuel var í 9. sæti á landsvísu sem er frábær árangur og til að kóróna það fékk hann sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í málfræðikeppninni öll árin sem hann hefur tekið þátt. 

Að sjálfsögðu mætti hann í keppnina Síðuskólapeysunni sinni 😀

 Við óskum Sámuel og fjölskyldu hans til hamingju með árangurinn. 

Lesa meira

Söngsalur á yngsta stigi

Fjör á síðasta söngsal vetrarins hjá yngsta stigi eins og sjá má á myndum hér. 

1. bekkur fékk að opna stundina með tveimur lögum sem þau hafa verið að æfa. Heimir tók svo við með vinsælustu lög vetrarins og allir tóku vel undir. Alltaf gaman að syngja svolítið.