Fréttir

20.000 miða hátíð

Í gær var 20.000 miða hátíðin hjá okkur í skólanum. Hún er haldin þegar nemendur hafa safnað þessum fjölda hrósmiða og þá er haldin hátíð þar sem allir nemendur skólans njóta góðs árangurs. Undafarin ár höfum við haft ýmislegt á dagská, zumba dans, pizzuveislu, tónlistarskemmtun og fleira. Í ár kom Einar Mikael töframaður til okkar og var með töfrasýningu og voru nemendur hæstánægð með sýninguna. Hér má sjá myndir frá þessum skemmtilega viðburði.
Lesa meira

Óveður í kortunum

Þar sem spáð er töluverðum vindhraða í nótt og á morgun, ásamt því að gul viðvörun er í gildi, vekjum við athygli forráðamanna á verklagsreglum sviðstjóra fræðslusviðs vegna óveðurs eða ófærðar.
Lesa meira

Jólakveðja

Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum, aðstandendum, samstarfsmönnum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla með þökk fyrir samstarfið á árinu. Við hlökkum til áframhaldandi samvinnu á komandi ári. Með kveðju, starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira

Jólauppbrotsdagur 5. desember

Miðvikudaginn 5. desember var uppbrotsdagur í skólanum tengdur jólum. Við byrjuðum á söngsal upp úr klukkan átta.
Lesa meira

Myndir frá árshátíð Síðuskóla 2018

Árshátíð Síðuskóla 29. og 30. nóvember 2018. Smellið á fyrirsögn fréttarinnar til að sjá myndir.
Lesa meira

Minni á verklagsreglur um óveður og eða ófærð

Kæru foreldrar og aðrir aðstandendur Þar sem úti er alltaf að snjóa og sum staðar hefur ófærð skapast á götum úti viljum við minna á verklagsreglur Fræðslusviðs í sambandi við óveður og /ófærð. Sjá hér að neðan:
Lesa meira

Grunnmenntun PMT

Í morgun var útskrift úr grunnmenntun PMT hér á Akureyri. Í þessum hóp voru tveir starfsmenn Síðuskóla, þær Systa og Halla. Námskeið þetta er ætlað fagfólki sem kemur að vinnu með börnum sem sýna hegðunarerfiðleika. Við óskum þeim Systu og Höllu innilega til hamingju með þennan áfanga og látum hér fylgja mynd sem tekin var við útskriftina.
Lesa meira