Fréttir

Árshátíð Síðuskóla 29. og 30. nóvember nk.

Árshátíð Síðuskóla verður haldinn fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. nóvember nk. Á fimmtudeginum hefst skóli klukkan 8:00 og stendur til kl. 13:00 hjá yngstu nemendum en 5.—10.bekkur hættir um hádegisbil. Athugið að 1. bekkur dvelur í skólanum fram að sýningu kl. 14:00 þennan dag þar sem þeir taka þátt í fyrstu foreldrasýningunni. Eldri nemendur ljúka skóla um hádegi en það getur verið aðeins breytilegt eftir því hvernig stendur á. Klukkan 14:00 hefst fyrsta foreldrasýning og þá tekur við dagskrá samkvæmt meðfylgjandi skipulagi. Á föstudag er engin kennsla samkvæmt stundaskrá heldur mæta nemendur í skólann miðað við skipulag, sem sjá má hér.
Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti í Síðuskóla

Baráttudagur gegn einelti var fimmtudaginn 8. nóvember. Í Síðuskóla hittust vinabekkirnir og áttu saman góða stund í spilum, leikjum og æfingum í íþróttasalnum. Svo fóru vinabekkjarhóparnir í matsalinn þar sem gluggarnir voru skreyttir með því að nemendur teiknuðu útlínur handa sinna. Þetta var skemmtilegt verkefni, góð samvinna og lífgar upp á starfið í skólanum. Hér má sjá myndir af gluggunum í matsalnum.
Lesa meira

Ferð á Súlur aflýst sem og göngu í Fálkafell-Gamla

Því miður er skyggnið þannig í dag að ekki er hægt að fara með hóp nemenda á Súlur eins og til stóð. Það er svo lágskýjað að ekki sést í Fálkafell svo þeirri göngu er líka aflýst. Allir nemendur mæta í skólann, til umsjónarkennara og fara í hópa með öðrum nemendum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá tengdri lýðheilsu.
Lesa meira

Skólabyrjun

Síðuskóli var settur þann 21. ágúst. Nemendur hefja skólaárið skv. stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst. Valgreinar á unglingastigi byrja þó ekki fyrr en í vikunni 27. - 31. ágúst. Þá mun 1. bekkur ekki hefja nám fyrr en fimmtudaginn 23. ágúst en seinni viðtalsdagur nemenda og foreldra hjá umsjónarkennara er miðvikudaginn 22. ágúst.
Lesa meira