Fréttir

Sumarkveðja

Nú er skólaárið á enda og um leið og við þökkum samstarfið í vetur óskum við öllum gleðilegs sumars og vonum að allir njóti sín í sumarleyfinu. Skrifstofan lokar nú en opnar að nýju miðvikudaginn 3. ágúst og skólinn verður settur mánudaginn 22. ágúst.

Með sumarkveðju, starfsfólk Síðuskóla.

Lesa meira

Myndir frá umhverfisdögum

Veðrið lék við okkur á umhverfisdögum Síðuskóla þar sem árgangar fóru um bæinn og nágrenni hans, lærðu á umhverfið og léku sér í leiðinni. Vorhátíð FOKS var einnig haldin á skólalóðinni, settir voru upp hoppukastalar og boðið var upp á andlitsmálningu. Að lokum voru grillaðar pylsur í innigarðinum. 

 Hér má sjá fullt af skemmtilegum myndum. 

Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla 2022

Síðuskóla var slitið 4. júní síðastliðinn. Nemendur í 1. -9. bekk mættu á skólaslit í skólanum um morguninn og nemendur 10. bekkjar í Glerárkirkju kl. 15 þar sem þeir voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni var 31 nemandi útskrifaður úr 10. bekk. 
Um leið og við óskum 10. bekk innilega til hamingju með útskriftina þökkum við kærlega fyrir samstarfið í vetur.  
 
 
Lesa meira

Nemendur í Síðuskóla söfnuðu tæplega 350 þúsund krónum í Góðgerðarhlaupi UNICEF

Góðgerðarhlaup UNICEF fór fram í Síðuskóla 2. maí síðastliðinn. Hlaupið er fræðslu- og fjáröflunarverkefni þar sem íslenskum börnum gefst tækifæri á að fræðast um aðstæður jafnaldra sinna víða um heim og með hollri hreyfingu safna fé fyrir starfi í þágu barna í fátækari ríkjum heims. Nemendur Síðuskóla stóðu sig heldur betur vel í að safna áheitum en það söfnuðust 343.551 krónur! 

 Við viljum nýta tækifærið og deila með ykkur dæmum um hvað hægt er að gera fyrir upphæðina sem safnaðist!

Fyrir þessa upphæð er meðal annars hægt að kaupa skóla í kassa sem er bráðabirgðaskóli með námgsgögnum fyrir 40 börn. Hann er fullur af stílabókum, blýöntum, skærum, litum og öðru. Þessu gæti líka fylgt leikjakassi sem nýtist á barnvænum svæðum UNICEF um allan heim. Slík svæði eru meðal annars sett upp þar sem átök ríkja og í flóttamannabúðum. Þar geta börn fundið öryggi og gleði á erfiðum tímum, haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum. Fótboltar, sippubönd, sögubækur og önnur leikföng sem nýtast allt að 90 börnum á barnvænum svæðum.

Hér má sjá myndir frá hlaupinu.

Lesa meira

Verðandi 1. bekkur í heimsókn

Það var kátt á hjalla í gær þegar verðandi 1. bekkingar komu í heimsókn í Síðuskóla í fylgd foreldra/forráðamanna. Á meðan foreldrarnir fengu fræðslu um skólann fóru nemendur í sínar stofur í fylgd kennara. Áhuginn skein af þessum flotta hópi verðandi nemenda skólans og erum við full tilhlökkunar að fá þennan flotta hóp til okkar í haust.

Hér má sjá myndir frá gærdeginum.  

Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla

Skólaárið er senn á enda en síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 2. júní.
Skólaslit verða föstudaginn 3. júní. Árgangar mæta í heimastofur og fara þaðan saman á sal. Skólastjórinn kveður fyrir hönd skólans, síðan fara nemendur í sínar heimastofur þar sem hópurinn er kvaddur. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með sínum börnum. Við miðum við að skólinn sé í eina klukkustund.
 
  • Klukkan 9:00 1.-5. bekkur
  • Klukkan 10:00 6.-9. bekkur

Útskrift 10. bekkjar verður kl. 15:00 í Glerárkirkju, kaffiveitingar í skólanum á eftir.

Engar fjöldatakmarkanir!

Lesa meira

Lokahátíð Litlu upplestrarkeppninnar í 4. bekk

Lokahátíð Litlu upplestrarkeppninnar í 4. bekk var haldin á sal skólans í síðustu viku. Keppnin hófst formlega á Degi íslenskrar tungu í nóvember. Á dagskránni var lestur og söngur nemenda en foreldrum var boðið að koma og fylgjast með. Hátíðin heppnaðist vel, allir stóðu sig með sóma og skiluðu sínu vel.

 

Lesa meira

Nemendur í 10. bekk kepptu við starfsmenn skólans

Í dag skoruðu nemendur í 10. bekk á starfsmenn að keppa við sig í körfubolta, fótbolta og skotbolta.

10. bekkingar stóðu uppi sem sigurvegarar og unnu tvær greinar og gerðu jafntefli í þeirri þriðju. 

Hér má sjá myndir. 

Lesa meira

Málað í sumarblíðunni

Börnin í skólanum nýttu góðaveðrið í dag til að hressa upp á leikina sem málaðir eru á skólalóðina. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.

Lesa meira

Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri

Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri heimsótti Síðuskóla í gær og hélt skemmtilega tónleika fyrri nemendur í 1.-5. bekk og þökkum við þeim kærlega fyrir það.

Myndir frá viðburðinum má finna hér.

 

Lesa meira