Fréttir

Þemadagar í Síðuskóla

Í dag og á morgun eru þemadagar í Síðuskóla. Þá er hefðbundin kennsla lögð niður og nemendur vinna við hin ýmsu verkefni sem tengjast árshátíðinni og Hrekkjavökunni. Sjá myndir frá fyrri deginum hér.

Myndir frá seinni deginum.

 

 

Lesa meira

Lestrarlundur Síðuskóla

Í matssal skólans er óðum að fjölga fallegum laufum og trjám vegna lestrarátaks skólans. Nemendur hafa tekið vel við sér og verður gaman að fylgjast með sprettunni næstu daga og vikur. Hér má sjá þróunina í myndum. Á mánudaginn verður svo fyrsti útdráttur í lukkuleiknum, glaðningur fyrir hvert námsstig.

 

 

Lesa meira

Lestrarátak

Nú stendur yfir lestrarátak í Síðuskóla sem er skipulagt af læsisnefnd skólans. Hver og einn nemandi safnar laufblöðum fyrir heimalestur og fæst laufblað fyrir hverjar lesnar 30 mínútur. Laufblöðin festa nemendur síðan á tré sem búið er að útbúa í gluggum í matsalnum. Með hverju laufblaði fylgir lukkumiði sem nemandi fyllir út með nafni og bekk og settur er í þar til gerðan kassa. Dreginn er út einn nemandi á hverju stigi úr pottinum í lok hverrar viku og hljóta hinir heppnu smá glaðning. Átakið stendur til 24. október nk., við hvetjum alla nemendur til vera duglega að lesa heima og vonumst til að fylla matsalinn af fallegum trjám og laufblöðum.

Lesa meira

Náttúrufræðingur Síðuskóla 2025

Á föstudaginn var útnefndur Náttúrufræðingur Síðuskóla 2025 auk þess sem nemendum í hverjum árgangi voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í „Náttúrufræðingnum" sem er keppni haldin ár hvert á degi íslenskrar náttúru. 

Í ár er Sóley Líf Pétursdóttir, 6. bekk,  Náttúrufræðingur Síðuskóla 2025 og fer nafn hennar á platta upp á vegg ásamt öllum "Náttúrufræðingum" skólans frá árinu 2002. Eftirfarandi nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur: 

Sverrir Ásberg Friðriksson, 2. bekk

Lárus Daði Bernharðsson, 4. bekk

Þórunn Gunný Gunnarsdóttir, 4. bekk

Bjarki Freyr Hannesson, 5. bekk

Selma Sif Elíasdóttir, 5. bekk

Sara Björk Kristjánsdóttir, 6. bekk

Katrín Birta Birkisdóttir, 8. bekk

Ásdís Hanna Sigfúsdóttir, 10. bekk

Hekla Björg Eyþórsdóttir, 10. bekk

Hér má sjá myndir frá samverustundinni á föstudaginn síðasta þar sem viðurkenningar voru veittar.

 

Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ í Síðuskóla

Fimmtudaginn 18. september fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram í Síðuskóla. Hlaupið hófst kl. 10:30 oog gátu nemendur valið að hlaupa frá einum og upp í sex hringi. Að lokum var reiknað út meðaltal hringja í hverjum árgangi og vann sá árgangur sem átti besta meðaltalið. Sá bekkur sem náði bestu meðaltali var 4. bekkur. 

Ólympíuhlaup ÍSÍ er árlegt heilsuverkefni sem miðar að því að hvetja börn og ungmenni til aukinnar hreyfingar og heilbrigðs lífsstíls. 

Frekar svalt var úti en þurrt og það skapaðist góð stemming þar sem Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, sá um upphitun fyrir hlaupið og vakti mikla lukku – ekki síst hjá yngstu nemendunum.

Hér má sjá myndir frá hlaupinu.

Fleiri myndir.

Hér er myndband frá hlaupinu.

Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru og 10. Grænfáninn afhentur

Í dag, 16. september, fögnum við degi íslenskrar náttúru. Nemendur unnu alls kyns verkefni á uppbrotsdegi að því tilefni. Eftir hádegi var safnast á sal til að taka við 10. grænfánanum frá Borghildi Gunnarsdóttur fulltrúa Landverndar. Þetta er stór áfangi því nú hefur Síðuskóli verið Grænfánaskóli í meira en 20 ár og var meðal fyrstu skólunum á Íslandi til að taka upp stefnu og vinnu Grænfánaskólanna. Og má segja að skólastarfið litist á margan hátt af náttúruvernd og góðum áherslum sem hlúir að nærsamfélaginu og umhverfi okkar. 

Grænfáninn er umhverfisviðurkenning fyrir skóla og nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Hér í skólanum höfum við markvisst unnið í anda okkar umhverfisstefnu og aukið umhverfisvitund til að ná því marki að fá að flagga nýjum fána á tveggja ára fresti. Við sýnum að okkur er ekki sama- við viljum leggja okkar af mörkum til að gera skólann og samfélagið grænna og betra.

Það er ekki sjálfgefið að fá fánann heldur verður að vinna að því til að fá hann endurnýjaðan. Við höfum m.a. flokkað og haldið flokkunarkeppni, erum með moltugerð fyrir lífrænan úrgang, unnið að því að draga úr orkunotkun, tekið þátt í verkefninu Gengið í skólann og dregið verulega úr matarsóun. Náttúrufræðingur Síðuskóla á svo sinn fasta sess hér í skólastarfinu.

Þetta er nefnilega ekki bara fáni- heldur tákn um samvinnu, ábyrgð og framtíðarsýn. Við lifum á Íslandi einstöku og fallegu landi. Við erum með hreina náttúru, ferskt vatn og hreint loft en þessi verðmæti eru ekki sjálfsögð. Þess vegna er svo mikilvægt að við lærum að bera virðingu fyrir umhverfinu.

Einkunnarorð Síðuskóla eru ábyrgð, virðing og vinátta en öll þessi orð tengjast umhverfismennt á einhvern hátt.

Sjá myndir hér.

 

 

Lesa meira

Gönguferð í frábæru veðri í dag

Nemendur og starfsfólk Síðuskóla fóru í gönguferð í dag. Lagt var af stað frá bílastæði neðan við Fálkafell og gengið yfir í Kjarnaskóg. Lengi hefur staðið til að fara í þessa ferð og loksins tókst það! 

Veðrið lék við okkur, sólin skein og stemmingin var frábær. Virkilega góður dagur hjá okkur í dag.

Hér má skoða myndir úr gönguferðinni.

 

Lesa meira

Göngum í skólann hófst í dag

Göngum í skólann verkefnið hófst í dag en markmið þess er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni sína til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Í tilefni þess gengu nemendur og starfsfólk Síðuskóla skólahringinn. 

Hér má sjá myndir frá því í morgun.

Lesa meira