Fréttir

Vorhátíð Síðuskóla

Vorhátíð Síðuskóla verður haldin 21. maí kl. 16:30 Ýmislegt skemmtilegt í boði s.s. andlitsmálun, hoppukastali, tombóla, pylsur, pop og svali.
Lesa meira

Þemadagur og UNICEF góðgerðarhlaup

Í dag var þemadagur í skólanum. Fyrri hluta dagsins unnu nemendur margvísleg verkefni á stigunum en í lok dags tóku svo allir nemendur þátt í UNICEF hlaupinu. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má fá nánari upplýsingar, en einnig smella á tengil sem inniheldur myndir.
Lesa meira

Skólaleikur

Haustið 2017 stóð Akureyrabær í fyrsta sinn fyrir „skólaleik“. Um er að ræða tveggja vikna aðlögunartímabil leikskólanemenda að grunnskólanum sínum. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má fá frekari upplýsingar.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á vef Stjórnarráðsins, stjornarradid.is/umsokn. Óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára frá öllum landshlutum.
Lesa meira

Skóladagatal 2019-2020

Skóladagatal næsta árs er klárt og hefur verið samþykkt. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má finna hlekk til að skoða það.
Lesa meira

Páskafrí og aukafrí eftir páska

Nú er páskafrí hafið og minnt er á að skólinn er lokaður í vikunni eftir páska. Þá eru skipulagsdagar og stór hluti starfsmanna heldur til Kanada í náms- og kynnisferð. Þeir sem ekki fara í þá ferð fara í styttri náms- og kynnisferðir á Akureyri og nágrenni og sinna ýmsum störfum innan skólans. Frístund er lokuð þessa þrjá daga, þ.e. 23., 24. og 26. apríl. Skóli hefst að nýju mánudaginn 29. apríl samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Útivistardagurinn 5. apríl 2019

Í dag var útivistardagur Síðuskóla í Hlíðarfjalli en það hafðist í þriðju tilraun þetta skólaárið. Veðrið var gott og færið og nemendur og starfsmenn nutu útiverunnar.
Lesa meira

Við förum í Hlíðarfjall í dag með bros á vör!

Við höldum í Hlíðarfjall í dag og endum vikuna á góðum útivistardegi.
Lesa meira

Viðurkenning fræðsluráðs

Er einhver í þínum skóla sem á skilið að fá Viðurkenningu fræðsluráðs! Frá árinu 2010 hefur fræðsluráð veitt þeim sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar við hátíðlega athöfn. Viðurkenningarnar eru í tveimur flokkum, þ.e. nemendur og skólar/starfsfólk.
Lesa meira

Mikael Blær í 3. sæti Pangea stærðfræðikeppninnar

Úrslit Pangeu stærðfræðikeppninnar voru haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð laugardaginn 23. mars. Síðuskóli átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni, þau Hildi Arnarsdóttur í 9. bekk og Mikael Blæ Hauksson í 8. bekk, sem endaði í 3. sæti.
Lesa meira