Fréttir

Sumarkveðja

Nú er skólaárið liðið og um leið og við þökkum samstarfið í vetur óskum við öllum gleðilegs sumars og vonum að allir njóti sín í sumarleyfinu. Skrifstofan lokar nú en opnar að nýju fimmtudaginn 1. ágúst og skólinn verður settur mánudaginn 22. ágúst.

Með sumarkveðju, starfsfólk Síðuskóla.

Lesa meira

Afhending gjafar til barnadeildar SAK

Krakkarnir i 5. bekk skólans færðu barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri nýverið gjöf eftir að hafa safnað 350 þús. á barnamenningarhátíðinni í apríl sl. Krakkarnir gáfu leikjatölvu, leiki og peninga til kaupa á vigt fyrir nýbura. Hér má lesa skemmtilega umfjöllun af akureyri.net frá afhendingunni. Virkilega vel gert hjá 5. bekk.

Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla 2024

Skólaárið er senn á enda en síðasti kennsludagur var í dag.

Skólaslit verða á morgun, þriðjudaginn 4. júní. Árgangar mæta í heimastofur og fara þaðan saman á sal. Skólastjórinn kveður fyrir hönd skólans, síðan fara nemendur í sínar heimastofur þar sem hópurinn er kvaddur. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með sínum börnum. Við miðum við að skólinn sé í eina klukkustund.

Klukkan 9:00 1.-5. bekkur
Klukkan 10:00 6.-9. bekkur

Útskrift 10. bekkjar verður kl. 15:00 í Glerárkirkju, kaffiveitingar í skólanum á eftir fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra og starfsfólk.

 

Lesa meira

Stór stund þegar verðandi 1. bekkur kom í heimsókn

Það var stór stund hjá okkur í gær þegar verðandi 1. bekkingar komu í heimsókn í fylgd foreldra/forráðamanna, en 34 nemendur munu hefja skólagöngu í Síðuskóla í haust. Krakkarnir fóru í stofur með verðandi umsjónarkennurum og þroskaþjálfa, þeim Grétu, Siggu og Systu. Á meðan fengu foreldrarnir fræðslu um skólann. Það var virkilega gaman að fá hópinn til okkar og ekki annað að sjá en að allir væru tilbúnir að hefja skólagöngu í ágúst. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

 

Lesa meira

Umhverfisdagar Síðuskóla vorið 2024

Eins og vanalega brjótum við starfið upp síðustu dagana, förum út og lærum um nærumhverfið okkar. Hér að neðan má sjá skipulag þessa daga.

Lesa meira

Söngsalur og góðgerðarhlaup UNICEF fór fram í Síðuskóla í dag.

Það var mikið um að vera hjá okkur í skólanum í morgun. Fyrst komu allir nemendur saman á söngsal þar sem sungin voru nokkur lög. Í vetur hefur Heimir Ingimars verið með tónmennt hjá 1.-4. bekk þar sem áhersla er lögð á söng, sjáum við góðan árangur af þessari kennslu þegar komið er saman á söngsal. Að loknum söngsal fóru allir nemendur út og tóku þátt í góðgerðarhlaupi UNICEF. Stofnuð hefur verið söfnunarsíða þar sem gengið er frá greiðslu áheita.
Hér er slóðin á hana: https://sofnun.unicef.is/social/share?object=8ee4f093-46c3-48e1-a203-

Hér má skoða myndir frá því í morgun.

 

Lesa meira

Góðgerðahlaup UNICEF

Í næstu viku verður góðgerðarhlaup Síðuskóla, það er hluti af grunnskólaverkefni UNICEF á Íslandi sem kallast UNICEF-hreyfingin. Hlaupið verður föstudaginn 24. maí og er það fræðslu- og fjáröflunarverkefni þar sem íslenskum börnum gefst tækifæri á að fræðast um aðstæður jafnaldra sinna víða um heim og með hollri hreyfingu safna fé fyrir starfi í þágu barna í fátækari ríkjum heims. Í ár fá nemendur fræðslu um loftslagsmál og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir.
Heitið er á frammistöðu þátttakenda í hlaupinu sem þýðir að styrktaraðilar heita upphæð að eigin vali á hverja vegalengd sem börnin reyna að hlaupa/ganga eins oft og þau geta og vilja innan ákveðins tímaramma. Það sem styrktaraðilar þurfa að gera er að fylla út áheitaupphæð í rétta reiti á áheitablaðinu sem nemandinn kemur með heim. Eftir viðburðadaginn sýnir barnið þeim sem hétu á það heimspassann sinn. Upphæð styrktaraðila er reiknuð út frá áheitum og fjölda límmiða í heimspassanum. Stofnuð hefur verið söfnunarsíða þar sem gengið er frá greiðslu áheita.
Hér er slóðin á hana: https://sofnun.unicef.is/social/share?object=8ee4f093-46c3-48e1-a203-035d5fca9db0&lang=is_IS&redirectUrl=https://sofnun.unicef.is/participant/siduskoli-godgerdarhlaup-24-mai-2024
Öllum nemendum er að sjálfsögðu frjálst að taka þátt í UNICEF hlaupinu og það er ekki nauðsynlegt að finna styrktaraðila til að taka þátt. Með þátttökunni einni er verið að styrkja börn um allan heim því góður hugur og samkennd er mikil gjöf.
Hægt er að fræðast um verkefnið á slóðinni http://www.unicef.is/unicef-hreyfingin

Lesa meira

Sumarkveðja

Starfsfólk skólans óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir veturinn. Vonandi hafa allir það sem best nú þegar sólin hækkar á lofti.

Lesa meira

Þemadagar í Síðuskóla

Undanfarna þrjá daga höfum við í skólanum verið með þemadaga þar sem unnið hefur verið með heimsálfurnar, þvert á stig. Vinnan tókst vel, var fjölbreytt og höfðu nemendur gaman af eins og sjá má á þessum myndum.

Lesa meira

Þemadagar og frí í næstu viku

English below
Í næstu viku, mánudag til miðvikudags eru þemadagar í skólanum. Þemað okkar eru heimsálfurnar og vinna nemendur þvert á árganga s.s. við skiptum upp öllum árgöngum.
Skóladagurinn hefst kl. 8.10 eins og venjulega og lýkur kl. 13.00. Þeir nemendur sem eru skráðir í Frístund fara þangað.
Þið eruð öll velkomin í heimsókn í skólann þessa daga sem og aðra.
Næsta vika er stutt kennsluvika, sumardagurinn fyrsti sem er frídagur og síðan er skipulagsdagur á föstudaginn.
Vonandi fer nú vorið að koma til okkar, gleðilegt sumar!
Kveðja úr skólanum
starfsfólk

Dear parents and guardians
Next week, from Monday till Wednesday there are so called theme days at school.
The theme we are stydying this time is the continents. All classes will be working together in mixed age groups, dealing with different projects.
As usual the school day starts at 8:10 o´clock but ends at 13:00 for all students. Those who have been signed up for Frístund will attend there after one o´clock.
You are all welcome to come visiting us on these days as every other day.
The week will be a short one for the students. We celebrate our national first day of summer on Thursday which is a public holiday, and on Friday we have staff planning day but students have a day off.
Hopefully spring is on the way, we wish you a happy summer!
Greetings from the school
Staff members

Lesa meira