Fréttir

Opnun eldvarnarátaks og rýmingaræfing

Í morgun var haldin rýmingaræfing í skólanum í tengslum við að Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna opnaði eldvarnarátak sitt í Síðuskóla. Eldvarnarátak þetta miðar við að fara í alla grunnskóla á landinu og tala við 3. bekkinga um eldvarnir á heimilum og er þetta í fyrsta sinn sem það er opnað utan höfuðborgarsvæðisins. Áður en æfingin hófst var myndin um Loga og Glóð sýnd og voru umræður á eftir. Í framhaldinu var skólinn rýmdur og var í fyrsta sinn notaður gervieldur til að hafa aðstæður sem raunverulegastar. Að æfingu lokinni fengu starfsmenn að reyna sig við að slökkva eld og nemendur skoðuðu bíla slökkviliðsins. Æfingin heppnaðist mjög vel og hér má sjá myndir frá henni.

Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Í dag, 16. nóvember, er dagur íslenkrar tungu en það er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Hér í skólanum er ýmislegt gert í tilefni þessa dags. Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, Upphátt, var sett í 7. bekk og nú tekur við tímabil æfinga í upplestri og framsögn hjá þeim. Litla upplestarkeppnin í 4. bekk var einnig sett í dag og í framhaldinu verður unnið markvisst að þjálfun í lestri. 

Á unglingastigi var Kappmálskeppni en í henni er öllum nemendum unglingadeildar skipt í 4-5 manna lið. Keppnin er í sex hlutum:

  • Stafur vikunnar - nemendur finna eins mörg orð og þeir geta sem byrja á ákveðnum staf
  • Stafapressa - nemendur beygja orð og setningar eftir ákveðnum fyrirmælum
  • Villingur - liðið fær fjóra texta þar sem strika á undir allar villur
  • Miðjumoð - nemendur fá nokkra stafi úr ákveðnu orði og finna orðið
  • Rétt skrifað orð - nemendur merkja við hvað orð eru rétt stafsett
  • Ruglingur - nemendur raða málsgreinum þar sem búið er að rugla stöfum og orðaröð og raða í rétta röð

Þetta var skemmtileg tilbreyting þar sem unnið var með íslenska tungu á fjölbreyttan hátt. 

Hér má sjá myndir frá því í morgun. 

Lesa meira

Hressandi söngsalur í morgun

Nemendur mættu á söngsal í morgun þar sem raddböndin voru þanin. Að venju var byrjað á Síðuskólalaginu en síðan sungu allir saman lög sem hafa verið æfð undanfarið undir handleiðslu Heimis Ingimarssonar. 

Næsti söngsalur verður í desmeber þar sem sungin verða jólalög. 

Hér má sjá myndir frá því í morgun. 

Lesa meira

4. bekkur tekur í sundur raftæki

Nemendur í 4. bekk fengu ónýt raftæki til að skoða og taka í sundur. Verkefnið vekur alltaf mikla lukku og er gaman að sjá hvað allir hafa gaman af því að taka í sundur og skoða hvað leynist inni í tækjunum.

Hér eru myndir frá verkefni dagsins í tækniþemanu hjá 4. bekk.

 

Lesa meira

Myndir frá árshátíðinni

Hér er að finna myndir frá árshátíð skólans, fleiri myndir eru væntanlegar.

Foreldrasýning 9. nóvember kl. 13:00

Foreldrasýning 9. nóv. kl. 15:00

Árshátíð miðstigs 9. nóv.

Lesa meira

Hrekkjavökusöngsalur

Í gærmorgun var haldinn Hrekkjavökusöngsalur þar sem stór hluti nemenda og starfsfólks mættu í búningum og sungu saman við undirleik Stefáns Elí Haukssonar. Við þetta tækifæri voru einnig veittar viðurkenningar fyrir lestrarátakið sem fram fór 11. – 27. október sl. Á yngsta stigi las 3. bekkur mest, alls 467 mínútur. Á miðstigi las 6. bekkur mest, alls 494 mín. og á unglingastigi lásu nemendur 8. bekkur mest, alls 489 mín. Bekkirnir hljóta ísveislu í verðlaun. Við óskum nemendum þessara bekkja til hamingju með árangurinn. Einnig voru veitt verðlaun fyrir Göngum í skólann verkefnið sem fram fór 4. september til 6. október sl. 4. bekkur vann það og fékk í verðlaun bikar og umbun sem verður að fara í fimleikasalinn í Giljaskóla. Gaman er að segja frá því að 4. bekkur skilaði 99% árangri í virkum ferðamáta (þ.e. að ganga eða hjóla í skólann) þá daga sem átakið var. Vel gert 4. bekkur! Myndir frá söngsalnum og Hrekkjavökudeginum má sjá hér.

Lesa meira

Hrekkjavökuball í Síðuskóla 24. október

Sjoppa á yngsta stigi:

Sjoppa á miðstigi:

 

 

Lesa meira

Bleiki dagurinn í Síðuskóla

Hér má sjá myndir frá bleika deginum. Nemendur og starfsmenn voru hvattir til að mæta í bleiku til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini.

Lesa meira

Nýtt leiksvæði við Síðuskóla vígt í morgun

Í morgun var nýtt leiksvæði við Síðuskóla vígt. Fjölmenni var við athöfnina og ásamt nemendum og starfsfólki var fjöldi góðra gesta viðstaddur. Ólöf Inga skólastjóri stýrði dagskránni sem hófst á því að Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri flutti ávarp. Hún talaði til nemenda og óskaði þeim til hamingju um leið og hún bað þá að ganga vel um svæðið svo hægt væri að njóta þess í komandi framtíð. Því næst var skólasöngur Síðuskóla sunginn, forsöngvarar voru nokkrir nemendur úr 6. bekk. Dagskránni lauk á því að Ólöf Inga fékk til sín Evu Wium Elísdóttur fyrrverandi nemanda Síðuskóla. Á sínum tíma var hún dugleg að hvetja til þess að við skólann kæmi körfuboltavöllur. Eva er núna lykilleikmaður í körfuknattleiksliði Þórs og er í A landsliðinu. Það var því við hæfi að fá Evu til að koma og taka formlega fyrstu körfuna á nýja körfuboltavellinum.

Skipulagning skólalóðarinnar er búinn að taka mörg ár og fengu nemendur að koma með tillögur að leiktækjum og var unnið út frá þeim hugmyndum við hönnunina og fengu nemendur nánast allt sem þeir óskuðu sér. Góð samvinna var við hönnuði og starfsfólk Umhverfis- og mannvirkjasviðs og var tekið tillit til óska og samvinnan frábær í alla staði. Einnig má nefna að stjórn foreldra- og kennarafélags Síðuskóla FOKS, var mjög dugleg við að aðstoða við alla hugmyndavinnu og framkvæmd. Þetta samvinnuverkefni er til fyrirmyndar og útkoman eins og best verður á kosið.

 

Hér má sjá myndir frá því í morgun.

Lesa meira