Sjálfstætt líf

Karl Guðmundsson, starfsmaður á fræðslu- og lýðheilsusviði Akureyrarbæjar, heimsótti 10. bekk Síðuskóla í vikunni með fræðslu sína Sjálfstætt líf. Þar miðlar Karl af reynslu sinni að vera með CP og þurfa aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. Karl sagði frá lífi sínu, líkamlegri fötlun, helstu áskorunum og þeirri þjónustu sem hann nýtur í daglegu lífi. Nemendur sýndu fræðslunni áhuga og voru dugleg að spyrja spurninga. Við þökkum Karli kærlega fyrir komuna.

Hér má finna fleiri myndir frá heimsókninni.