20.000 hrósmiðahátíð

Í dag var haldin 20.000 hrósmiðahátíð en það er liður í SMT stefnu skólans. Nemendur fá svokallaða hrósmiða fyrir æskilega hegðun og fyrir að fylgja skólareglum. Þegar allir nemendur skólans hafa safnað saman 20.000 hrósmiðum er venja að halda hátið þar sem veitt er umbun sem nýtist öllum nemendum skólans. Í þetta sinn fengum við Eyþór Aron Wöhler, annan helming tónlistartvíeykisins Húbba Búbba, til að taka nokkur lög. Það er óhætt að segja að nemendur kunnu vel að meta þessa óvæntu heimsókn eins og sjá má á myndum.

Myndir og myndbönd frá 20.000 hrósmiðahátíð.