Í morgun fengum við afskaplega skemmtilega heimsókn. Ævar Þór Benediktsson rithöfundur og leikari heimsótti 4.-8. bekk og sagði okkur aðeins frá því sem hann hefur verið að fást við. Við þekkjum hann líka mörg sem vísindamann úr sjónvarpinu. Hann las að lokum uppúr nýjustu bók sinni og skildi okkur eftir í gríðarlegri spennu um hvað gerist svo næst ? Í lokin fengu krakkar að koma með tillögu um hvað þau myndu breyta í Síðuskóla ef þau væru skólastjórinn. Það komu nú ýmsar athyglisverðar tillögur fram, en fljótlega fóru nú líka margar að stangast á og getur orðið að risastóru veseni ef af yrði. Því ætli það sé ekki einmitt raunin fyrir Salvar skólastjóra hans góðu hugmyndir reynast kannski ekki alveg eins góðar í raun þegar til kemur en um það verðum við að lesa sjálf í bókinni :)
