Fréttir

Litlu jólin 21. desember

Síðasti skóladagurinn í Síðuskóla fyrir jólafrí er 21. desember. Þá verða litlu jólin haldin frá klukkan 9:00-11:00. Dagskrá er með hefðbundnu sniði. Það mæta allir í sínar heimastofur klukkan 9:00. Það horfa allir á jólaleikrit 6. bekkjar á sal sem tekur um 20 mínútur en dvelja svo með umsjónarkennara í heimastofum. Þangað koma jólasveinar í heimsókn og færa nemendum mandarínur.  Um klukkan 10:00 verður farið inn í íþróttasal en þar munu allir nemendur skólans ganga saman kringum jólatré og syngja saman gömul og góð jólalög. Dagskrá lýkur klukkan 11:00 þennan morgun. Þá fara nemendur heim, nema þeir sem skráðir eru í Frístund þennan dag. Skóli hefst aftur að jólaleyfi loknu fimmtudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Grenndargralið í Síðuskóla

Leitinni að Grenndargralinu er lokið þetta skólaárið en það var nemandi í 9. bekk, Halldór Birgir Eydal sem fann Grenndargralið í ár. Að launum fær hann verðlaunapening og veglegan farandbikar sem geymdur verður í skólanum næsta árið eða þar til keppninni lýkur að ári. Þeir sem þátt tóku í leitinni og skiluðu svörum við öllum þrautunum fengu einnig afhent viðurkenningarskjal fyrir framúrskarandi þátttöku.  Myndir af sigurvegara leitarinnar og nemendum sem skiluðu sínu með sóma.
Lesa meira

Jólasöngsalur

Miðvikudaginn 6. desember var sannkölluð jólastund í Síðuskóla. Dagurinn hófst á jólasöngsal en meðan nemendur gengu inn í salinn spilaði fjögurra manna blásarasveit jólalög. Þessa sveit er skipuð tveimur starfsmönnum skólans, þeim Gutta og Malla en auk þeirra komu Gísli og Þorkell og eiga þeir skilið miklar þakkir. Nemendur sungu síðan jólalög við undirspil Ívars Helgasonar.  Að söngsal loknum tók við jóladagskrá þar sem hvert stig, yngsta stig, miðstig og elsta stig vann saman. Ýmislegt skemmtilegt var í boði, s.s. alls kyns föndur og bakstur, spil og spjall. Í hádeginu var síðan sannkallaður jólamatur á boðstólnum, skinka og tilheyrandi meðlæti. Myndir söngsal Myndir jólaþema
Lesa meira

1. desember

Í dag, á fulldeldisdaginn 1. desember, ákváðum við í Síðuskóla að hafa sparifatadag. Það var gaman að sjá hve margir komu sparilega klæddir, í skólann, bæði nemendur og starfsfólk. Við fengum góða gesti í heimsókn úr blásarasveit sem spilaði nokkur jólalög fyrir nemendur á yngsta stigi. Aldrei að vita nema við fáum að heyra í þeim aftur síðar.  Unglingarnir okkar hafa verið á faraldsfæti í dag. Nemendum 10. bekkjar var boðið að taka þátt í Þjóðfundi í Háskólanum á Akureyri en þar voru jafnréttismál rædd og Íslandsklukkinni hringt 17 sinnum. Á sama tíma fór fram í Hofi Ungmennaþing UNISEF og þar átti Síðuskóli fulltrúa úr 8. 9. og 10. bekk. Myndir af yngsta stigi.
Lesa meira

Árshátíðarskipulag - breytingar

Árshátíð unglingastigs verður seinni partinn í dag. Sýning hefst klukkan 17:00 og stendur til 18:30. Þá verður hlé þar til ballið hefst klukkan 20:30-23:30. Mánudagurinn 27. nóvember verður skipulagsdagur starfsmanna eins og til stóð og frí hjá nemendum. Frístund opnar klukkan 13:00.
Lesa meira

Skólahald í dag

Eins og fram hefur komið í tölvupósti fellur skólahald á Akureyri niður í dag. Við munum skoða það í dag hvort við höldum árshátíðina seinnipartinn fyrir unglingana og ballið í kvöld. 
Lesa meira

Skipulag árshátíðar

Við minnum á árshátíð skólans á fimmtudag og föstudag. Skipulag sýninga má sjá hér. Myndir verða settar inn en jafnt og þétt. 1. foreldrasýning 2. foreldrasýning  3. sýning, árshátíð miðstigs 4. sýning, árshátíð unglingastigs Ball unglingastigs 5. sýning, foreldrasýning Myndataka nemendur, 1, 2, 3, 4.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Í gær, 16. nóvember, var Dagur íslenskrar tungu en hann er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk og Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk voru settar á sal snemma morguns eins og venjan er, auk þes sem fjallað var um ævi og feril Jónasar. Síðan hittust vinabekkir og spiluðu þar sem eldri leiðbeindu og hjálpuðu þeim yngri. Nemendur í 4. bekk heimsóttu leikskóla í hverfinu og lásu fyrir börnin þar og stóðu sig með stakri prýði. Myndir frá deginum má sjá hér.
Lesa meira

Árshátíð Síðuskóla

Árshátíð Síðuskóla verður haldin fimmtudaginn 23. og föstudaginn 24. nóvember nk. Á fimmtudeginum hefst skóli klukkan 8:00 og stendur til kl. 13:00 hjá yngstu nemendum en 5.—10.bekkur hættir um hádegisbil. 1. bekkur dvelur í skólanum fram að sýningu kl. 14:30 þennan dag þar sem þeir taka þátt í fyrstu foreldrasýningunni. Eldri nemendur ljúka skóla um hádegi en það getur verið aðeins breytilegt eftir því hvernig stendur á. Klukkan 14:30 hefst fyrsta foreldrasýning og þá tekur við dagskrá samkvæmt meðfylgjandi skipulagi. Á föstudag er engin kennsla samkvæmt stundaskrá heldur mæta nemendur í skólann miðað við skipulag.
Lesa meira

Niðurstöður skólapúlsins

Skólapúlsinn er hluti af innra mati skólans. Nemendur leggja mat á ýmsa þætti sem snúa að skólanum og svarar hluti nemenda spurningum nafnlaust reglulega yfir skólaárið. Nú eru komnar niðurstöður þar sem fjórðungur nemenda hefur svarað, sjá hér. Niðurstöður frá fyrri árum eru aðgengilegar hér á heimasíðunni undir mati á skólastarfi.
Lesa meira