Fréttir

Rýmingaræfing í Síðuskóla

Í morgun æfðum við í Síðuskóla rýmingu og var hún sett upp þannig að allir sem voru með útgönguleið um glugga notuðu hana. Æfingin gekk vel en nauðsynlegt er að æfa rýmingu með reglubundnum hætti til að gæta öryggis nemenda og starfsfólks og öll viðbrögð séu fumlaus komi til rýmingar.

Lesa meira

Hrekkjavökuball í Síðuskóla 1. nóvember

English below

Næstkomandi þriðjudag, 1. nóvember, ætlar 10. bekkur að halda Hrekkjavökuball í Síðuskóla fyrir 1.-4. bekk og 5.-7. bekk!

Nemendur mega mæta í búningum og geta keypt nammi og safa í sjoppunni. Ball fyrir 1.-4. bekk verður klukkan 16:00-17:30 og ball fyrir 5.-7. bekk verður klukkan 18:00-20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur! 

Hlökkum til að sjá ykkur!

____________________________________________________________

 Hello everybody! 

 The first of November (next Tuesday) the 10th class plans to hold a Halloween dance in Síðuskóli for classes 1-4 and 5-7. Students can dress up in Halloween costumes and buy candy and juice in our little shop. The dance for 1st-4th class will be at 16:00-17:30. The dance for 5fth-7th class will be at 18:00-20:00. Entrance fee is 500 isk! 

Looking forward to seeing you!

 

Lesa meira

Eineltisumfjöllun í 8. bekk

Í dag fór fram vinna í 8. bekk þar sem rætt var hvað hægt er að gera til að uppræta einelti. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um einelti og mikilvægt að við í skólanum fylgjum þeirri umræðu eftir. 

Hér er myndband sem hægt er að nota sem kveikju að umræðu um einelti við börn. 

Hér má sjá myndir frá vinnunni. 

Lesa meira

Vel heppnuðum þemadögum lokið

Síðustu tvo daga hafa verið þemadagar í Síðuskóla, nemendur hafa unnið að ýmsum verkefnum. Á yngsta stigi var ævintýraþema, á miðstigi var yfirskrift þemadaga Heimabærinn minn og á unglingastigi var unnið með Marvel. 
Myndir segja meira en mörg orð og er því tilvalið að renna yfir þær myndir sem teknar voru þessa tvo daga.

Hér er að finna myndaalbúm frá þemadögum. 

Lesa meira

Uppskeruhátíð í 7. bekk - Evrópuþema

Undanfarið hafa nemendur í 7. bekk verið að læra um Evrópu. Nemendur útbjuggu meðal annars kynningar á löndum álfunnar. Í dag var uppskeruhátíð þar sem boðið var upp á ýmsar veitingar, meðal þess sem boðið var upp á var danskt smörrebröd og sænskar lúsíukökur. Hér má sjá myndir

Lesa meira

Bleiki dagurinn í Síðuskóla

Hér má sjá myndir frá bleika deginum. Nemendur og starfsmenn voru hvattir til að mæta í bleiku til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini.

Lesa meira

Fyrirlestur um svefn

Í september bauð skólinn foreldrum á fyrirlestur um svefn og svefnvenjur barna og ungmenna. Þar var Nanna Ýr Arnardóttir með erindi, hér má finna samantekt úr fyrirlestrinum.

Lesa meira

Aðalfundur FOKS

Sælir foreldrar, forráðamenn og kennarar barna í Síðuskóla.

Aðalfundur Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla FOKS verður haldinn fimmtudaginn 29. september klukkan 20 í stofu B7 (gengið inn um íþróttahús).


Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Ársreikningur félagsins lagður fram
4. Kosning í stjórn - núverandi stjórn gefur kost á sér áfram
5. Kosning í nefndir - vantar tvo nýja aðila í Skólaráð
6. Ákvörðun um árgjald félagsins
7. Önnur mál

Stjórn FOKS vonast til að sjá sem flesta á fundinum. Ef einhver hefur áhuga á að vera í skólaráði en kemst ekki á fundinn hafið endilega samband í tölvupósti á magneak@akmennt.is fyrir 29. september.

Kveðja, stjórn FOKS.

Lesa meira

Evrópski tungumáladagurinn er í dag

Í Síðuskóla eru nemendur af erlendum uppruna frá 16 löndum, þau tala 12 tungumál.
Hér má sjá hópinn þegar hann skundaði á Amtsbókasafnið á dögunum. Þar sáum við að safnið hefur heilmikið af barna- og unglingabókum til útláns sem eru á ýmsum tungumálum. Hópurinn var ánægður með ferðina og sammála um að það væri frábært að fá tækifæri til að komast í bækur á móðurmálinu.
Lesa meira

Nemendur á miðstigi gefa út skólablað

Í haust hafa nemendur í 5.-7. bekk unnið að skólablaði í vali á miðstigi undir handleiðslu Jóhönnu Ásmundsdóttur. Blaðið er virkilega skemmtilegt og ætti enginn að láta það framhjá sér fara.  

Hér má nálgast blaðið.

Njótið lestursins!

Lesa meira