Fréttir

Viðurkenningar á sal í gær

Í gærmorgun komu allir nemendur saman á sal skólans þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir keppnina Nátturfræðingur Síðuskóla og Ólympíuhlaupið.

Eftirfarandi nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í Ólympíuhlaupinu: Rakel Eva Guðjónsdóttir og Sóley Eva Guðjónsdóttir í 10. bekk, Arnþór Einar Guðmundsson og Friðrik Helgi Ómarsson í 9. bekk, Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson og Arna Lind Jóhannsdóttir í 8. bekk, Vilhjálmur Jökull Arnarsson og Óðinn Helgason í 7. bekk, Fanney Mjöll Arnarsdóttir og Katrín Birta Birkisdóttir í 6. bekk, Tristan Andri Knutsen og Anton Stensbo Knudsen í 5. bekk, Baldvin Breki Helgason Auðun Aron Baldursson í 4. bekk, Óliver Máni Andrésson og Ágúst Stensbo Knudsen í 3. bekk, Gunnar Helgi Björnsson og Rayan Imran Bouhlali í 2. bekk og Styrmir Hrafn Eiríksson og Björgvin Stefánsson í 1. bekk. Úrslitin urðu hins vegar þannig að Rúnar Daði Vatnsdal í 8. bekk var með besta tímann, en það tók Rúnar 8:53 mín. að hlaupa skólahringinn sem er alls 2,2 km.

Í Náttúrfræðingnum hlutu svo eftirfarandi nemendur viðurkenningu fyrir góðan árangur: Selma Sif Elíasdóttir 3. bekk, Sóley Líf Pétursdóttir 4. bekk, Sara Björk Kristjánsdóttir 4. bekk, Óliver Andri Einarsson 6. bekk, Salka María Vilmundardóttir 7. bekk, Snorri Karl Steinarsson 7. bekk, Vilhjálmur Jökull Arnarssson 7. bekk, Otto Þor Elíasson 8. bekk, Kristín Elma Margeirsdóttir 9. bekk, Nadía Ósk Sævarsdóttir 10. bekk.

Náttúrufræðingur Síðuskóla árið 2023 var hins vegar Sveinbjörn Heiðar Stefánsson í 7. bekk.

Við óskum öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn. Myndir frá viðburðinum má sjá hér, en myndin sem fylgir fréttinni ef af Náttúrufræðingi Síðuskóla árið 2023.

Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru

English version below..

Á laugardaginn, þann 16. september er Dagur íslenskrar náttúru og er það hefð hjá okkur hér í Síðuskóla að halda upp á þann dag með útiveru og náttúruskoðun. Þar sem 16. september er laugardagur í ár þá munum við halda upp á daginn mánudaginn 18. september. Nauðsynlegt er að klæða sig eftir veðri og vera með gott nesti. Það verður ekki hefðbundin skóladagur þennan dag og lýkur honum kl. 13.15. Þeir sem eru skráðir í Frístund fara þangað.
Þennan dag fer líka fram keppni um Náttúrufræðing Síðuskóla þar sem nemendur eiga að þekkja fugla, plöntur og staði á Íslandi.

Saturday, September 16th, is Icelandic Nature Day, and it is a tradition here at Síðuskóli to celebrate that day by going outside and observe nature. Since September 16th is a Saturday this year, we will celebrate it on Monday, September 18th. It will not be a traditional school day because the children will be outside and therefore need to be dressed according to the weather. School ends for all students at 13:15. Those who are registered in Frístund go there.
On this day, the students will also compete for Síðuskóli´s Naturalist - where they compete in who recognises the most names of birds, places and flowers in Icelandic nature.

Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Fimmtudaginn 14. september fór Ólympíuhlaup ÍSÍ fram í Síðuskóla. Hlaupinn var svokallaðu skólahringur en hann er 2,2 km. Úrslit verða tilkynnt á sal næsta fimmtudag. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við okkur og áttu nemendur og starfsfólk frábæra samveru þennan dag. Hér má sjá myndir frá hlaupinu. 

 

Lesa meira

Líf og fjör á nýju skólalóðinni

Nú styttist í að skólalóðin okkar verði tilbúin en í gær var aparólan og klifrugrindin við hliðina á væntanlegum körfuboltavellinum tekin í notkun við mikinn fögnuð nemenda. Búist er við að gamli kastalinn verði lagaður og málaður og hann, ásamt körfuboltavellinum, verði tekinn í notkun áður en langt um líður. Þessar myndir voru teknar í morgun þegar nemendur á unglingastigi voru að mála nýjar merkingar út á skólalóð og skreytingar. Hér má sjá myndir

Lesa meira

Líf og fjör á nýju skólalóðinni

Nú styttist í að skólalóðin okkar verði tilbúin en í gær var aparólan og klifrugrindin við hliðina á væntanlegum körfuboltavellinum tekin í notkun við mikinn fögnuð nemenda. Búist er við að gamli kastalinn verði lagaður og málaður og hann, ásamt körfuboltavellinum, verði tekinn í notkun áður en langt um líður. Þessar myndir voru teknar í morgun þegar nemendur á unglingastigi voru að mála nýjar merkingar út á skólalóð og skreytingar. Hér má sjá myndir

Lesa meira

Gengið frá Árskógssandi yfir á Hauganes

Síðastliðinn miðvikudag gengu nemendur og starfsfólk skólans frá Árskógssandi yfir á Hauganes. Farið var með rútum frá skólanum út á Árskógssand og þaðan gengið í blíðskaparveðri yfir á Hauganes. Þessi dagur tókst í alla staði frábærlega. Hér má sjá myndir úr ferðinni.
Lesa meira

Gönguferð milli Árskógssands og Hauganess

Á morgun, 30. ágúst, verður farið í gönguferð þar sem nemendur og starfsfólk skólans ganga frá Árskógssandi að Hauganesi. Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma í sínar heimastofur, vel nestaðir og skóaðir. Þar verður tekið nafnakall áður en farið er út í rútur sem fara af stað ca. 8:20.

Lesa meira

Skólasetning Síðuskóla 2023-2024

Síðuskóli verður settur þriðjudaginn 22. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 5. bekkur mætir kl. 9:00.
6. - 10. bekkur mætir kl. 9:30.
Nemendur mæta í sínar heimastofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Hér er hægt að sjá kort af skólanum og á því eru heimastofur bekkjanna og hvar er gengið inn. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara með bréfi.

Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með börnunum sínum á skólasetningu, við biðjum þá sem mæta með sínum börnum að mæta með þeim fyrst í heimastofu.

Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla 2023

Síðuskóla var slitið 5. júní síðastliðinn. Nemendur í 1. -9. bekk mættu á skólaslit í skólanum um morguninn og nemendur 10. bekkjar í Glerárkirkju kl. 15 þar sem þeir voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni voru 24 nemendur útskrifaðir úr 10. bekk. 
Um leið og við óskum 10. bekk innilega til hamingju með útskriftina þökkum við kærlega fyrir samstarfið í vetur.  
Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla 2023

Skólaslit Síðuskóla verða mánudaginn 5. júní. Árgangar mæta í heimastofur og fara þaðan saman á sal. Skólastjórinn kveður fyrir hönd skólans, síðan fara nemendur í sínar heimastofur þar sem hópurinn er kvaddur. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með sínum börnum. Við miðum við að skólaslitin taki eina klukkustund. Tímasetningar eru sem hér segir:

  • Klukkan 9:00 1.-5. bekkur
  • Klukkan 10:00 6.-9. bekkur

Útskrift 10. bekkjar kl. 15:00 í Glerárkirkju og kaffi í skólanum á eftir.

Lesa meira