Fréttir

Kennsla hefst þriðjudaginn 4. janúar

Kennsla hefst í Síðuskóla á morgun, þriðjudaginn 4. janúar, kl. 8.10. Í dag hefur starfsfólk unnið að skipulagningu skólastarfs næstu daga. 

Við þökkum ykkur fyrir samstarfið á liðnu ári og megi nýtt ár verða okkur öllum gott.

Lesa meira

Litlu jólin 2021

Litlu jólin voru með öðru sniði hjá okkur þetta árið. Dagskrá var á sviðinu sem varpað var rafrænt út í stofurnar, nemendur 5. og 6. bekkjar voru í salnum en aðrir árgangar í heimastofum. Ólöf skólastjóri með stutt ávarp, nemendur spiluðu nokkur jólalög og jólaleikrit miðstigs var sýnt. Hér eru nokkrar myndir frá því í morgun. 

 

Lesa meira

Spurningakeppni unglingadeildar Síðuskóla

Hin árlega spurningakeppni í 8.-10. bekk fór fram í dag 16. desember. Allir þátttakendur stóðu sig með prýði en það var lið 10. bekkjar sem stóð uppi sem sigurvegari. Í liðinu voru þau Bjarki Rafn, Daníel Hrafn og Sigrún Freygerður.  Hér eru nokkrar myndir frá því í morgun.

Lesa meira

Litlu jólin í Síðuskóla

Litlu jólin í Síðuskóla verða nk. mánudag, 20. desember. Þau verða með öðru sniði en venjulega vegna sóttvarnarráðstafana, en þó má segja að þau séu með svipuðum hætti og á síðasta ári. Nemendur mæta kl. 9:00 í skólann og þá hefst dagskrá á sal sem verður streymt í stofur. Skólastjóri byrjar á jólahugleiðingu, nemendur úr skólanum spila nokkur jólalög, nemendur af miðstigi sýna jólaleikrit og að lokum kemur Hermann Arason og spila jólalög. Að þessu loknu eiga bekkirnir sín bekkjarjól sem lýkur kl. 10:30.

Lesa meira

Úrslit í hrekkjavökulestri

Þann 1.-19. nóvember var hrekkjavökulestrarátak hér í skólanum. Nemendur töldu mínútur sem þeir lásu í viku hverri, bæði í skólanum og heima.

Úrslit í hrekkjavökulestrarkeppninni voru kynnt síðastliðinn föstudag. Á yngsta stigi var það 1. bekkur sem vann, á miðstigi var það 5. bekkur og á unglingastigi var það 9. bekkur. Þessir árgangar fengu ísveislu í verðlaun.

Lesa meira

Hefðbundinn skóladagur á mánudaginn 22. nóv.

Að gefnu tilefni viljum við minna á að mánudagurinn nk. er hefðbundinn skóladagur en ekki starfsdagur. Þetta er vegna breytinga á skóladagatali í tengslum við færslu á árshátíð.

Lesa meira

Tilraunastarfsemi í 1. bekk

1. bekkur hefur undanfarið verið að gera margskonar tilraunir. Þau gerðu m.a. tilraun sem kallast Oobleck. Í henni er m.a. notað vatn og kartöflumjöl og þegar blandan er kreist þá verður hún að föstu efni en breytist í vökva ef hætt er er að kreista hana. Eins og myndirnar sýna, sem sjá mér hér, skemmtu allir sér vel.

Lesa meira

Litla og Stóra upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk og Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk voru settar á sal skólans í dag á degi íslenskrar tungu.

Keppnin snýst um að æfa upplestur, framburð og framkomu.

Bekkirnir komu á sal og Ólöf Inga skólastjóri ávarpaði hópinn og þær Nadía og Sigurhanna úr 8. bekk fluttu ljóð.

Hér má sjá myndir frá athöfninni.

Lesa meira

Árshátíð Síðuskóla frestað

Í ljósi nýjustu samkomutakmarkananna hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta árshátíð skólans sem vera átti 18. og 19. nóvember næstkomandi. Einnig átti að vera skipulagsdagur mánudaginn 22. nóvember, frestast hann einnig. Við munum finna tíma fyrir árshátíð á nýju ári.
Þetta þýðir að dagarnir 18., 19. og 22. nóvember verða hefðbundnir skóladagar.

Lesa meira