Árshátíð Síðuskóla 2025

Árshátíð Síðuskóla fór fram dagana 13-14. nóvember og gekk í alla staði frábærlega. Nemendur allra árganga settu á svið hin ýmsu verk og sýndu fyrir hverju öðru og foreldrum þessa dagana. Það er alltaf gaman að sjá þegar vinna undangenginna vikna gengur upp í svo frábærum atriðum og við upplifum samstöðu og gleðina í hópunum yfir vel lukkuðu verki. Og það hafa allir hlutverk á dögum sem þessum, ekki bara þau sem sjást á sviðinu heldur einnig fjöldamörg störf á bak við tjöldin, mikil skipulagsvinna og utanumhald árshátíðarnefndar, starfsmanna, eldri nemendur að aðstoða þau yngri, foreldrar að sjá um kaffisölu og svona mætti áfram telja. Hér að neðan má sjá myndir frá árshátíðunum stigskipt:

Árshátíð yngsta stigs

Árshátíð miðstigs

Árshátíð unglingastigs