Lestrarlundur Síðuskóla

Í morgun lauk lestrarátaki haustsins með 3. útdrættinunum í happaleiknum. Það hefur gengið rosalega vel og þátttakan hefur verið frábær á öllum stigum. Því til sönnunar má sjá hve tréin í lundinum eru orðin þétt laufguð. Þau munu prýða gluggana eitthvað áfram og minna okkur á mikilvægi þess að vera dugleg að lesa. Reglulegur lestur þjálfar okkur ekki aðeins heldur opnar nýja heima og leyfir okkur að kynnast fólki og stöðum sem við annars hefðum aldrei kynnst. Lestur hjálpar okkur líka í öllum öðrum námsgreinum, því góð lestrarfærni gerir allt annað nám auðveldara.

Í morgun voru dregin út:

Kristófer Erik í 3. bekk, Árný Ýr í 5. bekk og Sofie Ýsabella í 8. bekk.

Fyrir höfðu þessir nemendur verið dregin út:

Rökkvi 4.b, Aron Þ. 4.b, Sara 6.b, Rakel 6.b, Kristján Huldar 10.b og Viktoría 8.b.

Við óskum þeim öllum til hamingju, verðlaunin eru bíómiði. 

Við hvetjum öll til að vera dugleg að lesa áfram og mun læsisnefndin vera aftur með annað átak seinna í vetur.

Myndir sem sýna þróunina má sjá hér.