ÍSAT

Útivistardagur í dag samkvæmt áætlun

Það er þokkalegt veður og útivistardagur í dag samkvæmt áætlun. 

The weather is reasonable for outdoor activities today and we are going to Hlíðarfjall.

Lesa meira

Blakmót í unglingadeild

Í morgun var blakmót hjá nemendum í 8.-10. bekk. Hér má sjá myndir frá mótinu.

 

Lesa meira

Úrslit í 100 miða leiknum

Frá 19. febrúar til 1. mars sl. var 100 miða leikurinn í gangi hjá okkur í skólanum. Þessi leikur gengur út á það að á hverjum degi í 10 daga fá einhverjir 10 nemendur sérstaka hrósmiða fyrir góða hegðun. Einhverjir tveir starfsmenn fá fimm miða hvor á degi hverjum til að úthluta. Miðarnir eru settir á sérstaka töflu á ganginum og nöfn nemendanna skráð í bók. Nemendur draga miða með númeri sem ræður því hvar miðinn þeirra lendir á töflunni. Í lokin eru tíu nemendur dregnir út af þessum 100 og fá þeir verðlaun hjá skólastjóra sem enginn veit um hver eru nema hann. Í ár var röðin sem endar á 0 (þ.e. 10, 20,…) lóðrétt valin og í henni voru: Emma Rakel í 8. bekk, Snorri Karl í 7. bekk, Sunna María í 4. bekk, Friðrik Máni í 8. bekk, Jana Lind í 9. bekk, Alexandra Guðný í 6. bekk, Líf í 2. bekk, Óliver Örn í 3. bekk, Alexander Ægir í 1. bekk og Marinó Steinn í 9. bekk. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá mynd af verðlaunahöfunum í morgun. Við óskum þessum 10 nemendum innilega til hamingju. Á morgun verða svo verðlaunin veitt, en þau eru ferð á Hjalteyri þar sem farið verður í klifur hjá 600klifur. Á myndinni með fréttinni má sjá sigurvegarana með Ólöfu skólastjóra og hér má sjá myndir frá ferðinni á Hjalteyri. Til hamingju öll!

Lesa meira

Starfamessa

Fimmtudaginn 29. febrúar frá kl. 9:00 – 10:00 verður nemendum í 9. og 10. bekk Síðuskóla boðið að koma á starfamessu í HA til þess að kynna sér fjölbreytt störf og fyrirtæki á svæðinu.

 

Lesa meira

Öskudagsball/búningaball fyrir 1.-7. bekk fimmtudaginn 29. febrúar

Búningaball 29. febrúar 2024
Öskudagsball (búningaball) verður í Síðuskóla, fimmtudaginn, 29. febrúar, gengið inn hjá íþróttahúsinu.
1.-4. bekkur kl. 17:00-18:30 
5.-7. bekkur kl. 19:00-21:00
Það kostar 500 krónur inn á ballið. Ágóði ballsins rennur í ferðasjóð 10. bekkinga.
Sjoppa verður á staðnum.
Verðlaun fyrir besta búninginn.
 
A costume ball will be held in Síðuskóli on February 29th, walk in next to the gymnasium.
1.-4. class at 17:00-18:30
5.-7. class at 19:00-21:00
It costs ISK 500 to enter the ball. The profit goes to the travel fund for the 10th graders.
There will be a shop where the kids can buy some candy and drinks. 
Prize for best costume.