ÍSAT

Skólasetning Síðuskóla 2023-2024

Síðuskóli verður settur þriðjudaginn 22. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 5. bekkur mætir kl. 9:00.
6. - 10. bekkur mætir kl. 9:30.
Nemendur mæta í sínar heimastofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Hér er hægt að sjá kort af skólanum og á því eru heimastofur bekkjanna og hvar er gengið inn. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara með bréfi.

Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með börnunum sínum á skólasetningu, við biðjum þá sem mæta með sínum börnum að mæta með þeim fyrst í heimastofu.

Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla 2023

Síðuskóla var slitið 5. júní síðastliðinn. Nemendur í 1. -9. bekk mættu á skólaslit í skólanum um morguninn og nemendur 10. bekkjar í Glerárkirkju kl. 15 þar sem þeir voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn. Að þessu sinni voru 24 nemendur útskrifaðir úr 10. bekk. 
Um leið og við óskum 10. bekk innilega til hamingju með útskriftina þökkum við kærlega fyrir samstarfið í vetur.  
Lesa meira

Skólaslit Síðuskóla 2023

Skólaslit Síðuskóla verða mánudaginn 5. júní. Árgangar mæta í heimastofur og fara þaðan saman á sal. Skólastjórinn kveður fyrir hönd skólans, síðan fara nemendur í sínar heimastofur þar sem hópurinn er kvaddur. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með sínum börnum. Við miðum við að skólaslitin taki eina klukkustund. Tímasetningar eru sem hér segir:

  • Klukkan 9:00 1.-5. bekkur
  • Klukkan 10:00 6.-9. bekkur

Útskrift 10. bekkjar kl. 15:00 í Glerárkirkju og kaffi í skólanum á eftir.

Lesa meira

Skemmtileg heimsókn í skólann frá verðandi 1. bekkingum

Í gær komu verðandi 1. bekkingar í heimsókn í Síðuskóla í fylgd foreldra/forráðamanna. Á meðan foreldrarnir fengu fræðslu um skólann fóru nemendur í sínar stofur í fylgd kennara. Áhuginn skein af þessum flotta hópi verðandi nemenda skólans og ekki annað að sjá en að allir væru tilbúnir að hefja skólagöngu í ágúst. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

Lesa meira

Vorhátíð Síðuskóla þriðjudaginn 23. maí - FRESTAÐ

UPPFÆRT:

Vegna framkvæmda á skólalóðinni hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta vorhátíð FOKS til haustsins.

 

 

Vorhátíð FOKS sem fyrirhuguð var á morgun er frestað um óákveðinn tíma vegna slæms veðurútlits.

Kveðja, stjórn FOKS.

Lesa meira

Nýtt tölublað skólablaðs Síðuskóla komið út

Krakkarnir í vali á miðstigi voru að gefa út nýtt tölublað af skólablaði.
Við hvetjum ykkur til að lesa þetta stórskemmtilega blað. 
 
Lesa meira

Skipulagsdagur föstudaginn 19. maí

Föstudaginn 19. maí er er skipulagsdagur í Síðuskóla.  Þá er engin kennsla en Frístund er opin allan daginn. 

Friday 19th of May the students will not come to school since the staff works on planning next weeks. 

Frístund is open for those children who are registered. If you are not sure about registering your child, you should make contact to Silfá.

Lesa meira

Góðgerðarhlaup UNICEF

Góðgerðarhlaup UNICEF fór fram í vikunni. Hlaupið gekk virkilega vel fyrir sig og nemendur einstaklega duglegir að hlaupa og safna í leiðinni fyrir gott málefni. Við minnum á söfnunarsíðuna, sjá hér:

https://sofnun.unicef.is/participant/godgerdarhlaup-siduskola-9-og-10-mai-2023
Eins og sést á söfnunarsíðunni gengur söfnunin vel og hafa nú þegar safnast hátt í 200 þúsund krónur.

Hér má sjá myndir frá hlaupinu.

Lesa meira

Hrósmiðahátíð

Í morgun var 20.000 miða hátíðin hjá okkur í skólanum. Hún er haldin þegar nemendur hafa safnið þessum fjölda hrósmiða og þá er haldin hátíð þar sem allir nemendur skólans njóta góðs árangurs. Í ár komu Eurovision drottningarnar Maja Eir og  Jónína Björt ásamt gítarleikaranum Halla og fluttu nokkur þekkt lög úr Eurovision söngvakeppninni. Þetta tókst vel og var mikil gleði hjá nemendum og var endað á að dansa. Hér má sjá myndir frá hátíðinni.
Lesa meira

Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Brekkuskóla gær þar sem nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf. Úr Síðuskóla hlutu þau Anna Lilja Hauksdóttir þroskaþjálfi, Veronika Guseva íþróttakennari, Helena Lind Logadóttir nemandi í 6. bekk og Kevin Prince Eshun nemandi í 7. bekk viðurkenningu fræðslu- og lýðheilsuráðs. Við óskum þeim innilega til hamingju, svo sannarlega verðskulduð viðurkenning! 

Lesa meira