Skólaslit Síðuskóla verða fimmtudaginn 5. júní.
Árgangar mæta í heimastofur og fara saman í sal. Þar kveður skólastjórinn fyrir hönd skólans og síðan fara nemendur í sínar heimastofur þar sem hópurinn er kvaddur. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með sínum börnum. Við miðum við að skólinn sé í eina klukkustund.
Útskrift 10. bekkjar kl. 15:00 í Glerárkirkju og kaffi í skólanum á eftir fyrir nemendur, fjölskyldur þeirra og starfsfólk.