ÍSAT

Spurningakeppni unglingadeildar Síðuskóla

Hin árlega spurningakeppni í 8.-10. bekk fór fram 20. desember. Allir þátttakendur stóðu sig með prýði en það var lið 9. bekkjar sem stóð uppi sem sigurvegari. Í liðinu voru þau Gunnar Brimir, Ívan Þór og Sóley Eva.  Hér eru nokkrar myndir frá keppninni.

 
Lesa meira

Kynningarmyndbönd um grunnskólakerfið á Akureyri

Kynningarmyndbönd um grunnskólakerfið á Akureyri hafa verð gerð á 4 erlendum tungumálum auk íslensku, það er enskupólsku, spænsku og rússnesku Jafnframt er hægt að finna þau hér á síðunni undir grunnskólar – móttaka nemenda. Vonum við að myndböndin komi að góðum notum við að kynna grunnskólakerfið okkar og að bjóða erlenda nemendur og foreldra þeirra velkomin til Akureyrar. Stefnt er að því að bæta fleiri þýðingum inn í sjóðinn okkar á næstu árum.

(Tekið af www.erlendir.akmennt.is)

Lesa meira

Litlu jólin

Litlu jólin verða þann 21. desember. Það koma allir í skólann kl. 9.00 og fara heim um kl. 11.00. Fyrst verður hópnum skipt í salinn þar sem nemendur í leiklistarvali á miðstigi sýna jólaleikrit og heimastofur en eftir það hittast svo allir í íþróttasalnum og ganga saman í kringum jólatréð.

 Frístund er opin þennan dag frá kl. 7.45-9.00 og 11.00-16.15 fyrir þá sem þar eru skráðir.

Lesa meira

Jólasöngsalur

Í dag byrjuðum við daginn á sal þar sem allir nemendur skólans komu saman og sungu jólalög. Að þessu sinni var það 10. bekkur sem valdi lögin og Hemmi Ara spilaði undir á gítar. Við fengum líka góða gesti í heimsókn úr Hornasveit Akureyrar sem spilaði nokkur jólalög.  

 

Lesa meira

Rithöfundar í heimsókn

Í gær vorum við svo heppin að fá tvo rithöfunda í heimsókn til þeirra, það voru þeir Ævar Þór Benediktsson og Bjarni Fritzson. Ævar las fyrir 7.-10 bekk úr nýjustu bók sinn, Drengurinn með ljáinn. Bjarni Fritz las úr báðum nýju bókunum sínum,  Orri óstöðvandi - Draumur Möggu Messi og Salka - Tímaflakkið. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna. 

Hér má sjá myndir frá heimsóknunum.

Lesa meira

Jólaföndur

Í dag var jólaföndurdagur hjá okkur í skólanum. Búnir voru til alls konar fallegir hlutir og skrifuð jólakort. Nemendur fengu svo heitt kakó í frímínútunum. Hér má sjá skemmtilegar myndir frá deginum.

Lesa meira

Rafmagnslaus dagur í dag!

4. bekkur var með rafmagnslausan dag í dag og fóru nemendur m.a. út með vasaljós í göngutúr í morgun.

 

 

Lesa meira

Setning Litlu og stóru upplestrakeppninnar

Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk og Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk voru settar á sal skólans í dag. Ákveðið var að fresta setningunni sem venjulega ber upp á 16. nóvember á Degi íslenskrar tungu. Ástæðan er sú að nemendur og starfsfólk var upptekið í vinnu við árshátíð í síðustu viku.

Keppnin snýst um að æfa upplestur, framburð og framkomu.

Bekkirnir komu á sal og Ólöf Inga skólastjóri ávarpaði hópinn og þau Alrún Eva og Marinó, fulltrúar okkar á síðustu lokahátíð, lásu upp.

Lesa meira

List fyrir alla

Í morgun fengum við góða gesti þegar leikhópurinn Hnoðri í norðri kom með sýninguna Ævintýri á aðventunni sem er hluti af List fyrir alla verkefninu. 1. – 4. komu á sal og horfðu og skemmtu sér vel. Hér má sjá nokkrar myndir af sýningunni.

Lesa meira