ÍSAT

Lokahátíð Litlu upplestrarkeppninnar í 4. bekk

Lokahátíð Litlu upplestrarkeppninnar í 4. bekk var haldin á sal skólans í síðustu viku. Keppnin hófst formlega á Degi íslenskrar tungu í nóvember. Á dagskránni var lestur og söngur nemenda en foreldrum var boðið að koma og fylgjast með. Hátíðin heppnaðist vel, allir stóðu sig með sóma og skiluðu sínu vel.

 

Lesa meira

Nemendur í 10. bekk kepptu við starfsmenn skólans

Í dag skoruðu nemendur í 10. bekk á starfsmenn að keppa við sig í körfubolta, fótbolta og skotbolta.

10. bekkingar stóðu uppi sem sigurvegarar og unnu tvær greinar og gerðu jafntefli í þeirri þriðju. 

Hér má sjá myndir. 

Lesa meira

Málað í sumarblíðunni

Börnin í skólanum nýttu góðaveðrið í dag til að hressa upp á leikina sem málaðir eru á skólalóðina. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.

Lesa meira

Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri

Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri heimsótti Síðuskóla í gær og hélt skemmtilega tónleika fyrri nemendur í 1.-5. bekk og þökkum við þeim kærlega fyrir það.

Myndir frá viðburðinum má finna hér.

 

Lesa meira

Skólahreysti

Riðlakeppnin í Skólahreysti fór fram í gær í Íþróttahöllinni. Okkar keppendur stóðu sig með stakri prýði en að lokum var það lið Dalvíkurskóla sem sigraði. Okkar keppendur að þessu sinni voru þau Mikael Örn Reynisson, Sigfríður Birna Pálmadóttir, Óttar Örn Brynjarsson, Stefanía Ýr Arnardóttir, Daníel Snær Ryan og Sandra Rut Fannarsdóttir. 

Hér eru myndir.

Lesa meira

Geðlestin í heimsókn í Síðuskóla

Í gær kom Geðlestin í heimsókn til okkar í Síðuskóla og var með fræðslu fyrir nemendur í 8. - 10. bekk. 

Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum í mótvind og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og er styrkt af félags- og heilbrigðisráðuneytunum.

Í lokin tók svo Emmsjé Gauti nokkur lög og stemmingin heldur betur góð. 

Hér má sjá myndir frá heimsókninni.

Heimasíða Geðlestarinnar. 

 

Lesa meira

Viðurkenningar fræðsluráðs

Á föstudaginn voru veittar viðurkenningar fræðsluráðs en skv. skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Að þessu sinni fengu tveir starfsmenn skólans viðurkenningu fyrir störf sín við skólann en það voru þær Helga Lyngdal deildarstjóri og Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir sérkennari, sem hefur sinnt kennslu nemenda sem eru með íslensku með annað tungumál (ÍSAT) í vetur. Myndin sem fylgir fréttinni var tekin við þetta tækifæri. Við óskum þeim innilega til hamingju með viðurkenningarnar.

Lesa meira

Verðlaun í teiknisamkeppni MS

Fyrir skömmu tók 4. bekkur skólans þátt í árlegri teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar. Alls bárust 1300 myndir í keppnina frá 51 skóla víðsvegar um landið. Tíu myndir voru valdar til verðlauna og gaman að segja frá því að ein þessara mynda kom úr Síðuskóla. Það var Einar Máni Þrastarson sem átti eina af verðlaunamyndunum. Við óskum Einar innilega til hamingju með árangurinn, en í verðlaun fékk bekkurinn peningaupphæð sem notuð var í pizzuveislu sem efnt var til í gær. Hér má sjá myndir frá veislunni og á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá Einar Mána með viðurkenningarskjal frá Mjólkursamsölunni. Verðlaunamyndina má svo sjá hér.

Lesa meira

Allt um skipulag árshátíðar Síðuskóla

 Það styttist í árshátíð Síðuskóla og hér kemur skipulag fyrir árshátíðina sem verður haldin fimmtudaginn 31. mars og föstudaginn 1. apríl. Nemendur í 10. bekk verða í aðalhlutverki með árshátíðaratriði sitt sem er leikritið Óvitar. 

English version below.

 

Lesa meira

Loksins útivistardagur í dag

Í dag ætlum við að fara í fjallið. Allir mæta í skólann og fara þaðan með rútum í Hlíðarfjall þar sem við ætlum að eiga skemmtilegan dag saman. Munið eftir hlýjum fötum og góðu nesti.

Lesa meira