ÍSAT

5. bekkur tekur þátt í Barnamenningarhátíð 2025

Í gær fór hópur nemenda í 5. bekk ásamt starfsfólki í safnafræðsluferð á Listasafnið á Akureyri. Heimsóknin er í tengslum við Barnamenningarhátíð sem sett verður í april 2025 en 5. bekk í Siðuskóla er veittur sá heiður að fá að taka þátt î sýningunni í ár. Nemendur fá kynningu á tveimur sýningum og þjálfa myndlæsi og vinna síðan verk í myndmennt út frá sýningunum. Frábær heimsókn í dag og nemendur voru virkilega áhugasamir og voru skólanum og sjálfum sér til sóma.

Hér eru myndir frá heimsókninni.

Lesa meira

Lestur er lífsins leikur

Lestrarátak Síðuskóla stendur nú yfir í þrjár vikur og lýkur 11. október. Nemendur skrá þær mínútur sem þeir verja til lestrar, hvort sem er heima eða í skólanum. Sérstakt skráningarblað verður þessa daga til að halda utan um lesturinn og æskilegt er að hafa blaðið alltaf í lestrarmöppunni eða skólatöskunni. Verðlaun verða veitt þeim árgangi á hverju stigi er mest les. Tekið verður mið af fjölda nemenda í hverjum árgangi. Umsjónarkennarar bera ábyrgð á heildarskráningu mínútufjölda hjá bekknum og skrá í sérstakt skjal. Á haustin eru gjarnan keyptar nýjar bækur á bókasafnið þannig allir lestrarhestar ættu að finna eitthvað nýtt og við sitt hæfi, sjá sýnishorn hér.

Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ í Síðuskóla

Nemendur og starfsmenn Síðuskóla tóku þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í gær. Hlaupið fór fram í blíðskaparveðri og voru þátttakendur verulega spenntir að taka á rás og hlaupa „Síðuskólahringinn“ en hann er 2,2 km.  Áður en hlaupið hófst var hitað upp með dansi og hoppi undir stjórn nokkurra nemenda á skólalóðinni. Mikil stemning var á lóðinni þegar þátttakendur komu í mark undir dúndrandi tónlist. Meðaltal fyrstu 10 þátttakenda úr hverjum árgangi ráða úrslitum. Úrslitin verða tilkynnt á sal næsta föstudag ásamt Náttúrufræðingi Síðuskóla. Hér má skoða myndir frá hlaupinu.

Lesa meira

List fyrir alla komu í heimsókn með frábæra dagskrá

Í dag fengum við góða gesti þegar rithöfundarnir Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Sverrir Norland komu á vegum verkefnisins List fyrir alla. Þau byrjuðu á að segja frá verkum sínum og fóru svo yfir það hvernig saga verður til. Hér má sjá myndir frá þessari skemmtilegu heimsókn.

 

Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúrunnar

Í tilefni dags íslenskrar náttúru fóru nemendur og starfsmenn Síðuskóla út að njóta útiveru og náttúrunnar í dag. Ýmist var farið gangandi, hjólandi og meira segja í strætó til fjarlægari áfangastaða. Nemendur höfðu með nesti og skemmtu sér við leik og störf enda var veðrið eins og best verður á kosið til útiveru. Ýmsu var safnað t.d. laufblöðum, prikum, steinum  og líka því sem á ekki heima í náttúrunni eins og rusli sem hefur fokið. Farið var í leiki og framkvæmdar tilraunir til að skilja betur náttúruna og lífríkið allt um kring. Myndir frá deginum má sjá hér.

Lesa meira

Gönguferð og Dagur íslenskrar náttúru

English below

Sæl og blessuð.
Við höfum tekið ákvörðun um að fresta gönguferðinni nk. föstudag. Ástæðan fyrir því er sú að spáin er kólnandi og leiðin sem við ætluðum að fara er að öllum líkindum drullusvað.
Við minnum einnig á að mánudaginn er Dagur íslenskrar náttúru. Við höldum honum hvernig sem viðrar, dagskráin verður þá aðlöguð að veðri.
Ef veðurguðirnir verða okkur hliðhollir munum við hugsanlega skella okkur í gönguferð með litlum fyrirvara.
Kveðja,
Ólöf, Helga og Malli


Hello and greetings,
We have decided to postpone the hike next Friday. The reason is that the forecast is getting colder, and the route we had planned to take is likely to be a mudfield.
We would also like to remind you that Monday is Icelandic Nature Day. We will celebrate it no matter the weather, and the schedule will be adjusted accordingly.
If the weather gods are kind to us, we might go on a hike at short notice.
Best regards,
Ólöf, Helga, and Malli

Lesa meira

Göngum í skólann hefst í dag 4. september

Göngum í skólann verkefnið hefst á morgun og er markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni sína til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

Lesa meira

Skólasetning Síðuskóla

Síðuskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst. Tímasetningar eru sem hér segir:
2. - 5. bekkur mætir kl. 9:00.
6. - 10. bekkur mætir kl. 9:30.
Nemendur mæta í sínar heimastofur og koma síðan á sal með starfsfólki. Hér fyrir neðan er hægt að sjá kort af skólanum og á því eru heimastofur bekkjanna. Foreldrar og nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara með tölvupósti.

Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með börnunum sínum á skólasetningu, við biðjum þá sem mæta með sínum börnum að mæta með þeim fyrst í heimastofu.

Lesa meira