Gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði opnir á morgun
Á morgun, 6. febrúar er gert ráð fyrir skólahaldi. Við bendum á frétt inn á akureyri.is, sjá hér þar sem frekari upplýsingar er að fá.
Á morgun, 6. febrúar er gert ráð fyrir skólahaldi. Við bendum á frétt inn á akureyri.is, sjá hér þar sem frekari upplýsingar er að fá.
Í gær var haldin hin árlega flokkunarkeppni. Þá keppa bekkirnir milli sín um að flokka sem réttast og á tíma. Gaman að sjá hvað krakkarnir okkar hafa gaman af því að taka þátt í þessari keppni og þetta er að sjálfsögðu lærdómur í leiðinni. Að þessu sinni sigraði 9. bekkur en 1. og 7. bekkur unnu á sínu stigi. Árgangurinn fær köku í lok skóladagsins. Sjá myndir frá keppninni hér.
Litið var inn í miðstigsval í Síðuskóla í dag. Þar eru nemendur að sýsla margt áhugavert þessa dagana, m.a. undirbúning fyrir Barnamenningarhátíðina sem haldin er vítt og breytt um Akureyri dagana 1.-27. apríl. Þetta er í annað sinn sem nemendur miðstigs í Síðuskóla taka þátt með formlegum hætti, búa til muni sem þau selja til styrktar góðs málefnis. Í ár á ágóðinn að renna til Barnadeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Í fyrra söfnuðu nemendur Síðuskóla 500.000.- sem þau gáfu einnig til Barnadeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Markmið Barnamenningarhátíðar á Akureyri er að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem efla sköpunarkraftinn. Árlega er allur aprílmánuður helgaður Barnamenningarhátíð á Akureyri. Sjá myndir hér.
"Lestur er sálinni það sem hreyfing er líkamanum"
Það er gaman að lesa og nú er bókasafnið stútfullt af nýjum bókum :)
Í febrúar og mars verða nokkrir bókaklúbbar í boði fyrir bókaorma Síðuskóla. Þau sem vilja vera með, velja sér bókaklúbb og fá þátttökublað á bókasafninu, fyrir hverja lesna bók er gefin mynd eða límmiði. Eftir hverjar 10 lesnar bækur er veitt sérstök viðurkenning eða verðlaun :) Klúbbarnir verða minnst fimm talsins og má sjá myndir hér.
Við í skólanum minnum á að það er skipulagsdagur nk. þriðjudag, 28. janúar. Þann dag er engin kennsla en Frístund er opin allan daginn fyrir þá sem eru skráðir.
Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrar hefur frá árinu 2010 veitt þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til.
Veitt er viðurkenning í þremur flokkum: Nemendur, kennarar/starfsfólk og verkefni/skólar, sjá nánar hér um skilyrði og um skráningu fyrir tilnefningarnar.
Haldin verður hátíð að þessu tilefni í Naustaskóla 27. febrúar kl. 16:30.
Við tökum fagnandi á móti nýju ári, 2025, sem hafið er og mun eflaust færa okkur í Síðuskóla góða blöndu af spennandi, skemmtilegum og krefjandi verkefnum. Hlökkum til samstarfsins þennan seinni hálfleik skólaársins.
Minnum á mikilvægi þess að nota endurskin á dimmum morgnum svo öll séu sýnileg; sem og varfærni og tillitsemi í umferðinni til og frá skólanum. Flýtum okkur hægt inn í nýja árið :)
Litlu jól skólans voru í dag og áttu nemendur og starfsfólk notalega stund saman. Nemendur í leiklistarvali á miðstigi fluttu jólaleikrit og nemendur í 2. bekk sungu tvö jólalög. Að lokum var dansað í kringum jólatréð.
Hér má sjá myndir frá því í morgun.Hin árlega spurningakeppni í 8.-10. bekk fór fram í dag, 19. desember. Allir þátttakendur stóðu sig með prýði en það var lið 8. bekkjar sem stóð uppi sem sigurvegari. Í liðinu voru þau Hlynur Orri, Karen Emilía og Snorri Karl. Hér eru nokkrar myndir frá keppninni.