Í dag var Síðuskóli settur og mættu nemendur hressir og kátir aftur eftir sumarfrí. Ólöf skólastjóri setti skólann og ræddi stuttlega við nemendur um verkefni vetrarins og minnti á einkunnarorð skólans: Ábyrgð, virðing og vinátta sem eiga að vera endurspegla alla vinnu og veru í skólanum. Við erum ein stór fjölskylda í Síðuskóla, nemendur, starfsmenn og foreldrar, og megum öll vera einsog við erum.. "sumir einsog álfar og aðrir tröll.... saman við klífum fjöll".
Hér eru nokkrar myndir sem smellt var af á sal og inni í stofum.