Lið Síðuskóla lenti í 3. sæti í undankeppni Skólahreysti sem fram fór í Íþróttahöllinni í kvöld. Keppnin var æsispennandi og hnífjöfn, en aðeins eitt stig skildi á milli sigurliðsins frá Lundarskóla og liðanna sem enduðu í 2. og 3. sæti.
Við erum afar stolt af frammistöðu okkar keppenda þeim Sóldísi, Kára, Höllu og Patreki ásamt varamönnunum Elíasi og Kolbrúnu Svönu sem öll stóðu sig gríðarlega vel og sýndu mikla liðsheild og keppnisanda.