Barnaþing Síðuskóla

Í dag var haldið Barnaþing Síðuskóla í fyrsta sinn. Þingið er liður í því að vera Réttindaskóli Unicef. Hvert stig fundaði saman og fjölluðu nemendur um ýmsar spurningar sem snúa að hagsmunum þeirra í skólastarfinu, frístund og félagsmiðstöðinni. Nemendum var skipt niður á borð og róteruðu á milli borða og þannig höfðu allir tækifæri til að svara öllu spurningum. Réttindaráðið vann spurningarnar úr könnunum sem nemendur hafa svarað í vetur. Réttindaráð samanstendur af fulltrúum nemenda úr öllum árgöngum og starfsfólki. Þetta er liður í því að auka áhrif nemenda á skólagöngu sína og félagsstarf. Unnið verður úr þinginu á komandi skólaári.

Sjá myndir hér.