Árshátíð Síðuskóla frestað

Í ljósi nýjustu samkomutakmarkananna hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta árshátíð skólans sem vera átti 18. og 19. nóvember næstkomandi. Einnig átti að vera skipulagsdagur mánudaginn 22. nóvember, frestast hann einnig. Við munum finna tíma fyrir árshátíð á nýju ári.
Þetta þýðir að dagarnir 18., 19. og 22. nóvember verða hefðbundnir skóladagar.