Dagur íslenskrar náttúru

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru þann 16. september fóru nemendur Síðuskóla í vettvangsferðir og fræddust um náttúruna. Einnig fór fram keppnin Náttúrufræðingur Síðuskóla en þar eiga nemendur að greina myndir af fuglum, plöntum og landslagi.

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru þann 16. september fóru nemendur Síðuskóla í vettvangsferðir og fræddust um náttúruna. Einnig fór fram keppnin Náttúrufræðingur Síðuskóla en þar eiga nemendur að greina myndir af fuglum, plöntum og landslagi.

Í ár voru það tveir nemendur sem deildu með sér titlinum, þau Daníel Hrafn Ingvarsson í 8. bekk og Kristrún Ríkey Ólafsdóttir í 10. bekk. Einnig fengu Óliver Andri 2. bekk, Arnór Elí 3. bekk, Kristjana Mjöll 7. bekk, Logi Hrafn 8. bekk og Aldís Þóra í 9. bekk viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu.

Við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur.

Hér má sjá myndir frá verðlaunaafhendingu á sal ásamt myndum úr vettvangsferð 6. bekkjar.